Áskorun til dómsmálaráðherra Ágústa Rúnarsdóttir, Gunnar Páll Júlíusson, Helgi Hlynsson og Jóhann Ágústsson skrifa 5. febrúar 2024 11:00 Umræða um heildarstefnu á sviði fangelsismála á Íslandi hefur verið áberandi á undanförnum vikum og mánuðum og sú aukna athygli sem málaflokkurinn hefur fengið er löngu tímabær og þörf. Í desember 2023 sendu Ríkisendurskoðun og Umboðsmaður Alþingis frá sér svartar skýrslur um stöðu fangelsismála á Íslandi og í síðustu viku sýndi RÚV umfjöllun Kveiks um fangelsið á Litla-Hrauni. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og allir hlutaðeigandi aðilar virðast sammála um að við núverandi ástand verði ekki unað, hvorki hvað varðar aðstöðu til afplánunar og árangurinn af henni né það starfsumhverfi sem fangavörðum er ætlað að vinna í. Á Litla-Hrauni, þar sem yfir helmingur allra fangavarða á Íslandi starfar, er húsakostur rekinn á undaþágum. Til stendur að bæta vistarverur fanga á Litla-Hrauni á næstu mánuðum þar sem ekki þykir forsvaranlegt að hýsa þá við núverandi aðstæður næstu fimm árin þar til nýtt fangelsi rís. Lítið hefur hins vegar heyrst af áætlunum um að bæta vinnuaðstöðu fangavarða á Litla-Hrauni á sama tímabili. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 4. desember sl. kemur fram að engin mannauðsstefna hafi litið dagsins ljós síðan mannauðsstjóri var fyrst ráðinn til Fangelsismálastofnunar árið 2019 og að engin starfsmannasamtöl fari fram við fangaverði. Í skýrslunni kemur einnig fram að há veikindatíðni fangavarða á Litla-Hrauni sé áhyggjuefni og í viðbrögðum Fangelsismálastofnunar við drögum skýrslunnar kemur fram að fangavarðastarfinu fylgi mikið álag sem gæti að hluta til skýrt háa veikindatíðni. Fulltrúar Fangavarðafélags Íslands, SFR (nú Sameyki) og Fangelsismálastofnunar undirrituðu stofnanasamning 15. júní 2017 og samkvæmt ákvæðum í þágildandi og núgildandi kjarasamningum skal endurskoða það samkomulag á tveggja ára fresti. Ríkisendurskoðun segir í skýrslu sinni frá 4. desember að það sé grundvallaratriði að samningsaðilar vinni í samræmi við ákvæði um endurskoðun stofnanasamnings. Þrátt fyrir þetta er núverandi stofnanasamningur fangavarða við Fangelsismálastofnun á sjöunda ári og lítið virðist þokast í samkomulagsátt. Líklegt verður að teljast að starfsaðstaða fangavarða í stærsta öryggisfangelsi á Íslandi verði ekki lagfærð á næstu fimm árum. Þá er ljóst að andlegt og líkamlegt álag á fangaverði er mikið og engar líkur á að það fari minnkandi. Því skora trúnaðarmenn starfsmanna Litla-Hrauns á dómsmálaráðherra að greiða fyrir gerð nýs stofnanasamnings við fangaverði. Þegar ekki er hægt að tryggja embættismönnum hjá íslenska ríkinu mannsæmandi vinnuaðstöðu og álag í starfi er fast við efri mörk hlýtur það að vera eitt af forgangsmálum ráðherra dómsmála að hlutast til um kjarasamningsbundna endurskoðun stofnanasamnings með opnum huga og auknu fjármagni. Litla-Hrauni 5. febrúar 2024, Ágústa Rúnarsdóttir varatrúnaðarmaðurGunnar Páll Júlíusson öryggistrúnaðarmaðurHelgi Hlynsson öryggistrúnaðarmaðurJóhann Ágústsson trúnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Umræða um heildarstefnu á sviði fangelsismála á Íslandi hefur verið áberandi á undanförnum vikum og mánuðum og sú aukna athygli sem málaflokkurinn hefur fengið er löngu tímabær og þörf. Í desember 2023 sendu Ríkisendurskoðun og Umboðsmaður Alþingis frá sér svartar skýrslur um stöðu fangelsismála á Íslandi og í síðustu viku sýndi RÚV umfjöllun Kveiks um fangelsið á Litla-Hrauni. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og allir hlutaðeigandi aðilar virðast sammála um að við núverandi ástand verði ekki unað, hvorki hvað varðar aðstöðu til afplánunar og árangurinn af henni né það starfsumhverfi sem fangavörðum er ætlað að vinna í. Á Litla-Hrauni, þar sem yfir helmingur allra fangavarða á Íslandi starfar, er húsakostur rekinn á undaþágum. Til stendur að bæta vistarverur fanga á Litla-Hrauni á næstu mánuðum þar sem ekki þykir forsvaranlegt að hýsa þá við núverandi aðstæður næstu fimm árin þar til nýtt fangelsi rís. Lítið hefur hins vegar heyrst af áætlunum um að bæta vinnuaðstöðu fangavarða á Litla-Hrauni á sama tímabili. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 4. desember sl. kemur fram að engin mannauðsstefna hafi litið dagsins ljós síðan mannauðsstjóri var fyrst ráðinn til Fangelsismálastofnunar árið 2019 og að engin starfsmannasamtöl fari fram við fangaverði. Í skýrslunni kemur einnig fram að há veikindatíðni fangavarða á Litla-Hrauni sé áhyggjuefni og í viðbrögðum Fangelsismálastofnunar við drögum skýrslunnar kemur fram að fangavarðastarfinu fylgi mikið álag sem gæti að hluta til skýrt háa veikindatíðni. Fulltrúar Fangavarðafélags Íslands, SFR (nú Sameyki) og Fangelsismálastofnunar undirrituðu stofnanasamning 15. júní 2017 og samkvæmt ákvæðum í þágildandi og núgildandi kjarasamningum skal endurskoða það samkomulag á tveggja ára fresti. Ríkisendurskoðun segir í skýrslu sinni frá 4. desember að það sé grundvallaratriði að samningsaðilar vinni í samræmi við ákvæði um endurskoðun stofnanasamnings. Þrátt fyrir þetta er núverandi stofnanasamningur fangavarða við Fangelsismálastofnun á sjöunda ári og lítið virðist þokast í samkomulagsátt. Líklegt verður að teljast að starfsaðstaða fangavarða í stærsta öryggisfangelsi á Íslandi verði ekki lagfærð á næstu fimm árum. Þá er ljóst að andlegt og líkamlegt álag á fangaverði er mikið og engar líkur á að það fari minnkandi. Því skora trúnaðarmenn starfsmanna Litla-Hrauns á dómsmálaráðherra að greiða fyrir gerð nýs stofnanasamnings við fangaverði. Þegar ekki er hægt að tryggja embættismönnum hjá íslenska ríkinu mannsæmandi vinnuaðstöðu og álag í starfi er fast við efri mörk hlýtur það að vera eitt af forgangsmálum ráðherra dómsmála að hlutast til um kjarasamningsbundna endurskoðun stofnanasamnings með opnum huga og auknu fjármagni. Litla-Hrauni 5. febrúar 2024, Ágústa Rúnarsdóttir varatrúnaðarmaðurGunnar Páll Júlíusson öryggistrúnaðarmaðurHelgi Hlynsson öryggistrúnaðarmaðurJóhann Ágústsson trúnaðarmaður
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar