Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar 17. mars 2025 10:02 Undanfarið hefur umræðan um endurupptöku umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu aftur blossað upp. Sumir halda því fram að það „saki ekki að líta í pakkann“ og að Ísland gæti „samið um undanþágur“ vegna sérstöðu sinnar. Slík rök hafa verið sett fram af ýmsum samfélagsrýnendum og jafnvel kjörnum fulltrúum núverandi stjórnarflokka. Þessi rök bera vitni um skort á skilningi á eðli aðildarferlisins. Það er óumdeilanlegt hvað felst í aðild að Evrópusambandinu, ferlið er ekki hefðbundnar samningaviðræður heldur umsóknarferli. Eina atriðið sem samið er um snýr að nákvæmum skilyrðum, tímasetningu aðlögunar, innleiðingu og framfylgd allra gildandi reglna Evrópusambandsins af hálfu umsóknarríkisins. Markmið ferlisins er að tryggja að umsóknarríki séu tilbúin til að axla ábyrgð aðildar og að öll nauðsynleg skilyrði séu uppfyllt áður en aðild er veitt. Þótt tiltekin umsóknarríki hafi fengið tímabundnar undanþágur frá ákveðnum reglum á meðan á aðlögunarferlinu stendur, er loka niðurstaðan ætíð full aðlögun að lögum og reglum sambandsins. Varanlegar undanþágur eru ekki veittar. Aðlögunarferlið er hannað þannig að stjórnsýsla og löggjöf umsóknarríkisins verði í samræmi við kröfur sambandsins með tímanum. Þannig er tryggt að öll aðildarríki ESB starfi eftir sömu reglum og skilyrðum, sem stuðlar að samheldni sambandsins og eflingu innri markaðarins. Því er óþarfi að tala um að „líta í pakkann“ eða „taka samtal“, fyrir liggur hvað felst í aðild. Það eina sem þarf er að kynna sér málið. Helstu upplýsingar um umsóknarferlið er að finna hér: Conditions for membership - European Commission ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/doc_93_3 FAQ accession negotiations.pdf Höfundur er lögfræðingur og nemandi í LL.M. í evrópskum og alþjóðlegum skattarétti við Háskólann í Lundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræðan um endurupptöku umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu aftur blossað upp. Sumir halda því fram að það „saki ekki að líta í pakkann“ og að Ísland gæti „samið um undanþágur“ vegna sérstöðu sinnar. Slík rök hafa verið sett fram af ýmsum samfélagsrýnendum og jafnvel kjörnum fulltrúum núverandi stjórnarflokka. Þessi rök bera vitni um skort á skilningi á eðli aðildarferlisins. Það er óumdeilanlegt hvað felst í aðild að Evrópusambandinu, ferlið er ekki hefðbundnar samningaviðræður heldur umsóknarferli. Eina atriðið sem samið er um snýr að nákvæmum skilyrðum, tímasetningu aðlögunar, innleiðingu og framfylgd allra gildandi reglna Evrópusambandsins af hálfu umsóknarríkisins. Markmið ferlisins er að tryggja að umsóknarríki séu tilbúin til að axla ábyrgð aðildar og að öll nauðsynleg skilyrði séu uppfyllt áður en aðild er veitt. Þótt tiltekin umsóknarríki hafi fengið tímabundnar undanþágur frá ákveðnum reglum á meðan á aðlögunarferlinu stendur, er loka niðurstaðan ætíð full aðlögun að lögum og reglum sambandsins. Varanlegar undanþágur eru ekki veittar. Aðlögunarferlið er hannað þannig að stjórnsýsla og löggjöf umsóknarríkisins verði í samræmi við kröfur sambandsins með tímanum. Þannig er tryggt að öll aðildarríki ESB starfi eftir sömu reglum og skilyrðum, sem stuðlar að samheldni sambandsins og eflingu innri markaðarins. Því er óþarfi að tala um að „líta í pakkann“ eða „taka samtal“, fyrir liggur hvað felst í aðild. Það eina sem þarf er að kynna sér málið. Helstu upplýsingar um umsóknarferlið er að finna hér: Conditions for membership - European Commission ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/doc_93_3 FAQ accession negotiations.pdf Höfundur er lögfræðingur og nemandi í LL.M. í evrópskum og alþjóðlegum skattarétti við Háskólann í Lundi.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar