Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 08:31 Almuth Schult vann Meistaradeildina með liði Wolfsburg. Getty/Boris Streubel Knattspyrnukonan Almuth Schult vann bæði Ólympíugull með þýska landsliðinu og Meistaradeildina með VfL Wolfsburg. Hún segir fótboltaferil sinn hafa endað allt of snemma vegna þess að evrópsku félögin vilji í raun ekki semja við knattspyrnukonur sem eiga börn. Hin 34 ára gamla Schult setti fótboltaskóna upp á hillu í mars, þremur mánuðum eftir að samningur hennar við bandaríska félagið Kansas City Current rann út. Við þekkjum vel sögu Söru Bjarkar Gunnarsdóttir sem barðist fyrir réttindum sínum sem verðandi móður hjá franska stórliðinu Lyon. Schult er samt á því að evrópsku félögin séu ekki komin enn á þann stað sem þau þurfa að vera þegar kemur að barneignum leikmanna. „Ég tel að félögunum í Evrópu finnist það ekki eðlilegt að knattspyrnukonur eigi börn. Hvort sem að félögin viðurkenni það eða ekki, þetta er bara mitt huglæga mat,“ sagði Almuth Schult í viðtali við Kicker. ESPN segir frá. Fußball spielen und Mutter sein? Für Ex-Nationalspielerin Almuth Schult gibt es damit in Europa noch große Probleme. https://t.co/aSoq2P1Ve4— stern (@sternde) April 22, 2025 „Mörg af þessum félögum halda að það muni þýða vesen og vandræði að vera með mæður í sínu liði en það þarf alls ekki að vera þannig,“ sagði Schult. Schult telur að hún hefði getið spila eitt eða tvö tímabil í viðbót á hæsta stigi en það að hún sé móðir sé aðalástæðan fyrir því að hún fékk ekki nýjan samning. Einu tilboðin voru um að verða þriðji markvörður liðs. „Ég var orðin samningslaus eftir aðra meðgöngu mína. Ekkert félag trúði því að ég gæti hjálpað þeim þrátt fyrir að ég hafi þegar sýnt það og sannað eftir fyrri meðgönguna mína,“ sagði Schult. Schult vann Meistaradeildina með Wolfsburg árið 2014 og Ólympíugull með þýska landsliðinu í Ríó 2016. Hún eignaðist tvíbura árið 2020 og sitt þriðja barn síðan árið 2023. „Ferill minn hefði þróast allt öðruvísi hefði ég fengið sama stuðning í Þýskalandi og ég fékk í Bandaríkjunum,“ sagði Schult. Women’s soccer star Almuth Schult says clubs didn’t want to sign a player with kids https://t.co/mV7TEOXn0F— Hartford Courant (@hartfordcourant) April 22, 2025 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Sjá meira
Hin 34 ára gamla Schult setti fótboltaskóna upp á hillu í mars, þremur mánuðum eftir að samningur hennar við bandaríska félagið Kansas City Current rann út. Við þekkjum vel sögu Söru Bjarkar Gunnarsdóttir sem barðist fyrir réttindum sínum sem verðandi móður hjá franska stórliðinu Lyon. Schult er samt á því að evrópsku félögin séu ekki komin enn á þann stað sem þau þurfa að vera þegar kemur að barneignum leikmanna. „Ég tel að félögunum í Evrópu finnist það ekki eðlilegt að knattspyrnukonur eigi börn. Hvort sem að félögin viðurkenni það eða ekki, þetta er bara mitt huglæga mat,“ sagði Almuth Schult í viðtali við Kicker. ESPN segir frá. Fußball spielen und Mutter sein? Für Ex-Nationalspielerin Almuth Schult gibt es damit in Europa noch große Probleme. https://t.co/aSoq2P1Ve4— stern (@sternde) April 22, 2025 „Mörg af þessum félögum halda að það muni þýða vesen og vandræði að vera með mæður í sínu liði en það þarf alls ekki að vera þannig,“ sagði Schult. Schult telur að hún hefði getið spila eitt eða tvö tímabil í viðbót á hæsta stigi en það að hún sé móðir sé aðalástæðan fyrir því að hún fékk ekki nýjan samning. Einu tilboðin voru um að verða þriðji markvörður liðs. „Ég var orðin samningslaus eftir aðra meðgöngu mína. Ekkert félag trúði því að ég gæti hjálpað þeim þrátt fyrir að ég hafi þegar sýnt það og sannað eftir fyrri meðgönguna mína,“ sagði Schult. Schult vann Meistaradeildina með Wolfsburg árið 2014 og Ólympíugull með þýska landsliðinu í Ríó 2016. Hún eignaðist tvíbura árið 2020 og sitt þriðja barn síðan árið 2023. „Ferill minn hefði þróast allt öðruvísi hefði ég fengið sama stuðning í Þýskalandi og ég fékk í Bandaríkjunum,“ sagði Schult. Women’s soccer star Almuth Schult says clubs didn’t want to sign a player with kids https://t.co/mV7TEOXn0F— Hartford Courant (@hartfordcourant) April 22, 2025
Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Sjá meira