Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Heimir Már Pétursson skrifar 29. ágúst 2024 12:07 Kristrún Frostadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson njóta mest fylgis í embætti forsætisráðherra samkvæmt könnun Prósents frá í gær. Grafík/Sara Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. Landslagið í stjórnmálunum hefur breyst mikið undanfarin misseri þar sem Samfylkingin hefur notið mest fylgis flokka í könnunum Maskínu síðast liðin tæpu tvö ár. Að sama skapi hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins dalað. Hér sést að Miðflokkurinn hefur tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, þótt ekki sé marktækur munur á fylgi flokkanna.Grafik/Sara Nú er svo komið samkvæmt síðustu könnun Maskínu að Miðflokkurinn nýtur 15 prósenta fylgis á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með 14 prósent. Þá vilja flestir sjá Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar í embætti forsætisráðherra, eða 24 prósent og 9 prósent vilja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins, samkvæmt könnun Prósents frá í gær. Þessi mikla hreyfing sem verið hefur á fylginu mun hafa áhrif á möguleika á myndun ríkisstjórnar ef niðurstaða kosninga yrði á nótum nýjustu könnunar Maskínu. Mjög erfitt yrði að mynda ríkisstjórn án Samfylkingarinnar og einungis einn kostur á myndun þriggja flokka stjórnar án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Stjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Miðflokks hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi, eða 32 þingmenn. Ríkisstjórn flokkanna í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur hefði 34 þingmenn og ef Pírötum yrði skipt út fyrir Flokk fólksins, hefði slík stjórn þrjátíu og þriggja þingmanna meirihluta. Ef Samfylkingin færi í samstarf með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Viðreisn hefði stjórn þeirra ríflegan meirihluta eða 38 þingmenn. Það verður þó að teljast ósennilegt stjórnarmynstur. Þá væri sömuleiðis hægt að mynda hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar sem hefði 32 þingmenn. Allt eru þetta hins vegar grófir útreikningar miðað við forsendur síðustu könnunar. Aðeins úrslit kosninga ráða að lokum þeim möguleikum sem verða til myndunar ríkisstjórnar. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Landslagið í stjórnmálunum hefur breyst mikið undanfarin misseri þar sem Samfylkingin hefur notið mest fylgis flokka í könnunum Maskínu síðast liðin tæpu tvö ár. Að sama skapi hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins dalað. Hér sést að Miðflokkurinn hefur tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, þótt ekki sé marktækur munur á fylgi flokkanna.Grafik/Sara Nú er svo komið samkvæmt síðustu könnun Maskínu að Miðflokkurinn nýtur 15 prósenta fylgis á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með 14 prósent. Þá vilja flestir sjá Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar í embætti forsætisráðherra, eða 24 prósent og 9 prósent vilja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins, samkvæmt könnun Prósents frá í gær. Þessi mikla hreyfing sem verið hefur á fylginu mun hafa áhrif á möguleika á myndun ríkisstjórnar ef niðurstaða kosninga yrði á nótum nýjustu könnunar Maskínu. Mjög erfitt yrði að mynda ríkisstjórn án Samfylkingarinnar og einungis einn kostur á myndun þriggja flokka stjórnar án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Stjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Miðflokks hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi, eða 32 þingmenn. Ríkisstjórn flokkanna í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur hefði 34 þingmenn og ef Pírötum yrði skipt út fyrir Flokk fólksins, hefði slík stjórn þrjátíu og þriggja þingmanna meirihluta. Ef Samfylkingin færi í samstarf með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Viðreisn hefði stjórn þeirra ríflegan meirihluta eða 38 þingmenn. Það verður þó að teljast ósennilegt stjórnarmynstur. Þá væri sömuleiðis hægt að mynda hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar sem hefði 32 þingmenn. Allt eru þetta hins vegar grófir útreikningar miðað við forsendur síðustu könnunar. Aðeins úrslit kosninga ráða að lokum þeim möguleikum sem verða til myndunar ríkisstjórnar.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32
Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22