Einn styður Ísrael og hinn Palestínu; báðum var sagt upp en aðeins annar endurráðinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2024 10:52 Neel segist sannfærður um að það hafi átt þátt í ákvörðun NYU Langone að endurráða Masoud að nærri 100 þúsund undirskriftir söfnuðust honum til stuðnings. Getty/Noam Galai Upp er komið áhugavert mál í Bandaríkjunum þar sem tveimur læknum var sagt upp eftir að þeir deildu færslum á samfélagsmiðlum, annar til stuðnings Ísrael og hinn til stuðnings Palestínu. Aðeins síðarnefndi var endurráðinn og hefur fyrrnefndi höfðað mál gegn vinnustaðnum. Dr. Benjamin Neel er sérfræðingur í krabbameinsrannsóknum, prófessor við New York University og yfirmaður krabbameinsdeildar heilbrigðisstofnunarinnar NYU Langone. Honum var sagt upp hjá NYU Langone í fyrra fyrir að deila samfélagsmiðlum til stuðnings Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn en í sumum tilfellum var um að ræða skopmyndir þar sem hæðst var að Aröbum. Kollegi hans við NYU Langone, ungur nýlæknir, var einnig látinn taka poka sinn vegna samfélagsmiðlafærslna um átökin á Gasa en hann var á öndverðum meiði og varði árásir Hamas; sagði þær þátt í frelsun Palestínumanna og hrekja landtökumenn á brott. Neel hefur nú höfðað mál gegn NYU Langone en í gögnum málsins segir meðal annars að svo virðist sem kolleginn, Dr. Zaki Masoud, hafi fengið starfið sitt aftur en ekki Neel. Auk þess að snúast um mismunun á grundvelli ólíkra skoðana varðar málið einnig rétt einstaklinga til að tjá sig á samfélagsmiðlum utan vinnutíma. Samkvæmt lögum í New York er bannað að segja mönnum upp fyrir að stunda „löglega frístundariðkun“ en notkun samfélagsmiðla er ekki nefnd sérstaklega. Lögmenn NYU Langone vilja meina að samfélagsmiðlar falli ekki undir umrætt lagaákvæði en auk þess hafi Neel ekki verið látinn fara vegna notkunar sinna á samfélagsmiðlum heldur efnisinnishalds færslanna sem hann deildi. Auk þess að deila skopmyndum af Aröbum deildi hann færslum þar sem það var dregið í efa að tveggja ríkja lausn væri möguleg á meðan Hamas-samtökin væru til. Neel segir notkun sína á samfélagsmiðlum hins vegar klárlega falla undir „löglega frístundaiðkun“ og þá sé stuðningur hans við Ísrael órjúfanlegur þáttur af trúarlegri sannfæringu hans sem gyðingur. Þannig hafi ákvörðunin um að reka hann falið í sér mismunun á grundvelli trúar. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tjáningarfrelsi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Aðeins síðarnefndi var endurráðinn og hefur fyrrnefndi höfðað mál gegn vinnustaðnum. Dr. Benjamin Neel er sérfræðingur í krabbameinsrannsóknum, prófessor við New York University og yfirmaður krabbameinsdeildar heilbrigðisstofnunarinnar NYU Langone. Honum var sagt upp hjá NYU Langone í fyrra fyrir að deila samfélagsmiðlum til stuðnings Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn en í sumum tilfellum var um að ræða skopmyndir þar sem hæðst var að Aröbum. Kollegi hans við NYU Langone, ungur nýlæknir, var einnig látinn taka poka sinn vegna samfélagsmiðlafærslna um átökin á Gasa en hann var á öndverðum meiði og varði árásir Hamas; sagði þær þátt í frelsun Palestínumanna og hrekja landtökumenn á brott. Neel hefur nú höfðað mál gegn NYU Langone en í gögnum málsins segir meðal annars að svo virðist sem kolleginn, Dr. Zaki Masoud, hafi fengið starfið sitt aftur en ekki Neel. Auk þess að snúast um mismunun á grundvelli ólíkra skoðana varðar málið einnig rétt einstaklinga til að tjá sig á samfélagsmiðlum utan vinnutíma. Samkvæmt lögum í New York er bannað að segja mönnum upp fyrir að stunda „löglega frístundariðkun“ en notkun samfélagsmiðla er ekki nefnd sérstaklega. Lögmenn NYU Langone vilja meina að samfélagsmiðlar falli ekki undir umrætt lagaákvæði en auk þess hafi Neel ekki verið látinn fara vegna notkunar sinna á samfélagsmiðlum heldur efnisinnishalds færslanna sem hann deildi. Auk þess að deila skopmyndum af Aröbum deildi hann færslum þar sem það var dregið í efa að tveggja ríkja lausn væri möguleg á meðan Hamas-samtökin væru til. Neel segir notkun sína á samfélagsmiðlum hins vegar klárlega falla undir „löglega frístundaiðkun“ og þá sé stuðningur hans við Ísrael órjúfanlegur þáttur af trúarlegri sannfæringu hans sem gyðingur. Þannig hafi ákvörðunin um að reka hann falið í sér mismunun á grundvelli trúar. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tjáningarfrelsi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira