Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2024 21:11 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar frá í apríl verður leyst frá völdum ríkisráðsfundi á morgun. Vísir/Vilhelm Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. Síðasti ríkisstjórnarfundur stjórnar Bjarna frá í apríl fór fram í dag og eftir atvikum fyrsti og síðasti fundur starfsstjórnar Bjarna sem skipuð var í gær. Þar staðfestu Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, að þau hefðu ákveðið að segja af sér ráðherraembættum. Svarað í véfréttastíl Þessi afstaða ráðherranna og þingflokks Vinstri grænna hefur verið ljós frá því áður en Bjarni Benediktsson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á fundi með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á Bessastöðum í gær. Engu að síður voru þau munstruð í starfsstjórn fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna sem var með drjúgan meirihluta 38 þingmanna. Svandís og Bjarni að loknum eina ríkisstjórnarfundi starfstjórnarinnarVísir/Vilhelm Bæði forsetinn og forsætisráðherra svöruðu í véfréttastíl þegar þau voru spurð á Bessastöðum í gær hvort Vinstri græn ætluðu að vera með í starfsstjórninni. Ekki var haldinn ríkisráðsfundur strax eftir að Bjarni óskaði lausnar og áður en starfsstjórnin var skipuð til að staðfesta þingstyrk væntanlegrar stjórnar. Það hafði heldur ekki verið rætt í ríkisstjórn fyrr en í dag. Hér sést á dagskrá ríkisstjórnar í dag 16. október að tillaga um þingrof og lausnarbeiðni forsætisráðherra var á dagskrá fundarins. Það er daginn eftir að forsætisráðherra óskaði eftir bæði þingrofi og lausn frá embætti.stjórnarráðið Þessi staðreynd mun koma fram á ríkisráðsfundi sem boðaður hefur verið á Bessastöðum klukkan 18 á morgun. Þá mun ríkisstjórnin/starfsstjórnin missa átta þingmenn og eftir sitja þrjátíu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í leifunum af fyrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar klukkan sex annað kvöld.Vísir/Vilhelm Óvissa um afgreiðslu fjárlaga Miðað við atburðarás síðustu þriggja sólarhringa bendir allt til að forseti Íslands muni á öðrum ríkisráðsfundi strax að loknum hinum fyrri, biðja Bjarna að sitja sem forsætisráðherra í minnihlutastjórn ráðherra Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fram að kosningum. Kosningum sem forseti Íslands hefur þegar staðfest með samþykki þingrofstillögu Bjarna frá í gær að fari fram hinn 30. nóvember. Minnihlutastjórnin getur ákveðið að gera fjárlagafrumvarpið og ef til vill fleiri mál fyrri ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar að sínum og freistað þess að fá þau afgreidd fyrir kosningar. Nú þarf ríkisstjórnin hins vegar að semja um afgreiðslu allra mála á þinginu, þótt Bjarni hafi sagt í gær að hann tryði því ekki að þingmenn (VG) sem stóðu að baki þessum frumvörpum fyrir þremur dögum ætli nú að snúast gegn þeim. Og kannski verður það niðurstaðan. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð bæði við þingrofsbeiðni Bjarna Benediktssonar og lausnarbeiðni hans í gær.Vísir/Vilhelm Þingfundir í kosningabaráttu Allir sem fylgjast með stjórnmálum vita hins vegar að fjárlagafrumvarp í stjórnarsamstarfi tveggja til fleiri flokka byggir á mörgum málamiðlunum. Það ættu þingmenn fyrrverandi stjórnarflokka að vita manna best eftir sjö ára samstarf mjög ólíkra flokka. Nú þegar kosningabaráttan er komin á fulla ferð má því telja líklegt að allir flokkar á Alþingi vilji með einhverjum hætti setja mark sitt á fjárlagafrumvarpið til að undirstrika stefnumál sín. En kannski liggur flokkunum svo á að yfirgefa þingstörfin fyrir kosningabaráttuna að þeir hleypa fjárlagafrumvarpinu umræðulítið í gegn og sitja hjá í atkvæðagreiðslum. Sigurður Ingi Jóhansson fjármálaráðherra mun einnig taka við innviðaráðuneytinu.Vísir/Vilhelm Það á því eftir að koma í ljós hvort minnihlutastjórnin sem tekur væntanlega við á morgun eigi eftir að sigla lygnan sjó eða hvort tekist verði á um fjárlagafrumvarpið. Svo gæti farið að ekkert samkomulag náist um það á þeim vikum sem eru fram að kosningum og það bíði nýs þings að loknum kosningum að koma saman fjárlögum fyrir næsta ár. Ekki skal þó útlokað að Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki takist að auka þingstyrk sinn með annað hvort innkomu tveggja eða fleiri þingmanna í stjórnina til að ná meirihluta á Alþingi. Stjórnarflokkarnir gætu einnig samið um að einhver flokkur eða flokkar og jafnvel bara tveir þingmenn verji stjórnina falli og /eða styðji afgreiðslu fjárlagafrumvarps fyrir kosningar. Fréttin var uppfærð kl. 23:00 og aftur 17. október kl 08:02 og kl 11:45. Fréttaskýringar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Síðasti ríkisstjórnarfundur stjórnar Bjarna frá í apríl fór fram í dag og eftir atvikum fyrsti og síðasti fundur starfsstjórnar Bjarna sem skipuð var í gær. Þar staðfestu Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, að þau hefðu ákveðið að segja af sér ráðherraembættum. Svarað í véfréttastíl Þessi afstaða ráðherranna og þingflokks Vinstri grænna hefur verið ljós frá því áður en Bjarni Benediktsson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á fundi með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á Bessastöðum í gær. Engu að síður voru þau munstruð í starfsstjórn fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna sem var með drjúgan meirihluta 38 þingmanna. Svandís og Bjarni að loknum eina ríkisstjórnarfundi starfstjórnarinnarVísir/Vilhelm Bæði forsetinn og forsætisráðherra svöruðu í véfréttastíl þegar þau voru spurð á Bessastöðum í gær hvort Vinstri græn ætluðu að vera með í starfsstjórninni. Ekki var haldinn ríkisráðsfundur strax eftir að Bjarni óskaði lausnar og áður en starfsstjórnin var skipuð til að staðfesta þingstyrk væntanlegrar stjórnar. Það hafði heldur ekki verið rætt í ríkisstjórn fyrr en í dag. Hér sést á dagskrá ríkisstjórnar í dag 16. október að tillaga um þingrof og lausnarbeiðni forsætisráðherra var á dagskrá fundarins. Það er daginn eftir að forsætisráðherra óskaði eftir bæði þingrofi og lausn frá embætti.stjórnarráðið Þessi staðreynd mun koma fram á ríkisráðsfundi sem boðaður hefur verið á Bessastöðum klukkan 18 á morgun. Þá mun ríkisstjórnin/starfsstjórnin missa átta þingmenn og eftir sitja þrjátíu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í leifunum af fyrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar klukkan sex annað kvöld.Vísir/Vilhelm Óvissa um afgreiðslu fjárlaga Miðað við atburðarás síðustu þriggja sólarhringa bendir allt til að forseti Íslands muni á öðrum ríkisráðsfundi strax að loknum hinum fyrri, biðja Bjarna að sitja sem forsætisráðherra í minnihlutastjórn ráðherra Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fram að kosningum. Kosningum sem forseti Íslands hefur þegar staðfest með samþykki þingrofstillögu Bjarna frá í gær að fari fram hinn 30. nóvember. Minnihlutastjórnin getur ákveðið að gera fjárlagafrumvarpið og ef til vill fleiri mál fyrri ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar að sínum og freistað þess að fá þau afgreidd fyrir kosningar. Nú þarf ríkisstjórnin hins vegar að semja um afgreiðslu allra mála á þinginu, þótt Bjarni hafi sagt í gær að hann tryði því ekki að þingmenn (VG) sem stóðu að baki þessum frumvörpum fyrir þremur dögum ætli nú að snúast gegn þeim. Og kannski verður það niðurstaðan. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð bæði við þingrofsbeiðni Bjarna Benediktssonar og lausnarbeiðni hans í gær.Vísir/Vilhelm Þingfundir í kosningabaráttu Allir sem fylgjast með stjórnmálum vita hins vegar að fjárlagafrumvarp í stjórnarsamstarfi tveggja til fleiri flokka byggir á mörgum málamiðlunum. Það ættu þingmenn fyrrverandi stjórnarflokka að vita manna best eftir sjö ára samstarf mjög ólíkra flokka. Nú þegar kosningabaráttan er komin á fulla ferð má því telja líklegt að allir flokkar á Alþingi vilji með einhverjum hætti setja mark sitt á fjárlagafrumvarpið til að undirstrika stefnumál sín. En kannski liggur flokkunum svo á að yfirgefa þingstörfin fyrir kosningabaráttuna að þeir hleypa fjárlagafrumvarpinu umræðulítið í gegn og sitja hjá í atkvæðagreiðslum. Sigurður Ingi Jóhansson fjármálaráðherra mun einnig taka við innviðaráðuneytinu.Vísir/Vilhelm Það á því eftir að koma í ljós hvort minnihlutastjórnin sem tekur væntanlega við á morgun eigi eftir að sigla lygnan sjó eða hvort tekist verði á um fjárlagafrumvarpið. Svo gæti farið að ekkert samkomulag náist um það á þeim vikum sem eru fram að kosningum og það bíði nýs þings að loknum kosningum að koma saman fjárlögum fyrir næsta ár. Ekki skal þó útlokað að Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki takist að auka þingstyrk sinn með annað hvort innkomu tveggja eða fleiri þingmanna í stjórnina til að ná meirihluta á Alþingi. Stjórnarflokkarnir gætu einnig samið um að einhver flokkur eða flokkar og jafnvel bara tveir þingmenn verji stjórnina falli og /eða styðji afgreiðslu fjárlagafrumvarps fyrir kosningar. Fréttin var uppfærð kl. 23:00 og aftur 17. október kl 08:02 og kl 11:45.
Fréttaskýringar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira