Grímulaus sérhagsmunagæsla Andrés Magnússon skrifar 25. mars 2024 10:30 Alþingi afgreiddi með miklum hraði breytingar á búvörulögum í liðinni viku. Innan við sólarhringur leið frá því að nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar lá fyrir þar til frumvarpið var orðið að lögum. Allt frá því að fyrstu drög að frumvarpi í þessa veru birtust á samráðsgátt stjórnvalda, hafa Neytendasamtökin, hagsmunaðilar í atvinnulífinu og Samkeppniseftirlitið varað mjög við efni þess. Sú mikla andstaða sem þar birtist virtist um hríð hafa náð að stöðva upphafleg áform og síðar hafa stuðlað að jákvæðum breytingum þó enn mætti málið bæta. Vonir manna brugðust endanlega með afgreiðslu málsins á leifturhraða í gegn um þingið. Raunar var um algerlega nýtt frumvarp að ræða þar sem öllum efnisatriðum fyrra frumvarps var breytt í meðförum þingnefndarinnar en fyrstu drög þess lögfest. Eina grein frumvarpsins sem stóð óbreytt segir til um hvenær það á að taka gildi. Engu að síður og þrátt fyrir hvatningu víðs vegar að, hunsaði atvinnuveganefnd Alþingis allar óskir um að nefndin tæki málið aftur fyrir. Hin nýsamþykktu lög heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers konar samráð, þeim verður heimilað að sameinast án takmarkana og þær hafa frjálsar hendur um verðlagningu afurða, til bænda og til verslunarinnar og þar með hafa veruleg áhrif á verð til neytenda. Til að bæta gráu ofan á svart taka allar þessar heimildir til kjötafurðastöðva í öllum búgreinum, en eins og margir vita er staða afurðastöðva mjög mismunandi eftir því hvaða búgreinum þær sinna. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að umræddar heimildir næðu eingöngu til afurðastöðva sem væru í meirihlutaeigu bænda. Hefur enda verið litið svo á að á bændur halli í ýmsu tilliti í samningaviðræðum við sína viðsemjendur, þ. á m. afurðastöðvar. Afl bænda sé takmarkað, þeir séu nokkuð sundraðir og standi því höllum fæti. Lögin veita á hinn bóginn afurðastöðvunum þær heimildir og það afl sem upphaflega stóð til að fá bændum. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um málið var bent með afgerandi hætti á þær afleiðingar sem samþykkt frumvarpsins mun a.ö.l. hafa þegar varnir sem samkeppnislög tryggja bændum og neytendum eru felldar niður. Á varnaðarorðin var ekki hlustað því niðurstaðan varð sú að með nýju lögunum voru veittar undanþágur frá samkeppnislögum sem eru ekki aðeins mun umfangsmeiri en þekkist nokkurs staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við heldur einnig víðtækari en þekkist í mjólkuriðnaði. Undirritaður hefur í um nær fjörutíu ára skeið unnið að hagsmungæslu fyrir íslenskt atvinnulíf og man fá ef nokkur dæmi þess að pólitísku valdi hafi verið beitt jafn grímulaust í þágu þröngra sérhagsmuna og í þessu máli. Eftir sitja bændur, neytendur og ekki síst íslensk verslun í vonlausri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum sem komin eru í einokunarstöðu. Afleiðingar slíkrar stöðu ættu allir að þekkja, ekki síst þeir sem aðhyllast frjálslyndar skoðanir í stjórnmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Alþingi Landbúnaður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Sjá meira
Alþingi afgreiddi með miklum hraði breytingar á búvörulögum í liðinni viku. Innan við sólarhringur leið frá því að nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar lá fyrir þar til frumvarpið var orðið að lögum. Allt frá því að fyrstu drög að frumvarpi í þessa veru birtust á samráðsgátt stjórnvalda, hafa Neytendasamtökin, hagsmunaðilar í atvinnulífinu og Samkeppniseftirlitið varað mjög við efni þess. Sú mikla andstaða sem þar birtist virtist um hríð hafa náð að stöðva upphafleg áform og síðar hafa stuðlað að jákvæðum breytingum þó enn mætti málið bæta. Vonir manna brugðust endanlega með afgreiðslu málsins á leifturhraða í gegn um þingið. Raunar var um algerlega nýtt frumvarp að ræða þar sem öllum efnisatriðum fyrra frumvarps var breytt í meðförum þingnefndarinnar en fyrstu drög þess lögfest. Eina grein frumvarpsins sem stóð óbreytt segir til um hvenær það á að taka gildi. Engu að síður og þrátt fyrir hvatningu víðs vegar að, hunsaði atvinnuveganefnd Alþingis allar óskir um að nefndin tæki málið aftur fyrir. Hin nýsamþykktu lög heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers konar samráð, þeim verður heimilað að sameinast án takmarkana og þær hafa frjálsar hendur um verðlagningu afurða, til bænda og til verslunarinnar og þar með hafa veruleg áhrif á verð til neytenda. Til að bæta gráu ofan á svart taka allar þessar heimildir til kjötafurðastöðva í öllum búgreinum, en eins og margir vita er staða afurðastöðva mjög mismunandi eftir því hvaða búgreinum þær sinna. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að umræddar heimildir næðu eingöngu til afurðastöðva sem væru í meirihlutaeigu bænda. Hefur enda verið litið svo á að á bændur halli í ýmsu tilliti í samningaviðræðum við sína viðsemjendur, þ. á m. afurðastöðvar. Afl bænda sé takmarkað, þeir séu nokkuð sundraðir og standi því höllum fæti. Lögin veita á hinn bóginn afurðastöðvunum þær heimildir og það afl sem upphaflega stóð til að fá bændum. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um málið var bent með afgerandi hætti á þær afleiðingar sem samþykkt frumvarpsins mun a.ö.l. hafa þegar varnir sem samkeppnislög tryggja bændum og neytendum eru felldar niður. Á varnaðarorðin var ekki hlustað því niðurstaðan varð sú að með nýju lögunum voru veittar undanþágur frá samkeppnislögum sem eru ekki aðeins mun umfangsmeiri en þekkist nokkurs staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við heldur einnig víðtækari en þekkist í mjólkuriðnaði. Undirritaður hefur í um nær fjörutíu ára skeið unnið að hagsmungæslu fyrir íslenskt atvinnulíf og man fá ef nokkur dæmi þess að pólitísku valdi hafi verið beitt jafn grímulaust í þágu þröngra sérhagsmuna og í þessu máli. Eftir sitja bændur, neytendur og ekki síst íslensk verslun í vonlausri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum sem komin eru í einokunarstöðu. Afleiðingar slíkrar stöðu ættu allir að þekkja, ekki síst þeir sem aðhyllast frjálslyndar skoðanir í stjórnmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun