Hvetja vestræna borgara til að koma sér frá Líbanon Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2024 07:45 Árásir Ísraela á Gasa héldu áfram í nótt. Fjórir féllu þegar Ísraelar vörpuðu sprengjum á tjaldbúðir í Deir al Balah. Þá stakk Palestínumaður tvo eldri borgara til bana í árás í Tel Aviv. AP/Abdel Kareem Hana Bandarísk og fleiri vestræn stjórnvöld hafa gefið út viðvaranir til ríkisborgara sinna um að koma sér hið snarasta frá Líbanon af ótta við að stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs dreifist út. Spenna á milli Ísraels annars vegar og Íran og Líbanon hins vegar stigmagnast. Stjórnvöld í Teheran hafa hótað grimmilegum hefndum eftir að Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, var felldur þar á miðvikudag. Ísraelar hafa ekki gengist við drápinu en Íranir kenna þeim um það. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrr felldu Ísraelar Fuad Shukr, einn leiðtoga líbönsku Hezbollah-sveitanna í Beirút. Breska ríkisútvarpið BBC segir að líklegt sé talið að Hezbollah, sem er stutt af Írönum, gæti leikið lykilhlutverk í hefndaraðgerðunum sem aftur gæti kallað á harkaleg viðbrögð Ísraela. Vígamenn Hezbollah skutu eldflaugum á bæ í norðanverðu Ísrael í nótt en svo virðist sem að loftvarnarkerfi Ísraela hafi stöðvað þær. Senda liðsauka til svæðisins Nú vilja ýmis vestræn ríki að borgarar þeirra hafi sig á brott frá Líbanon áður en allt fer í bál og brand. Auk Bandaríkjastjórnar hafa stjórnvöld í Svíþjóð, Frakklandi, Kanada og Jórdaníu hvatt borgarar sína til að yfirgefa landið. Í viðvörun Bandaríkjastjórnar segir að þeir sem fari ekki frá Líbanon ættu að gera ráðstafanir til þess að halda kyrru fyrir um hríð. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að ástandið á svæðinu gæti versnað hratt. Bretar ætla að senda liðsaauka til þess að hjálpa til við brottflutning fólks frá Líbanon en stjórnvöld hvetja borgara sína til þess að koma sér burt á meðan áætlunarflugferðir eru enn í boði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að það ætlaði að senda fleiri herskip og orrustuþotur til þess að hjálpa til við að verja Ísrael fyrir árásum Írana og bandamanna þeirra. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Stjórnvöld í Teheran hafa hótað grimmilegum hefndum eftir að Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, var felldur þar á miðvikudag. Ísraelar hafa ekki gengist við drápinu en Íranir kenna þeim um það. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrr felldu Ísraelar Fuad Shukr, einn leiðtoga líbönsku Hezbollah-sveitanna í Beirút. Breska ríkisútvarpið BBC segir að líklegt sé talið að Hezbollah, sem er stutt af Írönum, gæti leikið lykilhlutverk í hefndaraðgerðunum sem aftur gæti kallað á harkaleg viðbrögð Ísraela. Vígamenn Hezbollah skutu eldflaugum á bæ í norðanverðu Ísrael í nótt en svo virðist sem að loftvarnarkerfi Ísraela hafi stöðvað þær. Senda liðsauka til svæðisins Nú vilja ýmis vestræn ríki að borgarar þeirra hafi sig á brott frá Líbanon áður en allt fer í bál og brand. Auk Bandaríkjastjórnar hafa stjórnvöld í Svíþjóð, Frakklandi, Kanada og Jórdaníu hvatt borgarar sína til að yfirgefa landið. Í viðvörun Bandaríkjastjórnar segir að þeir sem fari ekki frá Líbanon ættu að gera ráðstafanir til þess að halda kyrru fyrir um hríð. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að ástandið á svæðinu gæti versnað hratt. Bretar ætla að senda liðsaauka til þess að hjálpa til við brottflutning fólks frá Líbanon en stjórnvöld hvetja borgara sína til þess að koma sér burt á meðan áætlunarflugferðir eru enn í boði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að það ætlaði að senda fleiri herskip og orrustuþotur til þess að hjálpa til við að verja Ísrael fyrir árásum Írana og bandamanna þeirra.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59