Á morgun segir sá lati Tómas A. Tómasson skrifar 18. janúar 2024 07:30 Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ríkisstjórn sem hefur sett Íslandsmet í útgjöldum, á svona erfitt með að tryggja grunnþarfir eldra fólks. Átta hundruð manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og þar af eru fjögur hundruð í Reykjavík. Nú liggja 70 manns á göngum bráðalegudeilda eftir að fá úthlutað hjúkrunarrými. Þetta ástand hefur þær afleiðingar að Landspítalinn nær ekki að sinna sínu hlutverki þar sem þar eru rekin dýrustu hjúkrunarrými á landinu. Í fyrirtækjarekstri er mikilvægt að hafa grunnþekkingu á framboði og eftirspurn. Stjórnendur fyrirtækja leggja áherslu á að vita hversu margar einingar munu seljast svo hægt sé að panta birgðir í samræmi við það. Heilbrigðisráðuneytið gerir reglulega úttekt hversu margir einstaklingar þurfa pláss í dvalar- eða hjúkrunarrýmum næstu árin. Þær úttektir sýna svart á hvítu hversu mörg hjúkrunarrými við þurfum að byggja. Stjórnvöld hafa vitað í mörg ár að með öldrun þjóðarinnar þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Vandamálið mun versna á hverju ári ef ekkert verður að gert. Skynsamlegur stjórnandi myndi beita sér fyrir því að auka framboð á hjúkrunarrýmum, ekki satt? Þess vegna er erfitt að skilja hvernig hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur komið og farið án þess að leysa þetta vandamál. Hvers vegna vilja stjórnvöld hýsa hundruð eldri borgara á Landspítalanum, þar sem hvert rúm er töluvert dýrara en önnur hjúkrunarrými? Hvers vegna byggir ríkisstjórnin ekki fleiri hjúkrunarheimili? Nú hefur heilbrigðisráðherra tilkynnt forstjóra Landspítalans að rúmlega hundrað aldraðir einstaklingar geti átt von á því að verða fluttir á hjúkrunarheimili á landsbyggðinni. Grátandi afar og ömmur í öngum sínum verða flutt hreppaflutningum langt frá eigin fjölskyldum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í einkageiranum myndi svoleiðis vanræksla kalla á uppsagnir og endurskipulagningu. Í pólitíkinni eru viðbrögðin engin. Ráðherrar halda sínu striki og kippa sér ekkert upp við það að hátt í þúsund veikir eldri borgarar fái ekki aðgengi af grunnheilbrigðisþjónustu. Við getum gert svo miklu betur. Þessi staða lagast ekki á sjálfum sér. Því fyrr sem við hefjumst handa því betra. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ríkisstjórn sem hefur sett Íslandsmet í útgjöldum, á svona erfitt með að tryggja grunnþarfir eldra fólks. Átta hundruð manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og þar af eru fjögur hundruð í Reykjavík. Nú liggja 70 manns á göngum bráðalegudeilda eftir að fá úthlutað hjúkrunarrými. Þetta ástand hefur þær afleiðingar að Landspítalinn nær ekki að sinna sínu hlutverki þar sem þar eru rekin dýrustu hjúkrunarrými á landinu. Í fyrirtækjarekstri er mikilvægt að hafa grunnþekkingu á framboði og eftirspurn. Stjórnendur fyrirtækja leggja áherslu á að vita hversu margar einingar munu seljast svo hægt sé að panta birgðir í samræmi við það. Heilbrigðisráðuneytið gerir reglulega úttekt hversu margir einstaklingar þurfa pláss í dvalar- eða hjúkrunarrýmum næstu árin. Þær úttektir sýna svart á hvítu hversu mörg hjúkrunarrými við þurfum að byggja. Stjórnvöld hafa vitað í mörg ár að með öldrun þjóðarinnar þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Vandamálið mun versna á hverju ári ef ekkert verður að gert. Skynsamlegur stjórnandi myndi beita sér fyrir því að auka framboð á hjúkrunarrýmum, ekki satt? Þess vegna er erfitt að skilja hvernig hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur komið og farið án þess að leysa þetta vandamál. Hvers vegna vilja stjórnvöld hýsa hundruð eldri borgara á Landspítalanum, þar sem hvert rúm er töluvert dýrara en önnur hjúkrunarrými? Hvers vegna byggir ríkisstjórnin ekki fleiri hjúkrunarheimili? Nú hefur heilbrigðisráðherra tilkynnt forstjóra Landspítalans að rúmlega hundrað aldraðir einstaklingar geti átt von á því að verða fluttir á hjúkrunarheimili á landsbyggðinni. Grátandi afar og ömmur í öngum sínum verða flutt hreppaflutningum langt frá eigin fjölskyldum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í einkageiranum myndi svoleiðis vanræksla kalla á uppsagnir og endurskipulagningu. Í pólitíkinni eru viðbrögðin engin. Ráðherrar halda sínu striki og kippa sér ekkert upp við það að hátt í þúsund veikir eldri borgarar fái ekki aðgengi af grunnheilbrigðisþjónustu. Við getum gert svo miklu betur. Þessi staða lagast ekki á sjálfum sér. Því fyrr sem við hefjumst handa því betra. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar