Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 12:00 Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. vísir/vilhelm Prófessor í hagfræði leggur til fyrir nýja ríkisstjórn að veita fólki sem vill hafa vaðið fyrir neðan sig og vertakafyrirtækjum í byggingargeiranum skattalegar ívilnanir til að ná enn frekari tökum á verðbólgunni og vöxtum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mætti í Sprengisand í morgun og ræddi fýsileika áforma ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur þegar það kemur að því að ná tökum á vöxtum og verðbólgu. Gylfi bendir á að í raun sé verðbólga ekki svo há án húsnæðisliðarins eða um 2,8 prósent. Ekki sé þó ráðlagt að taka húnsæðisliðinn út. Miðað við alþjóðlegan mælikvarða séu lífskjör á Íslandi mjög góð. „Það er mikill tekjujöfnuður í landinu og lítil fátækt ef þú lítur bara á tekjur, en það er tvennt sem að skerðir lífskjörin og annað er það sem þú ert að tala um sem er hátt verð á húsnæði, háir vextir og hitt er staða menntamála.“ Til að bæta vaxtakerfið hér á landi leggur Gylfi til að hér verði tekin upp svokölluð stöðugleikaregla í ríkisfjármálum sem myndi verða til þess að ríkið yrði rekið með afgangi þegar uppsveifla er í hagkerfinu en halla í niðursveiflu. Önnur tillaga Gylfa snýr að því að skapa skattalegar ívilnanir fyrir fólk. „Núna verður ríkið fyrir gríðarlegum fjárútlátum vegna hárra vaxta. En til þess að spara sér vaxta útgjöldin, að búa til skattalegar ívilnanir á bundnum sparifjárreikningum. Svo að það fólk sem hefur borð fyrir báru sjái sér hag í því að leggja peninga til hliðar og spara og þá eru vextirnir ekki skattlagðir.“ Gylfi segist lítast vel á áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skammtímaleigu til ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu sem að hans mati hækki húsnæðisverð. Hann ítrekar mikilvægi stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Núna þegar vextir eru hækkaðir er minna byggt af húsnæði og síðan þegar vextir koma niður er meiri eftirspurn eftir húsnæði. Við stungum upp á að verktakafyrirtækjum yrði gefin einhvers kona skattaleg ívilnun á svona hávaxtatíma til að byggja hagkvæmt ódýrt húsnæði.“ Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Sjá meira
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mætti í Sprengisand í morgun og ræddi fýsileika áforma ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur þegar það kemur að því að ná tökum á vöxtum og verðbólgu. Gylfi bendir á að í raun sé verðbólga ekki svo há án húsnæðisliðarins eða um 2,8 prósent. Ekki sé þó ráðlagt að taka húnsæðisliðinn út. Miðað við alþjóðlegan mælikvarða séu lífskjör á Íslandi mjög góð. „Það er mikill tekjujöfnuður í landinu og lítil fátækt ef þú lítur bara á tekjur, en það er tvennt sem að skerðir lífskjörin og annað er það sem þú ert að tala um sem er hátt verð á húsnæði, háir vextir og hitt er staða menntamála.“ Til að bæta vaxtakerfið hér á landi leggur Gylfi til að hér verði tekin upp svokölluð stöðugleikaregla í ríkisfjármálum sem myndi verða til þess að ríkið yrði rekið með afgangi þegar uppsveifla er í hagkerfinu en halla í niðursveiflu. Önnur tillaga Gylfa snýr að því að skapa skattalegar ívilnanir fyrir fólk. „Núna verður ríkið fyrir gríðarlegum fjárútlátum vegna hárra vaxta. En til þess að spara sér vaxta útgjöldin, að búa til skattalegar ívilnanir á bundnum sparifjárreikningum. Svo að það fólk sem hefur borð fyrir báru sjái sér hag í því að leggja peninga til hliðar og spara og þá eru vextirnir ekki skattlagðir.“ Gylfi segist lítast vel á áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skammtímaleigu til ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu sem að hans mati hækki húsnæðisverð. Hann ítrekar mikilvægi stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Núna þegar vextir eru hækkaðir er minna byggt af húsnæði og síðan þegar vextir koma niður er meiri eftirspurn eftir húsnæði. Við stungum upp á að verktakafyrirtækjum yrði gefin einhvers kona skattaleg ívilnun á svona hávaxtatíma til að byggja hagkvæmt ódýrt húsnæði.“
Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Sjá meira