Sjúklingar í lífshættu, fórnarlömb eigin þjáninga á biðstofu bráðamóttöku LSH G.Birgir Gunnlaugsson skrifar 20. mars 2024 12:31 Það eru 90 sjúklingar í 32 legurýmum og það bíða 23 á biðstofunni sagði örmagna hjúkrunarfræðingur innt nýverið eftir löngum biðtíma í agút tilfellum (2-3 klt). Þetta er ekki ástandið á bráðamótttöku spítala á stríðssvæði, heldur lýsing á ástandinu á einu bráðamótttöku íslendinga það er bráðamótttöku LSH í Fossvogi. Einu sinni var heilbrigðiskerfið okkar með þeim fremstu í heimi en rís varla undir nafni lengur sem slíkt. 4-6 vikna biðtími eftir tíma á heilsugæslu, 4-6 mánaða bið eftir tíma hjá sérfræðingi svo er það bráðamótttakan, þar bíður fólk 5-6 klt eftir læknisskoðun oftar en ekki sárþjáð og í lífshættu. Ástandið er verra ef þú ert eldri borgari, þá má viðkomandi bara bíða, það gerist ekkert og reiði aðstandenda magnast með hverjum klukkutímanum sem líður. Höfundur hefur verið því miður stórnotandi þessarrar þjónustu síðustu 5 árin og séð og upplifað bæði gott en líka það hræðilega og sorglega þegar ástandið fer úr böndunum. Ástandið hefur versnað ár frá ári og versnar enn. Á bráðamóttöku LSH var tekið við greindu agút hjartatilfelli frá sjúkrabíl (læknavakt) nýlega, og viðkomandi settur á ganginn fyrir framan agút stofurnar. Ekki settur í mónitor, ekki mæld lífsmörk við komu en hjartalínurit og blóðprufa tekið 50 minútum síðar. Hinum megin á ganginum var tóm agút stofa með öllum nauðsynlegum tækjum. Eftir 2klt gekk sjúklingurinn út með þeim orðum að hann gæti allt eins drepist hjálparlaust heima hjá sér eins og gera það sama á bráðamóttökunni. Sama bráðamóttaka sendi annan bráðveikan sjúkling heim nýlega bara til að fá hann aftur í sjúkrabíl 2 dögum seinna enn veikari og að sögn lækna mátti ekki tæpara standa að viðkomandi missti líf sitt. Starfsfólk er upp til hópa ekkert nema yndisheitin og viljinn til betri verka er afar ríkur en þvi miður ekki getan, annaðhvort vegna „kerfisins“ eða slæmrar stjórnunnar. Svona sögur gerast oft á dag og fórnarlömbin eru orðin allt of mörg og á eftir að fjölga. Sjúklingur sem leitar á bráðamóttöku LSH er að leita eftir læknisþjónustu, greiningu og skýringu á vanlíðan eða hjálp við afleiðingar af slysi. Hann er ekki að leita að plássi, sérstöku legurými eða þægilegu rúmi. Á LSH þarf viðkomandi að komast í gegnum hurðina alræmdu á bráðamóttökunni til að fá viðtal við lækni, þangað til er hann fórnarlamb eigin þjáninga á biðstofunni. Læknar á bráðamóttöku LSH virðast bara geta skoðað sjúklinga á göngunum fyrir innan þessa hurð, hæfni þeirra og kunnátta nær ekki fram fyrir hurðina það er á biðstofuna þar sem nota bene nóg pláss. Einhver myndi halda að það mætti spara heilmikið stúss ef greining á alvarleika tilfellis færi fram við komu sjúklings og honum beint strax í réttan farveg. Þannig mætti ætla að u.þ.b 30% tilfella fengi strax tilvísun á Læknavaktina eða næstu heilsugæslustöð. Það sama gerist nefnilega á Læknavaktinni og heilsugæslustöðinni, agút tilfellum er vísað strax á bráðamóttökuna. Forstjóri LSH hefur nýverið hampað sjálfum sér fyrir rekstur LSH, hann sé réttum megin við núllið. Ef ofangreind lýsing á ástandi móttöku sjúklinga á LSH er tekin með í reikninginn ætti að vera ljóst að LSH ræður ekki lengur við þetta verkefni og hefur ekki í nokkurn tíma. Ríkið hefur margsannað að það er ekki hæft til að reka spítalaþjónustu á Íslandi og færi betur að bjóða þennan rekstur út til einkaaðila, þar sem einhver ber ábyrgð og metnaður er lagður í að veita sjúklingum sem besta þjónustu. Bráðadeildir mættu vera mun fleiri á landinu, t.d. mættu ábyggilega vera 3-5 á höfuðborgarsvæðinu. Ríkið verður að leigja/byggja húsnæði undir fráflæði spítalaþjónustunnar þannig að helmingur sjúkrarýma séu ekki upptekin við eftirmeðferð sem mætti fara fram við aðrar aðstæður. Einhverstaðar hljóta að vera til lausnir, einhverstaðar hlýtur að vera fólk með tilfinningar og ábyrgðakennd til að taka á þessum vanda strax. Við verðum að leita lausna á þessu ófremdarástandi, það sem hefur ekki virkað síðustu 30 árin mun heldur ekki virka næstu 30 ár. Í Englandi er greint á milli slysa og annarra tilfella og eru fórnarlömb slysa meðhöndluð á sérdeildum enda oftast um opin sár að ræða eða beinbrot þar sem um auðgreindari vandamál er að ræða og þurfa öll einhverskonar meðhöndlun þar sem sjúklingur getur i mörgum tilfellum farið heim í kjölfarið. Sérstakar Plástradeildir eru til staðar og líka Brotadeildir en eins og áður segir eru þetta yfirleitt afar auðgreinanleg tilfelli sem sjaldnast þurfa langa aðkomu læknis. Halló... er einhver einversstaðar með viti þarna uppi? Höfundur er hugbúnaðarsérfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru 90 sjúklingar í 32 legurýmum og það bíða 23 á biðstofunni sagði örmagna hjúkrunarfræðingur innt nýverið eftir löngum biðtíma í agút tilfellum (2-3 klt). Þetta er ekki ástandið á bráðamótttöku spítala á stríðssvæði, heldur lýsing á ástandinu á einu bráðamótttöku íslendinga það er bráðamótttöku LSH í Fossvogi. Einu sinni var heilbrigðiskerfið okkar með þeim fremstu í heimi en rís varla undir nafni lengur sem slíkt. 4-6 vikna biðtími eftir tíma á heilsugæslu, 4-6 mánaða bið eftir tíma hjá sérfræðingi svo er það bráðamótttakan, þar bíður fólk 5-6 klt eftir læknisskoðun oftar en ekki sárþjáð og í lífshættu. Ástandið er verra ef þú ert eldri borgari, þá má viðkomandi bara bíða, það gerist ekkert og reiði aðstandenda magnast með hverjum klukkutímanum sem líður. Höfundur hefur verið því miður stórnotandi þessarrar þjónustu síðustu 5 árin og séð og upplifað bæði gott en líka það hræðilega og sorglega þegar ástandið fer úr böndunum. Ástandið hefur versnað ár frá ári og versnar enn. Á bráðamóttöku LSH var tekið við greindu agút hjartatilfelli frá sjúkrabíl (læknavakt) nýlega, og viðkomandi settur á ganginn fyrir framan agút stofurnar. Ekki settur í mónitor, ekki mæld lífsmörk við komu en hjartalínurit og blóðprufa tekið 50 minútum síðar. Hinum megin á ganginum var tóm agút stofa með öllum nauðsynlegum tækjum. Eftir 2klt gekk sjúklingurinn út með þeim orðum að hann gæti allt eins drepist hjálparlaust heima hjá sér eins og gera það sama á bráðamóttökunni. Sama bráðamóttaka sendi annan bráðveikan sjúkling heim nýlega bara til að fá hann aftur í sjúkrabíl 2 dögum seinna enn veikari og að sögn lækna mátti ekki tæpara standa að viðkomandi missti líf sitt. Starfsfólk er upp til hópa ekkert nema yndisheitin og viljinn til betri verka er afar ríkur en þvi miður ekki getan, annaðhvort vegna „kerfisins“ eða slæmrar stjórnunnar. Svona sögur gerast oft á dag og fórnarlömbin eru orðin allt of mörg og á eftir að fjölga. Sjúklingur sem leitar á bráðamóttöku LSH er að leita eftir læknisþjónustu, greiningu og skýringu á vanlíðan eða hjálp við afleiðingar af slysi. Hann er ekki að leita að plássi, sérstöku legurými eða þægilegu rúmi. Á LSH þarf viðkomandi að komast í gegnum hurðina alræmdu á bráðamóttökunni til að fá viðtal við lækni, þangað til er hann fórnarlamb eigin þjáninga á biðstofunni. Læknar á bráðamóttöku LSH virðast bara geta skoðað sjúklinga á göngunum fyrir innan þessa hurð, hæfni þeirra og kunnátta nær ekki fram fyrir hurðina það er á biðstofuna þar sem nota bene nóg pláss. Einhver myndi halda að það mætti spara heilmikið stúss ef greining á alvarleika tilfellis færi fram við komu sjúklings og honum beint strax í réttan farveg. Þannig mætti ætla að u.þ.b 30% tilfella fengi strax tilvísun á Læknavaktina eða næstu heilsugæslustöð. Það sama gerist nefnilega á Læknavaktinni og heilsugæslustöðinni, agút tilfellum er vísað strax á bráðamóttökuna. Forstjóri LSH hefur nýverið hampað sjálfum sér fyrir rekstur LSH, hann sé réttum megin við núllið. Ef ofangreind lýsing á ástandi móttöku sjúklinga á LSH er tekin með í reikninginn ætti að vera ljóst að LSH ræður ekki lengur við þetta verkefni og hefur ekki í nokkurn tíma. Ríkið hefur margsannað að það er ekki hæft til að reka spítalaþjónustu á Íslandi og færi betur að bjóða þennan rekstur út til einkaaðila, þar sem einhver ber ábyrgð og metnaður er lagður í að veita sjúklingum sem besta þjónustu. Bráðadeildir mættu vera mun fleiri á landinu, t.d. mættu ábyggilega vera 3-5 á höfuðborgarsvæðinu. Ríkið verður að leigja/byggja húsnæði undir fráflæði spítalaþjónustunnar þannig að helmingur sjúkrarýma séu ekki upptekin við eftirmeðferð sem mætti fara fram við aðrar aðstæður. Einhverstaðar hljóta að vera til lausnir, einhverstaðar hlýtur að vera fólk með tilfinningar og ábyrgðakennd til að taka á þessum vanda strax. Við verðum að leita lausna á þessu ófremdarástandi, það sem hefur ekki virkað síðustu 30 árin mun heldur ekki virka næstu 30 ár. Í Englandi er greint á milli slysa og annarra tilfella og eru fórnarlömb slysa meðhöndluð á sérdeildum enda oftast um opin sár að ræða eða beinbrot þar sem um auðgreindari vandamál er að ræða og þurfa öll einhverskonar meðhöndlun þar sem sjúklingur getur i mörgum tilfellum farið heim í kjölfarið. Sérstakar Plástradeildir eru til staðar og líka Brotadeildir en eins og áður segir eru þetta yfirleitt afar auðgreinanleg tilfelli sem sjaldnast þurfa langa aðkomu læknis. Halló... er einhver einversstaðar með viti þarna uppi? Höfundur er hugbúnaðarsérfræðingur.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun