Ekkja leiðtoga ISIS leysir frá skjóðunni Jón Þór Stefánsson skrifar 10. júní 2024 14:13 Eiginkona Abu Bakr al-Baghdadi, sem var svokallaður kalífi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, segist hafa fordæmt gjörðir eiginmanns síns. Getty Umm Hudaifa, ekkja Abu Bakr al-Baghdadi fyrrverandi stjórnanda hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, hefur tjáð sig um hjónaband þeirra, eiginmanninn og gjörðir þeirra í viðtali við BBC. Hudaifa situr nú í fangelsi í Írak á meðan stjórnvöld þar í landi rannsaka meinta glæpi hennar. Hún gengst við því að eiginmaður hennar hafi verið glæpamaður en sjálf segist hún saklaus. BBC hefur eftir þolendum Íslamska ríkisins að það sé ekki satt. Hudaifa fæddist árið 1976 og hún ólst upp í íhaldssamri írakskri fjölskyldu. Hún giftist Ibrahim Awad al-Badri árið 1999, en hann átti eftir að verða þekktur undir dulnefninu Abu Bakr al-Baghdadi þegar hann var svokallaður kalífi Íslamska ríkisins frá júnímánuði 2014 til dauðadags í október 2019. Al-Baghdadi var ekki öfgamaður fyrstu ár hjónabands þeirra að sögn Hudaifa. Hún segir hann hafa verið „trúrækinn en ekki ofstækismann, og íhaldssaman en með opin huga.“ Telur hann hafa sætt kynferðislegri misnotkun Árið 2004, ári eftir innrás Bandaríkjanna í Írak, var al-Baghdadi tekinn fastur af Bandaríkjamönnum. Hann var í haldi í Camp Bucca-fangelsinu í um það bil ár, en þar dvaldi hann ásamt öðrum mönnum sem áttu margir hverjir eftir að verða leiðtogar í Íslamska ríkinu og öðrum öfgahópum. Að sögn Hudaifa varð al-Baghdadi skapstór og uppstökkur eftir fangelsisvistina. Hún vill meina að vistin hafi gert hann öfgakenndari, en BBC hefur eftir öðrum að hann hafi verið viðloðinn al-Qaeda áður en Bandaríkjamenn tóku hann fastan. „Hann byrjaði að finna fyrir geðrænum vandamálum,“ segir hún um tíma hans í Camp Bucca. „Hann upplifði hluti sem þú gætir ekki ímyndað þér.“ Hudaifa telur að í fangelsinu hafi al-Baghdadi þurft að þola pyntingar af kynferðislegum toga. Hann hafi þó aldrei haldið slíku fram. Þess má geta að Bandaríkjamenn gerðust sekir um að pynta og brjóta kynferðislega á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. BBC segist hafa sent fyrirspurnir á bandarísk stjórnvöld vegna þessara ásakana Hudaifa, en miðlinum hafi ekki borist svör. Segir Hudaifa ekki alsaklausa Undir stjórn Abu Bakr al-Baghdadi framdi Íslamska ríkið þjóðarmorð á Yazidi-ættbálknum. Umm Hudaifa situr nú í fangelsi í Bagdad á meðan stjórnvöld rannsaka meinta glæpi hennar, en hún er sökuð um hlutdeild í kynlífsmansali ISIS á konum og stúlkum. Líkt og áður segir neitar hún sök. Þá segist hún hafa reynt að flýja frá yfirráðasvæði Íslamska ríkisins en verið stöðvuð. „Þeir fóru yfir strik mennskunnar,“ segir Hudaifa sem vill meina að hún skammist sín vegna ofbeldisins í garð Yazidi-ættbálksins. Þá segist hún hafa gengið á og spurt eiginmanninn, al-Baghdadi, út í dráp á saklausu fólki. Hún hafi sagt hann vera með blóð þeirra á höndum sér og bent honum á að samkvæmt Íslömskum lögum væri hægt að leita annara leiða. Hamid Yazidi ber henni ekki vel söguna, en tveimur eiginkonum og 26 börnum hans, sem og tveimur bræðrum hans og fjölskyldum þeirra var rænt af Íslamska ríkinu. Hann vill meina að Hudaifa hafi átt lykilþátt í ódæðinu. Hann og frænka hans, Soad, höfða nú einkamál gegn Hudaifa vegna þessa. „Hún ber ábyrgð á þessu öllu saman,“ er haft eftir Soad sem segir Hudaifa hafa handvalið stúlkur handa hinum og þessum ISIS-liðanum. Hryðjuverkastarfsemi Írak Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Sjá meira
Hún gengst við því að eiginmaður hennar hafi verið glæpamaður en sjálf segist hún saklaus. BBC hefur eftir þolendum Íslamska ríkisins að það sé ekki satt. Hudaifa fæddist árið 1976 og hún ólst upp í íhaldssamri írakskri fjölskyldu. Hún giftist Ibrahim Awad al-Badri árið 1999, en hann átti eftir að verða þekktur undir dulnefninu Abu Bakr al-Baghdadi þegar hann var svokallaður kalífi Íslamska ríkisins frá júnímánuði 2014 til dauðadags í október 2019. Al-Baghdadi var ekki öfgamaður fyrstu ár hjónabands þeirra að sögn Hudaifa. Hún segir hann hafa verið „trúrækinn en ekki ofstækismann, og íhaldssaman en með opin huga.“ Telur hann hafa sætt kynferðislegri misnotkun Árið 2004, ári eftir innrás Bandaríkjanna í Írak, var al-Baghdadi tekinn fastur af Bandaríkjamönnum. Hann var í haldi í Camp Bucca-fangelsinu í um það bil ár, en þar dvaldi hann ásamt öðrum mönnum sem áttu margir hverjir eftir að verða leiðtogar í Íslamska ríkinu og öðrum öfgahópum. Að sögn Hudaifa varð al-Baghdadi skapstór og uppstökkur eftir fangelsisvistina. Hún vill meina að vistin hafi gert hann öfgakenndari, en BBC hefur eftir öðrum að hann hafi verið viðloðinn al-Qaeda áður en Bandaríkjamenn tóku hann fastan. „Hann byrjaði að finna fyrir geðrænum vandamálum,“ segir hún um tíma hans í Camp Bucca. „Hann upplifði hluti sem þú gætir ekki ímyndað þér.“ Hudaifa telur að í fangelsinu hafi al-Baghdadi þurft að þola pyntingar af kynferðislegum toga. Hann hafi þó aldrei haldið slíku fram. Þess má geta að Bandaríkjamenn gerðust sekir um að pynta og brjóta kynferðislega á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. BBC segist hafa sent fyrirspurnir á bandarísk stjórnvöld vegna þessara ásakana Hudaifa, en miðlinum hafi ekki borist svör. Segir Hudaifa ekki alsaklausa Undir stjórn Abu Bakr al-Baghdadi framdi Íslamska ríkið þjóðarmorð á Yazidi-ættbálknum. Umm Hudaifa situr nú í fangelsi í Bagdad á meðan stjórnvöld rannsaka meinta glæpi hennar, en hún er sökuð um hlutdeild í kynlífsmansali ISIS á konum og stúlkum. Líkt og áður segir neitar hún sök. Þá segist hún hafa reynt að flýja frá yfirráðasvæði Íslamska ríkisins en verið stöðvuð. „Þeir fóru yfir strik mennskunnar,“ segir Hudaifa sem vill meina að hún skammist sín vegna ofbeldisins í garð Yazidi-ættbálksins. Þá segist hún hafa gengið á og spurt eiginmanninn, al-Baghdadi, út í dráp á saklausu fólki. Hún hafi sagt hann vera með blóð þeirra á höndum sér og bent honum á að samkvæmt Íslömskum lögum væri hægt að leita annara leiða. Hamid Yazidi ber henni ekki vel söguna, en tveimur eiginkonum og 26 börnum hans, sem og tveimur bræðrum hans og fjölskyldum þeirra var rænt af Íslamska ríkinu. Hann vill meina að Hudaifa hafi átt lykilþátt í ódæðinu. Hann og frænka hans, Soad, höfða nú einkamál gegn Hudaifa vegna þessa. „Hún ber ábyrgð á þessu öllu saman,“ er haft eftir Soad sem segir Hudaifa hafa handvalið stúlkur handa hinum og þessum ISIS-liðanum.
Hryðjuverkastarfsemi Írak Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Sjá meira