Kvenfrelsi og umönnunarhagkerfið Björg Sveinsdóttir skrifar 8. ágúst 2024 15:02 Árið 1979 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn var ekki í boði að fá leikskólapláss þar sem ég var gift kona, nema ef eiginmaðurinn færi í nám og ég yrði fyrirvinna heimilisins. Fyrir vikið var ég heima í um 8 ár þar sem eiginmaðurinn var á sjó. Það gerir um 20% af meðal starfsæfi (sem í ESB-ríkjum er nálægt því að vera 40 ár) Það er því hlutskipti margra kvenna á mínum aldri að eiga lægri lífeyrisréttindi en makinn. Mér er þetta hugleikið þegar ungar mæður velja að vera heimavinnandi. Margt hefur áunnist til að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu-og atvinnulíf, t.d. rétturinn til launaðs fæðingarorlofs í 6 mánuði hvort, rétturinn til ólaunaðs foreldraorlofs, sem býðst í allt að 4 mánuði fyrir hvort foreldri til 8 ára aldurs barns, orlofsréttur, og rétturinn til launa í fjarvistum vegna veikinda barna undir 13 ára sem er 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Jafnvel þar sem allir fjölskyldumeðlimir eru við góða heilsu duga þessi réttindi þó skammt, þar sem skólafrísdagar vegna sumarfría og starfsdagar eru fleiri en orlofsdagar. Í Svíþjóð geta nú foreldrar framselt allt að þremur mánuðum til afa og ömmu á fysta ári barnsins. Ef til vill mætti vinna þá hugmynd áfram til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sem sveitarfélög virðast ekki hafa getu til að brúa, eða lengja fæðingarorlof í 12 mánuði fyrir hvort foreldri. Nokkur stór sveitafélög hafa nýverið breytt leikskólastarfi í grunnatriðum þannig að kostar meira en áður að vera með barn á leikskóla fullan dag. Það er þvi aukið hlutverk aðstandenda að sækja og skutla og hafa ungviðið í fríum að hluta, en ekki allir eiga ömmur og afa á svæðinu, auk þess sem margar ömmur og afar eru að vinna í krefjandi vinnu og jafnvel yfirvinnu. Þeim foreldrum sem ekki geta sótt börnin fyrir lok vinnudags eða eiga ekki nákomna til að sinna því hlutverki finnst að sér vegið. Bæði að verið sé að koma inn samviskubiti yfir þeim tíma sem barnið er umfram 6 klst. og bitnar fjárhagslega á þeim sem hafa minnstansveigjanleika í vinnu og lítið eða ekkert bakland. Útvíkka mætti réttindi afa og ömmu til fjarvista vegna veikinda barnabarna eða einfaldlega eins og víða er að rétturinn nái almennt til launþega vegna fjarvista til umönnunar vegna veikinda nákomins t.d. maka, uppkomins barns, eða aldraðra foreldra? Í nýrri stefnu Sameinuðu þjóðanna um umönnunarkerfi segir: Umönnunarstörf, sem eru að mestu unnin af konum og eru annað hvort ólaunuð eða láglaunastörf, eru áfram óformleg og ósýnileg. Þrátt fyrir ótvírætt gildi þeirra fyrir byggðir, samfélög og fjölskyldur eru ólaunuð umönnunarstörf undanskilin hagfræðilegum útreikningum og enda þannig með því að viðhalda ójöfnuði. Nú þegar öldruðum fjölgar, elliheimili eru ekki lengur til í þeirri mynd sem þau voru, dvarlarheimilisrými af skornum skammti og langur biðtími á hjúkrunarheimili sýna tölur Eurostat að skipting umönnunarbyrðar vegna ættingja á Íslandi árið 2018 fyrir 55-64 ára var 20% karlar og 26% konur og hæst á Íslandi af Evrópulöndum. Óformlegir umönnunaraðilar eldra fólks eru iðulega ættingjar þess hér á landi, oftar en ekki maki eða dóttir. Í nýlegri frétt kom fram að TR er að undirbúa rannsókn á ástæðum þess að í aldurshópnum 63 – 66 ára eru 25% kvenna á Íslandi á öroku. Er hugsanlegt að þetta tengist? Sameinuðu þjóðirnar hafa vakið athygli á að óformleg ummönnun ættingja hvíli meira á herðum kvenna en karla í heiminum, og fyrirséð að sú ólaunaða vinna aukist með hækkandi lífaldri. Mælt er með að komið sé upp kerfum sem heimili fjarvistir frá vinnu vegna umönnunar nákominna um tiltekið tímabil, sérstaklega til að koma í veg fyrir að konur detti út af vinnumarkaði vegna bugunar og fundnar leiðir til að að koma til móts við óformlega umönnunaraðila til að minnka einangrun og auka upplýsingagjöf um leiðir til að fá aðstoð. Höfundur er félagi í Vinstri grænum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Leikskólar Skóla- og menntamál Lífeyrissjóðir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Árið 1979 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn var ekki í boði að fá leikskólapláss þar sem ég var gift kona, nema ef eiginmaðurinn færi í nám og ég yrði fyrirvinna heimilisins. Fyrir vikið var ég heima í um 8 ár þar sem eiginmaðurinn var á sjó. Það gerir um 20% af meðal starfsæfi (sem í ESB-ríkjum er nálægt því að vera 40 ár) Það er því hlutskipti margra kvenna á mínum aldri að eiga lægri lífeyrisréttindi en makinn. Mér er þetta hugleikið þegar ungar mæður velja að vera heimavinnandi. Margt hefur áunnist til að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu-og atvinnulíf, t.d. rétturinn til launaðs fæðingarorlofs í 6 mánuði hvort, rétturinn til ólaunaðs foreldraorlofs, sem býðst í allt að 4 mánuði fyrir hvort foreldri til 8 ára aldurs barns, orlofsréttur, og rétturinn til launa í fjarvistum vegna veikinda barna undir 13 ára sem er 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Jafnvel þar sem allir fjölskyldumeðlimir eru við góða heilsu duga þessi réttindi þó skammt, þar sem skólafrísdagar vegna sumarfría og starfsdagar eru fleiri en orlofsdagar. Í Svíþjóð geta nú foreldrar framselt allt að þremur mánuðum til afa og ömmu á fysta ári barnsins. Ef til vill mætti vinna þá hugmynd áfram til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sem sveitarfélög virðast ekki hafa getu til að brúa, eða lengja fæðingarorlof í 12 mánuði fyrir hvort foreldri. Nokkur stór sveitafélög hafa nýverið breytt leikskólastarfi í grunnatriðum þannig að kostar meira en áður að vera með barn á leikskóla fullan dag. Það er þvi aukið hlutverk aðstandenda að sækja og skutla og hafa ungviðið í fríum að hluta, en ekki allir eiga ömmur og afa á svæðinu, auk þess sem margar ömmur og afar eru að vinna í krefjandi vinnu og jafnvel yfirvinnu. Þeim foreldrum sem ekki geta sótt börnin fyrir lok vinnudags eða eiga ekki nákomna til að sinna því hlutverki finnst að sér vegið. Bæði að verið sé að koma inn samviskubiti yfir þeim tíma sem barnið er umfram 6 klst. og bitnar fjárhagslega á þeim sem hafa minnstansveigjanleika í vinnu og lítið eða ekkert bakland. Útvíkka mætti réttindi afa og ömmu til fjarvista vegna veikinda barnabarna eða einfaldlega eins og víða er að rétturinn nái almennt til launþega vegna fjarvista til umönnunar vegna veikinda nákomins t.d. maka, uppkomins barns, eða aldraðra foreldra? Í nýrri stefnu Sameinuðu þjóðanna um umönnunarkerfi segir: Umönnunarstörf, sem eru að mestu unnin af konum og eru annað hvort ólaunuð eða láglaunastörf, eru áfram óformleg og ósýnileg. Þrátt fyrir ótvírætt gildi þeirra fyrir byggðir, samfélög og fjölskyldur eru ólaunuð umönnunarstörf undanskilin hagfræðilegum útreikningum og enda þannig með því að viðhalda ójöfnuði. Nú þegar öldruðum fjölgar, elliheimili eru ekki lengur til í þeirri mynd sem þau voru, dvarlarheimilisrými af skornum skammti og langur biðtími á hjúkrunarheimili sýna tölur Eurostat að skipting umönnunarbyrðar vegna ættingja á Íslandi árið 2018 fyrir 55-64 ára var 20% karlar og 26% konur og hæst á Íslandi af Evrópulöndum. Óformlegir umönnunaraðilar eldra fólks eru iðulega ættingjar þess hér á landi, oftar en ekki maki eða dóttir. Í nýlegri frétt kom fram að TR er að undirbúa rannsókn á ástæðum þess að í aldurshópnum 63 – 66 ára eru 25% kvenna á Íslandi á öroku. Er hugsanlegt að þetta tengist? Sameinuðu þjóðirnar hafa vakið athygli á að óformleg ummönnun ættingja hvíli meira á herðum kvenna en karla í heiminum, og fyrirséð að sú ólaunaða vinna aukist með hækkandi lífaldri. Mælt er með að komið sé upp kerfum sem heimili fjarvistir frá vinnu vegna umönnunar nákominna um tiltekið tímabil, sérstaklega til að koma í veg fyrir að konur detti út af vinnumarkaði vegna bugunar og fundnar leiðir til að að koma til móts við óformlega umönnunaraðila til að minnka einangrun og auka upplýsingagjöf um leiðir til að fá aðstoð. Höfundur er félagi í Vinstri grænum.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun