Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar 28. nóvember 2024 19:43 Enn sem komið gengur ekki að leiða til lykta kjaraviðræður hins opinbera og kennarasambandsins. Aðdragandinn hefur verið langur og rétt í þessu var hent í eitt stykki fjölmiðlabann á línuna. Umfjöllun hefur verið margvísleg en rekstrarhagkvæmni skólakerfisins hefur verið í deiglunni, sem og kennarastarfið. Allavega er altalað hvað þetta sé nú allt of kostnaðarsamt og standi ekki undir væntingum verkkaupa. Það er rétt að samfélagið tapar á því að kennarar séu í verkfalli. Afleiddar afleiðingar eru til að mynda þær að foreldrar geta þá ekki mætt til vinnu því þau þurfa að vera heima að sinna börnunum. Það er auðvitað ósanngjarnt, en hefur einhver heyrt af kjarabaráttu þar sem passað var sérstaklega upp á hún hefði engin áhrif? Rof á þjónustu á að hafa áhrif. Til þess er leikurinn gerður. Nútímasamfélagsgerð gerir líka miklar kröfur um þjónustu. Þar er skólakerfið enginn eftirbátur. Fólk verður samt að átta sig á því að aukin þjónusta kostar meira. Þess vegna er hærra verð greitt fyrir matinn á Strikinu en á Grill 66. En sökum þess að peningurinn kemur úr vösum almennings í formi skatta, virðist verða einhver aftenging við fjármagnið. Þú veist að þetta kostar, en þér líður ekki endilega eins og þú sért að borga. Og þá tengir þú ekki við hvað kostnaðurinn felur í sér eða hvernig á að draga úr honum. Það væri hægt að hætta niðurgreiðslu námsgagna og skólamáltíða flatt á línuna og tekjutengja skilyrði niðurgreiðslunna. En er fólk til í það? Samkvæmt síðustu sveitastjórnarkosningum þá er það ekki raunin. Viljum við spara með því að minnka vægi dýrasta námsins. Síðast þegar ég gáði voru list- og verkgreinar frekastar á aðföng, mannafla og húsnæði. En var ekki breið samstaða um að auka framboð og vægi list-og verkgreina? Viljum við spara þar? Ætti að spara með því að leggja einungis áherslu á bóknám, sem er lang ódýrast. Þess vegna moka háskólarnir árlega út fleiri hundruðum hundruðum lögfræðinga, sálfræðinga og viðskiptafræðinga á hverri önn. Mögulega er það upprunalega forsenda þess að iðnnám átti undir högg að sækja. Skammtíma sparnaður. Það væri líka hægt að spara með því að leggja niður Skóla án aðgreiningar, því honum fylgir mikið þjónustustig en ekki endilega aðföng eða fjármagn. Því það kostar að koma til móts við alla, á öllum snertiflötum menntunar. En langar einhverjum að spara með því að úthýsa nemendum með sérþarfir? Það kostar þó sennilega mest að halda ekki í hæft starfsfólk. Samkeppnishæf laun, starfsumhverfi og hvatakerfi er ekki til staðar, sem er ámælisvert. Það myndi tækla starfsmannaveltu, sem er kostnaðarsöm. Hæfara starfsfólk skilar meira framleiðni heldur en hinn almenni bolur. Og er það ekki það sem við viljum? Því það kostar. Hugsjónin færir fjöll, en ekki að eilífu. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Enn sem komið gengur ekki að leiða til lykta kjaraviðræður hins opinbera og kennarasambandsins. Aðdragandinn hefur verið langur og rétt í þessu var hent í eitt stykki fjölmiðlabann á línuna. Umfjöllun hefur verið margvísleg en rekstrarhagkvæmni skólakerfisins hefur verið í deiglunni, sem og kennarastarfið. Allavega er altalað hvað þetta sé nú allt of kostnaðarsamt og standi ekki undir væntingum verkkaupa. Það er rétt að samfélagið tapar á því að kennarar séu í verkfalli. Afleiddar afleiðingar eru til að mynda þær að foreldrar geta þá ekki mætt til vinnu því þau þurfa að vera heima að sinna börnunum. Það er auðvitað ósanngjarnt, en hefur einhver heyrt af kjarabaráttu þar sem passað var sérstaklega upp á hún hefði engin áhrif? Rof á þjónustu á að hafa áhrif. Til þess er leikurinn gerður. Nútímasamfélagsgerð gerir líka miklar kröfur um þjónustu. Þar er skólakerfið enginn eftirbátur. Fólk verður samt að átta sig á því að aukin þjónusta kostar meira. Þess vegna er hærra verð greitt fyrir matinn á Strikinu en á Grill 66. En sökum þess að peningurinn kemur úr vösum almennings í formi skatta, virðist verða einhver aftenging við fjármagnið. Þú veist að þetta kostar, en þér líður ekki endilega eins og þú sért að borga. Og þá tengir þú ekki við hvað kostnaðurinn felur í sér eða hvernig á að draga úr honum. Það væri hægt að hætta niðurgreiðslu námsgagna og skólamáltíða flatt á línuna og tekjutengja skilyrði niðurgreiðslunna. En er fólk til í það? Samkvæmt síðustu sveitastjórnarkosningum þá er það ekki raunin. Viljum við spara með því að minnka vægi dýrasta námsins. Síðast þegar ég gáði voru list- og verkgreinar frekastar á aðföng, mannafla og húsnæði. En var ekki breið samstaða um að auka framboð og vægi list-og verkgreina? Viljum við spara þar? Ætti að spara með því að leggja einungis áherslu á bóknám, sem er lang ódýrast. Þess vegna moka háskólarnir árlega út fleiri hundruðum hundruðum lögfræðinga, sálfræðinga og viðskiptafræðinga á hverri önn. Mögulega er það upprunalega forsenda þess að iðnnám átti undir högg að sækja. Skammtíma sparnaður. Það væri líka hægt að spara með því að leggja niður Skóla án aðgreiningar, því honum fylgir mikið þjónustustig en ekki endilega aðföng eða fjármagn. Því það kostar að koma til móts við alla, á öllum snertiflötum menntunar. En langar einhverjum að spara með því að úthýsa nemendum með sérþarfir? Það kostar þó sennilega mest að halda ekki í hæft starfsfólk. Samkeppnishæf laun, starfsumhverfi og hvatakerfi er ekki til staðar, sem er ámælisvert. Það myndi tækla starfsmannaveltu, sem er kostnaðarsöm. Hæfara starfsfólk skilar meira framleiðni heldur en hinn almenni bolur. Og er það ekki það sem við viljum? Því það kostar. Hugsjónin færir fjöll, en ekki að eilífu. Höfundur er kennari.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun