Skutu bandarískan aðgerðasinna til bana á Vesturbakkanum Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2024 19:45 Sjúkraliðar flytja lík Aysenur Ezgi Eygi í gegnum Rafidia-sjúkrahúsið. AP/Aref Tufaha Ísraelskir hermenn skutu unga bandaríska konu til bana á mótmælum gegn landtökubyggðum gyðinga á Vesturbakkanum í dag. Herinn yfirgaf borgina Jenín og flóttamannabúðir þar í dag eftir blóðuga hernaðaraðgerð sem hafði staðið í níu daga. Sjónarvottar segjast hafa séð ísraelska hermenn skjóta Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamla bandarísk-tyrkenska konu, á vikulegum mótmælum við byggðina Beita nærri Nablus þar sem landtökumenn hafa fært sig upp á skaftið undanfarið. Landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Tveir læknar sem AP-fréttastofan ræddi við sögðu að Eygi hefði verið skotin í höfuðið. Jonathan Pollak, Ísraeli sem tók þátt í mótmælunum, sagði að mótmælendur hefði legið á bæn þegar ísraelskir hermenn umkringdu þá. Til átaka hefði komið þar sem palestínskir mótmælendur hefðu kastað steinum en hermenn svarað með táragasi og skothríð. Pollak segist hafa séð tvo ísraelska hermenn munda byssu og skjóta af þaki nærliggjandi íbúðarhúss þegar mótmælendur tóku til fótanna. Eygi hefði verið tíu til fimmtán metrum á eftir honum þegar skotunum var hleypt af. Hann hafi svo séð Eygi liggjandi í blóði sínu á jörðinni við ólífutré. Ísraelsher segist kanna frásagnir af því að erlendur ríkisborgari hafi fallið í skothríð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Eygi sé konan sem lést og að Bandaríkjastjórn reyni nú að grennslast fyrir um hvernig dauða hennar bar að. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tók dýpra í árinni og lýsti drápinu á Eygi sem „villimannslegu“. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að hún hefði verið felld af ísraelska hersetuliðinu í Nablus. Á fjórða tug látnir í umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraelsher yfirgaf borgina Jenín eftir eina umfangsmestu hernaðaraðgerð hans á Vesturbakkanum í áraraðir í dag. Hundruð hermanna tóku þátt í aðgerðinni sem stóð yfir í níu daga. Óbreyttum borgurum var gert að halda sig innan dyra og lokaði herinn á veitukerfi svæðisins á meðan. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að í það minnsta 36 Palestínumenn hafi fallið í bardögum Ísraela við vígamenn og loftárásum. Flestir þeirra látnu tilheyrðu vígasveitum en yfirvöld fullyrða að börn hafi verið á meðal þeirra látnu. Þá féll einn ísraelskur hermaður. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Sjónarvottar segjast hafa séð ísraelska hermenn skjóta Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamla bandarísk-tyrkenska konu, á vikulegum mótmælum við byggðina Beita nærri Nablus þar sem landtökumenn hafa fært sig upp á skaftið undanfarið. Landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Tveir læknar sem AP-fréttastofan ræddi við sögðu að Eygi hefði verið skotin í höfuðið. Jonathan Pollak, Ísraeli sem tók þátt í mótmælunum, sagði að mótmælendur hefði legið á bæn þegar ísraelskir hermenn umkringdu þá. Til átaka hefði komið þar sem palestínskir mótmælendur hefðu kastað steinum en hermenn svarað með táragasi og skothríð. Pollak segist hafa séð tvo ísraelska hermenn munda byssu og skjóta af þaki nærliggjandi íbúðarhúss þegar mótmælendur tóku til fótanna. Eygi hefði verið tíu til fimmtán metrum á eftir honum þegar skotunum var hleypt af. Hann hafi svo séð Eygi liggjandi í blóði sínu á jörðinni við ólífutré. Ísraelsher segist kanna frásagnir af því að erlendur ríkisborgari hafi fallið í skothríð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Eygi sé konan sem lést og að Bandaríkjastjórn reyni nú að grennslast fyrir um hvernig dauða hennar bar að. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tók dýpra í árinni og lýsti drápinu á Eygi sem „villimannslegu“. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að hún hefði verið felld af ísraelska hersetuliðinu í Nablus. Á fjórða tug látnir í umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraelsher yfirgaf borgina Jenín eftir eina umfangsmestu hernaðaraðgerð hans á Vesturbakkanum í áraraðir í dag. Hundruð hermanna tóku þátt í aðgerðinni sem stóð yfir í níu daga. Óbreyttum borgurum var gert að halda sig innan dyra og lokaði herinn á veitukerfi svæðisins á meðan. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að í það minnsta 36 Palestínumenn hafi fallið í bardögum Ísraela við vígamenn og loftárásum. Flestir þeirra látnu tilheyrðu vígasveitum en yfirvöld fullyrða að börn hafi verið á meðal þeirra látnu. Þá féll einn ísraelskur hermaður.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira