Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 10:01 Í umræðu um slaka námsgetu íslenskra barna hefur mikið borið á þeirri hugmynd að taka upp samræmd próf aftur og þau sveipuð rósrauðum fortíðarsjarma. Samræmd próf eru börn síns tíma og geta stuðlað að miklum ójöfnuði. Við búum í fjölbreyttu og fjölþættu samfélagi og ætti fjölþætt námsmat að liggja til grundvallar fyrir nemendur, hvort sem þeir eru í grunn- eða framhaldsmenntun. Ef menntastofnanir eiga í erfiðleikum með að lesa úr úr þeim þáttum þá þarf að vinna með þær áskoranir og horfa fram á við, ekki aftur á bak. Menntun þarf að ná til fjölbreytts hóps og því eru krossapurningar eða stöðluð próf ekki svar fyrir fjölbreyttan nemendahóp. Ísland er undirskriftaraðili að Salamanca yfirlýsingunni en í henni er skýrt tekið fram að allir ættu rétt á sömu menntun, óháð fötlun eða röskunum eins og einhverfu. Í kjölfar yfirlýsingarinnar voru settar reglur um einstaklingsmiðað nám, sem hefur í því miður aldrei verið unnið mikið með á markvissan máta. Það væri nær að vinna betur með þá hugmynd og tryggja menntun fyrir alla, óháð stétt og stöðu, fötlun eða röskunum. Einstaklingum sem eru með íslensku sem annað mál verður einnig að mæta eftir þörfum. Menntunin má ekki bara vera römmuð inn fyrir einhvern meðal Jón, sem allir verða að móta sig eftir, óháð getu. Lesskilningur er gott dæmi um námsefni sem þarf fjölþætta nálgun. Nemendur á einhverfurófi eru með allt annan lesskilning en börn sem eru ekki á rófinu. Stöðluð próf eru vissulega hentug og einföld tæki til að komast að þægilegri niðurstöðu fyrir stóran hluta námshóps en það þurfa að vera til próf sem henta öllum. Ekki er lengur í boði að gefa umsögn og klapp á bakið hjá nemendum sem læra á annan máta en aðrir, ekki er lengur í boði að vera með einsleit próf sem henta fáum, ekki er lengur í boði að ákveða fyrirfram hverjir geta lært og hverjir ekki. Útfrá markmiði jafnréttismenntunar þá eiga allir rétt á að fá tækifæri til þess að þroskast og taka jafnan þátt í menntasamfélaginu. Námsmat þarf því að vera fjölbreytt og uppsett fyrir fjölbreyttan hóp, spurningar verða að ná til breiðari hóps nemenda. Markmiðin þurfa að vera skýr og sveigjanleg. Nemendur eru dásamlega fjölbreyttur hópur og þurfa mismunandi nálganir þegar kemur að því að læra. Lausnin er ekki að setja alla í samskonar samræmda kassa, að jaðarsetja og hreinlega jarðsetja þá sem eru frábrugðnir af einhverju leyti. Þess í stað ættum við að standa við stóru orðin, virða skuldbindingar okkar til framtíðar menntunar á Íslandi og tryggja öllum rétt til náms. Höfundur er kennari og móðir drengs á einhverfurófi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um slaka námsgetu íslenskra barna hefur mikið borið á þeirri hugmynd að taka upp samræmd próf aftur og þau sveipuð rósrauðum fortíðarsjarma. Samræmd próf eru börn síns tíma og geta stuðlað að miklum ójöfnuði. Við búum í fjölbreyttu og fjölþættu samfélagi og ætti fjölþætt námsmat að liggja til grundvallar fyrir nemendur, hvort sem þeir eru í grunn- eða framhaldsmenntun. Ef menntastofnanir eiga í erfiðleikum með að lesa úr úr þeim þáttum þá þarf að vinna með þær áskoranir og horfa fram á við, ekki aftur á bak. Menntun þarf að ná til fjölbreytts hóps og því eru krossapurningar eða stöðluð próf ekki svar fyrir fjölbreyttan nemendahóp. Ísland er undirskriftaraðili að Salamanca yfirlýsingunni en í henni er skýrt tekið fram að allir ættu rétt á sömu menntun, óháð fötlun eða röskunum eins og einhverfu. Í kjölfar yfirlýsingarinnar voru settar reglur um einstaklingsmiðað nám, sem hefur í því miður aldrei verið unnið mikið með á markvissan máta. Það væri nær að vinna betur með þá hugmynd og tryggja menntun fyrir alla, óháð stétt og stöðu, fötlun eða röskunum. Einstaklingum sem eru með íslensku sem annað mál verður einnig að mæta eftir þörfum. Menntunin má ekki bara vera römmuð inn fyrir einhvern meðal Jón, sem allir verða að móta sig eftir, óháð getu. Lesskilningur er gott dæmi um námsefni sem þarf fjölþætta nálgun. Nemendur á einhverfurófi eru með allt annan lesskilning en börn sem eru ekki á rófinu. Stöðluð próf eru vissulega hentug og einföld tæki til að komast að þægilegri niðurstöðu fyrir stóran hluta námshóps en það þurfa að vera til próf sem henta öllum. Ekki er lengur í boði að gefa umsögn og klapp á bakið hjá nemendum sem læra á annan máta en aðrir, ekki er lengur í boði að vera með einsleit próf sem henta fáum, ekki er lengur í boði að ákveða fyrirfram hverjir geta lært og hverjir ekki. Útfrá markmiði jafnréttismenntunar þá eiga allir rétt á að fá tækifæri til þess að þroskast og taka jafnan þátt í menntasamfélaginu. Námsmat þarf því að vera fjölbreytt og uppsett fyrir fjölbreyttan hóp, spurningar verða að ná til breiðari hóps nemenda. Markmiðin þurfa að vera skýr og sveigjanleg. Nemendur eru dásamlega fjölbreyttur hópur og þurfa mismunandi nálganir þegar kemur að því að læra. Lausnin er ekki að setja alla í samskonar samræmda kassa, að jaðarsetja og hreinlega jarðsetja þá sem eru frábrugðnir af einhverju leyti. Þess í stað ættum við að standa við stóru orðin, virða skuldbindingar okkar til framtíðar menntunar á Íslandi og tryggja öllum rétt til náms. Höfundur er kennari og móðir drengs á einhverfurófi.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun