Áfram kennarar fyrir nemendur þessa lands! Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 14. október 2024 10:31 Menntun er óumdeilanlega ein af grunnstoðum samfélagsins. Öll börn eiga rétt á gæðamenntun sem veitir þeim tækifæri til að blómstra og uppgötva styrkleika sína. Á Íslandi hafa kennarar lengi gegnt lykilhlutverki í því ferli en nú standa þeir enn á ný í kjarabaráttu sem lítið miðar áfram. Laun kennara á Íslandi hafa dregist aftur úr launum sambærilegra fagstétta á almennum vinnumarkaði um tæp 40% (Hagstofan). Þetta hefur gerst þrátt fyrir auknar kröfur um gæðamenntun og aukið vinnuálag. Afleiðingin er sú að það er orðið mun erfiðara að fá vel menntaða kennara til starfa. Kennarar hafa ekki valið sinn starfsvettvang til þess að vera í góðri innivinnu sem borgar vel, heldur af ástríðu og eldmóði til að vinna faglegt starf með börnum, leiðbeina þeim og sjá þau blómstra. Þeir kennarar sem ég hef kynnst völdu sér þetta sem ævistarf til þess að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeir vilja hjálpa börnum að þroskast, læra og finna styrkleika sína, en slík ástríða ein og sér gerir það ekki sjálfkrafa auðvelt að laða að fært fagfólk í skólana. Ég þekki líka marga sem hafa menntað sig sem kennarar en geta ekki hugsað sér að vinna sem slíkir. Með launum sem eru á pari við laun annarra fagstétta myndu skólarnir fá fleiri vel menntaða kennara til starfa sem myndi bæta stöðuna fyrir nemendur og menntakerfið í heild sinni. Árið 2016 var undirritað samkomulag um jöfnun launa milli almenns vinnumarkaðar og hins opinbera. Samt sem áður hafa kennarar enn ekki fengið þá launahækkun sem lofað var. Á meðan lífeyrisréttindi þeirra hafa verið skert, bíða þeir enn eftir að samkomulagið verði uppfyllt. Þessi kjarabarátta er ekki aðeins spurning um réttindi kennara heldur líka spurning um framtíð íslenskrar menntunar. Mannsæmandi laun eru lykilatriði til að tryggja að íslensk börn fái bestu mögulegu kennarana og þá menntun sem þau eiga rétt á. FJÁRFESTUM Í KENNURUM ! Höfundur er sérkennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Menntun er óumdeilanlega ein af grunnstoðum samfélagsins. Öll börn eiga rétt á gæðamenntun sem veitir þeim tækifæri til að blómstra og uppgötva styrkleika sína. Á Íslandi hafa kennarar lengi gegnt lykilhlutverki í því ferli en nú standa þeir enn á ný í kjarabaráttu sem lítið miðar áfram. Laun kennara á Íslandi hafa dregist aftur úr launum sambærilegra fagstétta á almennum vinnumarkaði um tæp 40% (Hagstofan). Þetta hefur gerst þrátt fyrir auknar kröfur um gæðamenntun og aukið vinnuálag. Afleiðingin er sú að það er orðið mun erfiðara að fá vel menntaða kennara til starfa. Kennarar hafa ekki valið sinn starfsvettvang til þess að vera í góðri innivinnu sem borgar vel, heldur af ástríðu og eldmóði til að vinna faglegt starf með börnum, leiðbeina þeim og sjá þau blómstra. Þeir kennarar sem ég hef kynnst völdu sér þetta sem ævistarf til þess að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeir vilja hjálpa börnum að þroskast, læra og finna styrkleika sína, en slík ástríða ein og sér gerir það ekki sjálfkrafa auðvelt að laða að fært fagfólk í skólana. Ég þekki líka marga sem hafa menntað sig sem kennarar en geta ekki hugsað sér að vinna sem slíkir. Með launum sem eru á pari við laun annarra fagstétta myndu skólarnir fá fleiri vel menntaða kennara til starfa sem myndi bæta stöðuna fyrir nemendur og menntakerfið í heild sinni. Árið 2016 var undirritað samkomulag um jöfnun launa milli almenns vinnumarkaðar og hins opinbera. Samt sem áður hafa kennarar enn ekki fengið þá launahækkun sem lofað var. Á meðan lífeyrisréttindi þeirra hafa verið skert, bíða þeir enn eftir að samkomulagið verði uppfyllt. Þessi kjarabarátta er ekki aðeins spurning um réttindi kennara heldur líka spurning um framtíð íslenskrar menntunar. Mannsæmandi laun eru lykilatriði til að tryggja að íslensk börn fái bestu mögulegu kennarana og þá menntun sem þau eiga rétt á. FJÁRFESTUM Í KENNURUM ! Höfundur er sérkennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun