Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar 24. febrúar 2025 11:01 Áhrifamikið fólk í skólamálum hefur haft horn í síðu samræmdra prófa og fundið þeim eitthvað til foráttu og má þar nefna þrennt helst. Þau stýra kennslu of mikið Þau eru gamaldags Þau meta ekki allt sem aðalnámskrá boðar 1. Svar við fyrsta liðnum blasir við og er hann byggður annaðhvort á misskilningi eða fáfræði. Samræmd próf eiga að vera úr samræmdri námskrá. Þannig að það er ekkert að því að kennt sé þannig að útkoman verði góð niðurstaða á samræmdu prófi. Hægt er að flétta aðra þætti skólastarfsins sem prófið metur ekki með þægilegum hætti inn í kennsluna. Annars treysti ég kennurum til að stýra sinni kennslu. 2. Hvað er gamaldags og hvað ekki og er gamaldags verra en eitthvað sem er svo nýtt og óprófað að það úreltist á nokkrum mánuðum? Þetta atriði sýnir hve rökþrota óvildarmenn samræmdra prófa eru. 3. Ekkert námsmat getur metið það sem núverandi aðalnámskrá boðar. Miðað við innihald og uppbyggingu hennar gætu 10 kennarar heilt skólaár varla metið það sem hún boðar. Samræmd próf eru sjálfsagður mælikvarði enda er samræmdur námstími og samræmd námskrá. Jafnræðisreglan er brotin á nemendum við lok grunnskóla. Svo gott sem ekkert samræmi er í námsmati nemenda, á milli skóla, við lok grunnskóla og jafnræðis því ekki gætt. Samræmd próf jafna stöðuna. Börn sem koma frá heimilum þar sem efnahagur er bágborin, félagsleg staða veik og foreldrar með litla menntun geta frekar brotist út úr viðjum erfiðleika á jafnréttisgrunni samræmdra prófa. Almenningur/stjórnvöld eiga rétt á því að fá að vita hvernig nemendum í skyldunámsskólum gengur að tileinka sér viðmið aðalnámskrár. Nógu mikið kosta skólarnir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Grunnskólar Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Áhrifamikið fólk í skólamálum hefur haft horn í síðu samræmdra prófa og fundið þeim eitthvað til foráttu og má þar nefna þrennt helst. Þau stýra kennslu of mikið Þau eru gamaldags Þau meta ekki allt sem aðalnámskrá boðar 1. Svar við fyrsta liðnum blasir við og er hann byggður annaðhvort á misskilningi eða fáfræði. Samræmd próf eiga að vera úr samræmdri námskrá. Þannig að það er ekkert að því að kennt sé þannig að útkoman verði góð niðurstaða á samræmdu prófi. Hægt er að flétta aðra þætti skólastarfsins sem prófið metur ekki með þægilegum hætti inn í kennsluna. Annars treysti ég kennurum til að stýra sinni kennslu. 2. Hvað er gamaldags og hvað ekki og er gamaldags verra en eitthvað sem er svo nýtt og óprófað að það úreltist á nokkrum mánuðum? Þetta atriði sýnir hve rökþrota óvildarmenn samræmdra prófa eru. 3. Ekkert námsmat getur metið það sem núverandi aðalnámskrá boðar. Miðað við innihald og uppbyggingu hennar gætu 10 kennarar heilt skólaár varla metið það sem hún boðar. Samræmd próf eru sjálfsagður mælikvarði enda er samræmdur námstími og samræmd námskrá. Jafnræðisreglan er brotin á nemendum við lok grunnskóla. Svo gott sem ekkert samræmi er í námsmati nemenda, á milli skóla, við lok grunnskóla og jafnræðis því ekki gætt. Samræmd próf jafna stöðuna. Börn sem koma frá heimilum þar sem efnahagur er bágborin, félagsleg staða veik og foreldrar með litla menntun geta frekar brotist út úr viðjum erfiðleika á jafnréttisgrunni samræmdra prófa. Almenningur/stjórnvöld eiga rétt á því að fá að vita hvernig nemendum í skyldunámsskólum gengur að tileinka sér viðmið aðalnámskrár. Nógu mikið kosta skólarnir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar