Á morgun segir sá lati Tómas A. Tómasson skrifar 18. janúar 2024 07:30 Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ríkisstjórn sem hefur sett Íslandsmet í útgjöldum, á svona erfitt með að tryggja grunnþarfir eldra fólks. Átta hundruð manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og þar af eru fjögur hundruð í Reykjavík. Nú liggja 70 manns á göngum bráðalegudeilda eftir að fá úthlutað hjúkrunarrými. Þetta ástand hefur þær afleiðingar að Landspítalinn nær ekki að sinna sínu hlutverki þar sem þar eru rekin dýrustu hjúkrunarrými á landinu. Í fyrirtækjarekstri er mikilvægt að hafa grunnþekkingu á framboði og eftirspurn. Stjórnendur fyrirtækja leggja áherslu á að vita hversu margar einingar munu seljast svo hægt sé að panta birgðir í samræmi við það. Heilbrigðisráðuneytið gerir reglulega úttekt hversu margir einstaklingar þurfa pláss í dvalar- eða hjúkrunarrýmum næstu árin. Þær úttektir sýna svart á hvítu hversu mörg hjúkrunarrými við þurfum að byggja. Stjórnvöld hafa vitað í mörg ár að með öldrun þjóðarinnar þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Vandamálið mun versna á hverju ári ef ekkert verður að gert. Skynsamlegur stjórnandi myndi beita sér fyrir því að auka framboð á hjúkrunarrýmum, ekki satt? Þess vegna er erfitt að skilja hvernig hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur komið og farið án þess að leysa þetta vandamál. Hvers vegna vilja stjórnvöld hýsa hundruð eldri borgara á Landspítalanum, þar sem hvert rúm er töluvert dýrara en önnur hjúkrunarrými? Hvers vegna byggir ríkisstjórnin ekki fleiri hjúkrunarheimili? Nú hefur heilbrigðisráðherra tilkynnt forstjóra Landspítalans að rúmlega hundrað aldraðir einstaklingar geti átt von á því að verða fluttir á hjúkrunarheimili á landsbyggðinni. Grátandi afar og ömmur í öngum sínum verða flutt hreppaflutningum langt frá eigin fjölskyldum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í einkageiranum myndi svoleiðis vanræksla kalla á uppsagnir og endurskipulagningu. Í pólitíkinni eru viðbrögðin engin. Ráðherrar halda sínu striki og kippa sér ekkert upp við það að hátt í þúsund veikir eldri borgarar fái ekki aðgengi af grunnheilbrigðisþjónustu. Við getum gert svo miklu betur. Þessi staða lagast ekki á sjálfum sér. Því fyrr sem við hefjumst handa því betra. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ríkisstjórn sem hefur sett Íslandsmet í útgjöldum, á svona erfitt með að tryggja grunnþarfir eldra fólks. Átta hundruð manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og þar af eru fjögur hundruð í Reykjavík. Nú liggja 70 manns á göngum bráðalegudeilda eftir að fá úthlutað hjúkrunarrými. Þetta ástand hefur þær afleiðingar að Landspítalinn nær ekki að sinna sínu hlutverki þar sem þar eru rekin dýrustu hjúkrunarrými á landinu. Í fyrirtækjarekstri er mikilvægt að hafa grunnþekkingu á framboði og eftirspurn. Stjórnendur fyrirtækja leggja áherslu á að vita hversu margar einingar munu seljast svo hægt sé að panta birgðir í samræmi við það. Heilbrigðisráðuneytið gerir reglulega úttekt hversu margir einstaklingar þurfa pláss í dvalar- eða hjúkrunarrýmum næstu árin. Þær úttektir sýna svart á hvítu hversu mörg hjúkrunarrými við þurfum að byggja. Stjórnvöld hafa vitað í mörg ár að með öldrun þjóðarinnar þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Vandamálið mun versna á hverju ári ef ekkert verður að gert. Skynsamlegur stjórnandi myndi beita sér fyrir því að auka framboð á hjúkrunarrýmum, ekki satt? Þess vegna er erfitt að skilja hvernig hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur komið og farið án þess að leysa þetta vandamál. Hvers vegna vilja stjórnvöld hýsa hundruð eldri borgara á Landspítalanum, þar sem hvert rúm er töluvert dýrara en önnur hjúkrunarrými? Hvers vegna byggir ríkisstjórnin ekki fleiri hjúkrunarheimili? Nú hefur heilbrigðisráðherra tilkynnt forstjóra Landspítalans að rúmlega hundrað aldraðir einstaklingar geti átt von á því að verða fluttir á hjúkrunarheimili á landsbyggðinni. Grátandi afar og ömmur í öngum sínum verða flutt hreppaflutningum langt frá eigin fjölskyldum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í einkageiranum myndi svoleiðis vanræksla kalla á uppsagnir og endurskipulagningu. Í pólitíkinni eru viðbrögðin engin. Ráðherrar halda sínu striki og kippa sér ekkert upp við það að hátt í þúsund veikir eldri borgarar fái ekki aðgengi af grunnheilbrigðisþjónustu. Við getum gert svo miklu betur. Þessi staða lagast ekki á sjálfum sér. Því fyrr sem við hefjumst handa því betra. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar