Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Árni Sæberg skrifar 18. júní 2024 07:26 Palestínumenn greftraðir í fjöldagröf þann 26. desember síðastliðinn. AP Photo/Fatima Shbair Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. Þetta sýnir rannsókn AP-fréttaveitunnar, sem unnin var í samstarfi við vopnasérfræðinga og lögfræðinga. Rannsóknin byggir á greiningu á tíu loftárásum Ísreaelshers í október, nóvember og desember síðasta árs, sem felldu rúmlega fimm hundruð manns. Þá er rannsóknin að hluta byggð á gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem lýtur stjórn Hamas-samtakanna. Minnst sextíu fjölskyldur hafa misst 25 eða fleiri Rannsókn AP leiddi í ljós að minnst sextíu stórfjölskyldur á Gasa misstu meira en 25 fjölskyldumeðlimi í loftárásum á fyrstu þremur mánuðum stríðsins. AP hefur eftir Rashid Khalidi, palestínsk-bandarískum sagnfræðingi að stríðið nú sé orðið það mannskæðasta í nútímasögu Palestínu, mannskæðara en stríðið árið 1948, sem kallað er „Nakbah“ eða „hörmungarnar“. Frændur og frænkur eins og hráviði á gólfinu Í frétt AP um rannsóknina eru sögur sex stórfjölskyldna sem hafa farið illa út úr stríðinu raktar. Þar segir meðal annars frá Salem-fjölskyldunni, sem sögð er hafa misst 173 fjölskyldumeðlimi í tveimur árásum Ísraelshers. Þeirra á meðal fjölda barna, ólétta konu og 87 ára ættföðurinn. Þann 11. desember hafi loftárás hæft þyrpingu heimila í eigu fjölskyldunnar. Eitt hús hafi gjöreyðilagst og fjöldi skemmst. Minnst áttatíu hafi verið drepnir. Sjö dögum seinna hafi loftárás verið gerð á einbýlishús í Rimal, þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu leitað skjóls eftir fyrri loftárásina. Þá hafi minnst níutíu látið lífið. „Ég sá lík frænda minna og frænka eins og hráviði á gólfinu. Við þurftum að nota skilríki þeirra til að bera kennsl á þau, þau voru bara hrúgur af holdi,“ er haft eftir Mohamed Salem, sem lifði síðari árásina af. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Netanjahú leysir stríðsráðið upp Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur ákveðið að leysa upp sex manna stríðsráð ríkisins. Ákvörðunin kemur skömmu eftir uppsögn Benny Gantz, pólitísks andstæðings Netanjahú, úr þjóðstjórninni. 17. júní 2024 09:43 Netanyahu vill ekki gera hlé á hernaði Benjamin Natanyahu forsætisráðherra Ísraels er ósáttur með ákvörðun ísraelska hersins um að gera daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbraut á Gasa til að hleypa neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 16:16 Hyggjast gera dagleg hlé á árásum til að auka við neyðaraðstoð Ísraelsher hefur tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 10:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Þetta sýnir rannsókn AP-fréttaveitunnar, sem unnin var í samstarfi við vopnasérfræðinga og lögfræðinga. Rannsóknin byggir á greiningu á tíu loftárásum Ísreaelshers í október, nóvember og desember síðasta árs, sem felldu rúmlega fimm hundruð manns. Þá er rannsóknin að hluta byggð á gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem lýtur stjórn Hamas-samtakanna. Minnst sextíu fjölskyldur hafa misst 25 eða fleiri Rannsókn AP leiddi í ljós að minnst sextíu stórfjölskyldur á Gasa misstu meira en 25 fjölskyldumeðlimi í loftárásum á fyrstu þremur mánuðum stríðsins. AP hefur eftir Rashid Khalidi, palestínsk-bandarískum sagnfræðingi að stríðið nú sé orðið það mannskæðasta í nútímasögu Palestínu, mannskæðara en stríðið árið 1948, sem kallað er „Nakbah“ eða „hörmungarnar“. Frændur og frænkur eins og hráviði á gólfinu Í frétt AP um rannsóknina eru sögur sex stórfjölskyldna sem hafa farið illa út úr stríðinu raktar. Þar segir meðal annars frá Salem-fjölskyldunni, sem sögð er hafa misst 173 fjölskyldumeðlimi í tveimur árásum Ísraelshers. Þeirra á meðal fjölda barna, ólétta konu og 87 ára ættföðurinn. Þann 11. desember hafi loftárás hæft þyrpingu heimila í eigu fjölskyldunnar. Eitt hús hafi gjöreyðilagst og fjöldi skemmst. Minnst áttatíu hafi verið drepnir. Sjö dögum seinna hafi loftárás verið gerð á einbýlishús í Rimal, þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu leitað skjóls eftir fyrri loftárásina. Þá hafi minnst níutíu látið lífið. „Ég sá lík frænda minna og frænka eins og hráviði á gólfinu. Við þurftum að nota skilríki þeirra til að bera kennsl á þau, þau voru bara hrúgur af holdi,“ er haft eftir Mohamed Salem, sem lifði síðari árásina af.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Netanjahú leysir stríðsráðið upp Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur ákveðið að leysa upp sex manna stríðsráð ríkisins. Ákvörðunin kemur skömmu eftir uppsögn Benny Gantz, pólitísks andstæðings Netanjahú, úr þjóðstjórninni. 17. júní 2024 09:43 Netanyahu vill ekki gera hlé á hernaði Benjamin Natanyahu forsætisráðherra Ísraels er ósáttur með ákvörðun ísraelska hersins um að gera daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbraut á Gasa til að hleypa neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 16:16 Hyggjast gera dagleg hlé á árásum til að auka við neyðaraðstoð Ísraelsher hefur tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 10:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Netanjahú leysir stríðsráðið upp Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur ákveðið að leysa upp sex manna stríðsráð ríkisins. Ákvörðunin kemur skömmu eftir uppsögn Benny Gantz, pólitísks andstæðings Netanjahú, úr þjóðstjórninni. 17. júní 2024 09:43
Netanyahu vill ekki gera hlé á hernaði Benjamin Natanyahu forsætisráðherra Ísraels er ósáttur með ákvörðun ísraelska hersins um að gera daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbraut á Gasa til að hleypa neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 16:16
Hyggjast gera dagleg hlé á árásum til að auka við neyðaraðstoð Ísraelsher hefur tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 10:00