Áskorun til dómsmálaráðherra Ágústa Rúnarsdóttir, Gunnar Páll Júlíusson, Helgi Hlynsson og Jóhann Ágústsson skrifa 5. febrúar 2024 11:00 Umræða um heildarstefnu á sviði fangelsismála á Íslandi hefur verið áberandi á undanförnum vikum og mánuðum og sú aukna athygli sem málaflokkurinn hefur fengið er löngu tímabær og þörf. Í desember 2023 sendu Ríkisendurskoðun og Umboðsmaður Alþingis frá sér svartar skýrslur um stöðu fangelsismála á Íslandi og í síðustu viku sýndi RÚV umfjöllun Kveiks um fangelsið á Litla-Hrauni. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og allir hlutaðeigandi aðilar virðast sammála um að við núverandi ástand verði ekki unað, hvorki hvað varðar aðstöðu til afplánunar og árangurinn af henni né það starfsumhverfi sem fangavörðum er ætlað að vinna í. Á Litla-Hrauni, þar sem yfir helmingur allra fangavarða á Íslandi starfar, er húsakostur rekinn á undaþágum. Til stendur að bæta vistarverur fanga á Litla-Hrauni á næstu mánuðum þar sem ekki þykir forsvaranlegt að hýsa þá við núverandi aðstæður næstu fimm árin þar til nýtt fangelsi rís. Lítið hefur hins vegar heyrst af áætlunum um að bæta vinnuaðstöðu fangavarða á Litla-Hrauni á sama tímabili. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 4. desember sl. kemur fram að engin mannauðsstefna hafi litið dagsins ljós síðan mannauðsstjóri var fyrst ráðinn til Fangelsismálastofnunar árið 2019 og að engin starfsmannasamtöl fari fram við fangaverði. Í skýrslunni kemur einnig fram að há veikindatíðni fangavarða á Litla-Hrauni sé áhyggjuefni og í viðbrögðum Fangelsismálastofnunar við drögum skýrslunnar kemur fram að fangavarðastarfinu fylgi mikið álag sem gæti að hluta til skýrt háa veikindatíðni. Fulltrúar Fangavarðafélags Íslands, SFR (nú Sameyki) og Fangelsismálastofnunar undirrituðu stofnanasamning 15. júní 2017 og samkvæmt ákvæðum í þágildandi og núgildandi kjarasamningum skal endurskoða það samkomulag á tveggja ára fresti. Ríkisendurskoðun segir í skýrslu sinni frá 4. desember að það sé grundvallaratriði að samningsaðilar vinni í samræmi við ákvæði um endurskoðun stofnanasamnings. Þrátt fyrir þetta er núverandi stofnanasamningur fangavarða við Fangelsismálastofnun á sjöunda ári og lítið virðist þokast í samkomulagsátt. Líklegt verður að teljast að starfsaðstaða fangavarða í stærsta öryggisfangelsi á Íslandi verði ekki lagfærð á næstu fimm árum. Þá er ljóst að andlegt og líkamlegt álag á fangaverði er mikið og engar líkur á að það fari minnkandi. Því skora trúnaðarmenn starfsmanna Litla-Hrauns á dómsmálaráðherra að greiða fyrir gerð nýs stofnanasamnings við fangaverði. Þegar ekki er hægt að tryggja embættismönnum hjá íslenska ríkinu mannsæmandi vinnuaðstöðu og álag í starfi er fast við efri mörk hlýtur það að vera eitt af forgangsmálum ráðherra dómsmála að hlutast til um kjarasamningsbundna endurskoðun stofnanasamnings með opnum huga og auknu fjármagni. Litla-Hrauni 5. febrúar 2024, Ágústa Rúnarsdóttir varatrúnaðarmaðurGunnar Páll Júlíusson öryggistrúnaðarmaðurHelgi Hlynsson öryggistrúnaðarmaðurJóhann Ágústsson trúnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræða um heildarstefnu á sviði fangelsismála á Íslandi hefur verið áberandi á undanförnum vikum og mánuðum og sú aukna athygli sem málaflokkurinn hefur fengið er löngu tímabær og þörf. Í desember 2023 sendu Ríkisendurskoðun og Umboðsmaður Alþingis frá sér svartar skýrslur um stöðu fangelsismála á Íslandi og í síðustu viku sýndi RÚV umfjöllun Kveiks um fangelsið á Litla-Hrauni. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og allir hlutaðeigandi aðilar virðast sammála um að við núverandi ástand verði ekki unað, hvorki hvað varðar aðstöðu til afplánunar og árangurinn af henni né það starfsumhverfi sem fangavörðum er ætlað að vinna í. Á Litla-Hrauni, þar sem yfir helmingur allra fangavarða á Íslandi starfar, er húsakostur rekinn á undaþágum. Til stendur að bæta vistarverur fanga á Litla-Hrauni á næstu mánuðum þar sem ekki þykir forsvaranlegt að hýsa þá við núverandi aðstæður næstu fimm árin þar til nýtt fangelsi rís. Lítið hefur hins vegar heyrst af áætlunum um að bæta vinnuaðstöðu fangavarða á Litla-Hrauni á sama tímabili. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 4. desember sl. kemur fram að engin mannauðsstefna hafi litið dagsins ljós síðan mannauðsstjóri var fyrst ráðinn til Fangelsismálastofnunar árið 2019 og að engin starfsmannasamtöl fari fram við fangaverði. Í skýrslunni kemur einnig fram að há veikindatíðni fangavarða á Litla-Hrauni sé áhyggjuefni og í viðbrögðum Fangelsismálastofnunar við drögum skýrslunnar kemur fram að fangavarðastarfinu fylgi mikið álag sem gæti að hluta til skýrt háa veikindatíðni. Fulltrúar Fangavarðafélags Íslands, SFR (nú Sameyki) og Fangelsismálastofnunar undirrituðu stofnanasamning 15. júní 2017 og samkvæmt ákvæðum í þágildandi og núgildandi kjarasamningum skal endurskoða það samkomulag á tveggja ára fresti. Ríkisendurskoðun segir í skýrslu sinni frá 4. desember að það sé grundvallaratriði að samningsaðilar vinni í samræmi við ákvæði um endurskoðun stofnanasamnings. Þrátt fyrir þetta er núverandi stofnanasamningur fangavarða við Fangelsismálastofnun á sjöunda ári og lítið virðist þokast í samkomulagsátt. Líklegt verður að teljast að starfsaðstaða fangavarða í stærsta öryggisfangelsi á Íslandi verði ekki lagfærð á næstu fimm árum. Þá er ljóst að andlegt og líkamlegt álag á fangaverði er mikið og engar líkur á að það fari minnkandi. Því skora trúnaðarmenn starfsmanna Litla-Hrauns á dómsmálaráðherra að greiða fyrir gerð nýs stofnanasamnings við fangaverði. Þegar ekki er hægt að tryggja embættismönnum hjá íslenska ríkinu mannsæmandi vinnuaðstöðu og álag í starfi er fast við efri mörk hlýtur það að vera eitt af forgangsmálum ráðherra dómsmála að hlutast til um kjarasamningsbundna endurskoðun stofnanasamnings með opnum huga og auknu fjármagni. Litla-Hrauni 5. febrúar 2024, Ágústa Rúnarsdóttir varatrúnaðarmaðurGunnar Páll Júlíusson öryggistrúnaðarmaðurHelgi Hlynsson öryggistrúnaðarmaðurJóhann Ágústsson trúnaðarmaður
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar