Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2024 16:44 Mótmælandi með georgíska fánann og fána Evrópusambandsins sveipaðan um sig andspænis hópi lögreglumanna við georgíska þinghúsið í Tíblisi. Stjórnarandstaðan hefur mótmælt kosningaúrslitunum undanfarnar vikur. Vísir/EPA Þingkosningarnar sem fóru fram í Georgíu í haust fóru ekki heiðarlega fram og þær ætti að endurtaka, að mati Evrópuþingsins. Það kallar ennfremur eftir refsiaðgerðum gegn leiðtogum stjórnarflokksins Georgíska draumsins. Margvíslegar athugasemdir hafa komið fram um þingkosningarnar í Georgíu í síðasta mánuði. Georgíski draumurinn náði hreinum meirihluta samkvæmt opinberum tölum sem stjórnarandstaðan í landinu með forsetann fremstan í flokki dregur í efa. Ásakanir eru uppi um atkvæðakaup, kosningasvik og þrýsting á kjósendur. Afgerandi meirihluti Evrópuþingsins samþykkti ályktun í dag um að opinber úrslit kosninganna endurspegluðu ekki vilja georgísku þjóðarinnar og að halda bæri kosningarnar aftur innan árs undir alþjóðlegu eftirliti. Þá kallaði þingheimur eftir refsiaðgerðum gegn leiðtogum Georgíska draumsins sem bæru ábyrgð á hnignun lýðræðis í landinu. Maka Bochorisvhivli, utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Georgíska draumsins, sagði ályktun Evrópuþingsins byggjast á „ónákvæmum upplýsingum“, að því er kemur fram í frétt Politico. Georgía stefndi enn að Evrópusambandsaðild. Georgía hafði stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu en sambandið frysti umsókn landsins eftir að Georgíski draumurinn samþykkti lög sem þrengja verulega að frjálsum félagasamtökum og fjölmiðlum fyrr á þessu ári. Georgía Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur ekki óeðlilegt að sýna mótmælendum samstöðu Utanríkisráðherra telur ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum umdeildra laga samstöðu. Hann furðar sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. 17. maí 2024 06:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Margvíslegar athugasemdir hafa komið fram um þingkosningarnar í Georgíu í síðasta mánuði. Georgíski draumurinn náði hreinum meirihluta samkvæmt opinberum tölum sem stjórnarandstaðan í landinu með forsetann fremstan í flokki dregur í efa. Ásakanir eru uppi um atkvæðakaup, kosningasvik og þrýsting á kjósendur. Afgerandi meirihluti Evrópuþingsins samþykkti ályktun í dag um að opinber úrslit kosninganna endurspegluðu ekki vilja georgísku þjóðarinnar og að halda bæri kosningarnar aftur innan árs undir alþjóðlegu eftirliti. Þá kallaði þingheimur eftir refsiaðgerðum gegn leiðtogum Georgíska draumsins sem bæru ábyrgð á hnignun lýðræðis í landinu. Maka Bochorisvhivli, utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Georgíska draumsins, sagði ályktun Evrópuþingsins byggjast á „ónákvæmum upplýsingum“, að því er kemur fram í frétt Politico. Georgía stefndi enn að Evrópusambandsaðild. Georgía hafði stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu en sambandið frysti umsókn landsins eftir að Georgíski draumurinn samþykkti lög sem þrengja verulega að frjálsum félagasamtökum og fjölmiðlum fyrr á þessu ári.
Georgía Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur ekki óeðlilegt að sýna mótmælendum samstöðu Utanríkisráðherra telur ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum umdeildra laga samstöðu. Hann furðar sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. 17. maí 2024 06:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Telur ekki óeðlilegt að sýna mótmælendum samstöðu Utanríkisráðherra telur ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum umdeildra laga samstöðu. Hann furðar sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. 17. maí 2024 06:01