Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar 17. mars 2025 10:02 Undanfarið hefur umræðan um endurupptöku umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu aftur blossað upp. Sumir halda því fram að það „saki ekki að líta í pakkann“ og að Ísland gæti „samið um undanþágur“ vegna sérstöðu sinnar. Slík rök hafa verið sett fram af ýmsum samfélagsrýnendum og jafnvel kjörnum fulltrúum núverandi stjórnarflokka. Þessi rök bera vitni um skort á skilningi á eðli aðildarferlisins. Það er óumdeilanlegt hvað felst í aðild að Evrópusambandinu, ferlið er ekki hefðbundnar samningaviðræður heldur umsóknarferli. Eina atriðið sem samið er um snýr að nákvæmum skilyrðum, tímasetningu aðlögunar, innleiðingu og framfylgd allra gildandi reglna Evrópusambandsins af hálfu umsóknarríkisins. Markmið ferlisins er að tryggja að umsóknarríki séu tilbúin til að axla ábyrgð aðildar og að öll nauðsynleg skilyrði séu uppfyllt áður en aðild er veitt. Þótt tiltekin umsóknarríki hafi fengið tímabundnar undanþágur frá ákveðnum reglum á meðan á aðlögunarferlinu stendur, er loka niðurstaðan ætíð full aðlögun að lögum og reglum sambandsins. Varanlegar undanþágur eru ekki veittar. Aðlögunarferlið er hannað þannig að stjórnsýsla og löggjöf umsóknarríkisins verði í samræmi við kröfur sambandsins með tímanum. Þannig er tryggt að öll aðildarríki ESB starfi eftir sömu reglum og skilyrðum, sem stuðlar að samheldni sambandsins og eflingu innri markaðarins. Því er óþarfi að tala um að „líta í pakkann“ eða „taka samtal“, fyrir liggur hvað felst í aðild. Það eina sem þarf er að kynna sér málið. Helstu upplýsingar um umsóknarferlið er að finna hér: Conditions for membership - European Commission ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/doc_93_3 FAQ accession negotiations.pdf Höfundur er lögfræðingur og nemandi í LL.M. í evrópskum og alþjóðlegum skattarétti við Háskólann í Lundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræðan um endurupptöku umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu aftur blossað upp. Sumir halda því fram að það „saki ekki að líta í pakkann“ og að Ísland gæti „samið um undanþágur“ vegna sérstöðu sinnar. Slík rök hafa verið sett fram af ýmsum samfélagsrýnendum og jafnvel kjörnum fulltrúum núverandi stjórnarflokka. Þessi rök bera vitni um skort á skilningi á eðli aðildarferlisins. Það er óumdeilanlegt hvað felst í aðild að Evrópusambandinu, ferlið er ekki hefðbundnar samningaviðræður heldur umsóknarferli. Eina atriðið sem samið er um snýr að nákvæmum skilyrðum, tímasetningu aðlögunar, innleiðingu og framfylgd allra gildandi reglna Evrópusambandsins af hálfu umsóknarríkisins. Markmið ferlisins er að tryggja að umsóknarríki séu tilbúin til að axla ábyrgð aðildar og að öll nauðsynleg skilyrði séu uppfyllt áður en aðild er veitt. Þótt tiltekin umsóknarríki hafi fengið tímabundnar undanþágur frá ákveðnum reglum á meðan á aðlögunarferlinu stendur, er loka niðurstaðan ætíð full aðlögun að lögum og reglum sambandsins. Varanlegar undanþágur eru ekki veittar. Aðlögunarferlið er hannað þannig að stjórnsýsla og löggjöf umsóknarríkisins verði í samræmi við kröfur sambandsins með tímanum. Þannig er tryggt að öll aðildarríki ESB starfi eftir sömu reglum og skilyrðum, sem stuðlar að samheldni sambandsins og eflingu innri markaðarins. Því er óþarfi að tala um að „líta í pakkann“ eða „taka samtal“, fyrir liggur hvað felst í aðild. Það eina sem þarf er að kynna sér málið. Helstu upplýsingar um umsóknarferlið er að finna hér: Conditions for membership - European Commission ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/doc_93_3 FAQ accession negotiations.pdf Höfundur er lögfræðingur og nemandi í LL.M. í evrópskum og alþjóðlegum skattarétti við Háskólann í Lundi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun