Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar 7. apríl 2025 14:46 Þegar fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kom út á dögunum ráku margir upp stór augu. Boðaður er óvæntur og alvarlegur niðurskurður í menntamálum. Niðurskurður sem mun stórskaða menntakerfið okkar til framtíðar. Ef við lítum á kafla 22 í áætluninni sem heitir Önnur skólastig og stjórnsýsla menntamála sem eru meðal annars leik- og grunnskólastigið, þá má þar greina metnaðarfulla framtíðarsýn, markmið og stefnu. En svo kemur það sem mér finnst ótrúlegt. Skera á niður útgjaldarammann um 1,5 milljarð á tímabili áætlunarinnar og þar af 1 milljarð milli 2025 og 2026. Að fella niður tímabundnar fjárheimildir er línan sem er lögð. Hvað það þýðir er ekki sérstaklega útskýrt í áætluninni; en í raunveruleikanum þýðir það – að fjöldi mikilvægra verkefna verða lögð niður. Verkefni sem voru sett af stað til þess að ná þeim markmiðum og þeirri framtíðarsýn, sem skeytt var framan við niðurskurðarfréttinar. Meðal þessara verkefna sem hér um ræðir eru ofbeldisforvarnir barna, inngilding erlendra foreldra inn í skólasamfélagið og Farsældarsáttmálinn sem hefur hrundið af stað bylgju í eflingu foreldrasamstarfs, sem hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu tveimur árum, frá því að Farsældasáttmáli Heimilis og skóla var kynntur til leiks. Hvert sem litið er, hvort sem það eru rannsóknir eða okkar eigin upplifun, þá er mikill samhljómur meðal foreldra og innan skólasamfélagsins um mikilvægi þessara verkefna. Pisa könnunin tekur undir þetta og helgar þessu málefni sérkafla í síðustu útgáfu PISA. Þar kemur skírt fram, að verri árangur í námi megi að miklu leiti rekja til minni þátttöku foreldra. Þessari þróun þarf að snúa við, en það er ljóst að það gerist ekki í tómarúmi né án stuðnings frá opinberum aðilum. Í þessum pistli vísa ég eingöngu í einn kafla áætlunarinnar sem tengist menntun barna, en hvert sem er litið og hvar sem stungið er niður í áætlun ríkisstjórnarinnar; þar er boðaður niðurskurður. Niðurskurður sem mun hafa veruleg og neikvæð áhrif á menntun og umhverfi barna okkar. Ég hvet alla sem láta sig málefni barna og menntun varða, að mótmæla þessum glórulausa niðurskurði sem við stöndum nú fyrir. Höfundur er framkvæmdarstjóri Heimils og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þegar fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kom út á dögunum ráku margir upp stór augu. Boðaður er óvæntur og alvarlegur niðurskurður í menntamálum. Niðurskurður sem mun stórskaða menntakerfið okkar til framtíðar. Ef við lítum á kafla 22 í áætluninni sem heitir Önnur skólastig og stjórnsýsla menntamála sem eru meðal annars leik- og grunnskólastigið, þá má þar greina metnaðarfulla framtíðarsýn, markmið og stefnu. En svo kemur það sem mér finnst ótrúlegt. Skera á niður útgjaldarammann um 1,5 milljarð á tímabili áætlunarinnar og þar af 1 milljarð milli 2025 og 2026. Að fella niður tímabundnar fjárheimildir er línan sem er lögð. Hvað það þýðir er ekki sérstaklega útskýrt í áætluninni; en í raunveruleikanum þýðir það – að fjöldi mikilvægra verkefna verða lögð niður. Verkefni sem voru sett af stað til þess að ná þeim markmiðum og þeirri framtíðarsýn, sem skeytt var framan við niðurskurðarfréttinar. Meðal þessara verkefna sem hér um ræðir eru ofbeldisforvarnir barna, inngilding erlendra foreldra inn í skólasamfélagið og Farsældarsáttmálinn sem hefur hrundið af stað bylgju í eflingu foreldrasamstarfs, sem hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu tveimur árum, frá því að Farsældasáttmáli Heimilis og skóla var kynntur til leiks. Hvert sem litið er, hvort sem það eru rannsóknir eða okkar eigin upplifun, þá er mikill samhljómur meðal foreldra og innan skólasamfélagsins um mikilvægi þessara verkefna. Pisa könnunin tekur undir þetta og helgar þessu málefni sérkafla í síðustu útgáfu PISA. Þar kemur skírt fram, að verri árangur í námi megi að miklu leiti rekja til minni þátttöku foreldra. Þessari þróun þarf að snúa við, en það er ljóst að það gerist ekki í tómarúmi né án stuðnings frá opinberum aðilum. Í þessum pistli vísa ég eingöngu í einn kafla áætlunarinnar sem tengist menntun barna, en hvert sem er litið og hvar sem stungið er niður í áætlun ríkisstjórnarinnar; þar er boðaður niðurskurður. Niðurskurður sem mun hafa veruleg og neikvæð áhrif á menntun og umhverfi barna okkar. Ég hvet alla sem láta sig málefni barna og menntun varða, að mótmæla þessum glórulausa niðurskurði sem við stöndum nú fyrir. Höfundur er framkvæmdarstjóri Heimils og skóla.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar