Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir, Hrefna Dagbjört Arnardóttir, Inga Fríða Guðbjörnsdóttir og Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifa 27. apríl 2025 10:02 Í 1. grein laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna segir að meginmarkmið laganna sé að „stuðla að farsæld barna og tryggja að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.“ Á undanförnum misserum hefur orðið meira áberandi hversu mörg börn glíma við skólaforðun, agavanda og almenna vanlíðan í leik- og grunnskólum. Þessi þróun kallar á fjölbreytta og þverfaglega nálgun til að mæta þörfum barna á skilvirkan og mannúðlegan hátt. Þó margt gott sé gert, stendur kerfið oft frammi fyrir því að leita lausna með of fáum fagaðilum og of seint. Í umræðunni virðist gleymast iðulega ein mikilvæg fagstétt og það eru iðjuþjálfar. Iðjuþjálfar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna, enda búa þeir yfir þekkingu og aðferðum sem nýtast vel í að greina undirliggjandi vanda og styðja við þátttöku barna í skólastarfi. Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í því að greina og styðja við daglega iðju allt frá grunnþörfum til náms, félagslegra samskipta og leikja. Þeir vinna með einstaklingum sem eiga erfitt með að takast á við daglegt líf, hvort sem það tengist hreyfifærni, einbeitingu, skynúrvinnslu, félagslegri hegðun eða andlegri líðan. Það er því eðlilegt og raunar afar mikilvægt að starf þeirra sé virkjað í leik- og grunnskólum, þar sem slíkir þættir koma gjarnan fram. Vandi sem kallar á heildrænar lausnir Þegar barn á erfitt með að sitja kyrrt, fylgja fyrirmælum, tengjast öðrum börnum eða halda athygli í tímum, er oft horft til hegðunar en ekki undirliggjandi orsaka. Iðjuþjálfar horfa heildrænt á barnið og greina vandan með tilliti til undirliggjandi þátta og umhverfis. Með því að beita heildrænni nálgun geta iðjuþjálfar ekki aðeins stutt börn heldur einnig kennt starfsfólki og foreldrum leiðir til aðlögunar og forvarnar. Þeir geta metið og aðstoðað við aðlögun í leik- og grunnskóla umhverfinu, boðið upp á aðferðir til að efla tilfinningastjórnun og einbeitingu, komið með lausnir til að bæta félagslega þátttöku, styrkja sjálfsmynd barna, koma auga á skynúrvinnsluvanda og verið lykilaðilar í þverfaglegu teymi til að þróa skóla í átt að betra umhverfi, auknu aðgengi og vellíðan barna. Með auknu hlutverki iðjuþjálfa og samþættri þjónustu fagaðila innan skólasamfélagsins má grípa fyrr inn í, veita aðstoð á réttum tíma og forðast að vandinn magnist upp. Ráða þarf inn fleiri iðjuþjálfa í leik- og grunnskóla Ráða þarf inn iðjuþjálfa í leik-og grunnskóla til að sérþekking þeirra nýtist sem best, en til þess þarf að breyta áherslum innan menntakerfisins. Iðjuþjálfar eiga að vera hluti af fagteymum skólanna, ekki bara sem ráðgjafar, heldur sem virkir þátttakendur í mótun skólaumhverfisins. Í tillögum velferðarvaktarinnar frá árinu 2019 er bent á að nauðsynlegt er að auka stuðning, úrræði og forvarnir innan veggja skólanna og þar koma iðjuþjálfar sterkir inn. Þetta kallar á pólitíska forgangsröðun og aukna fræðslu til stjórnenda og starfsfólks í leik-og grunnskólum. Tækifærið sem bíður Við höfum tækifæri til að breyta þessari þróun. Með því að virkja iðjuþjálfa fyrr innan þvegfagleglegs teymis er hægt að grípa börn fyrr með snemmtækri íhlutun og koma í veg fyrir snjóboltaáhrif sem geta leitt til alvarlegri vandamála seinna meir. Mikilvægt er að skólakerfið viðurkenni gildi iðjuþjálfa sé góð leið í átt að heildrænnu starfi innan veggja leik- og grunnskóla. Höfundar eru útskriftarnemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í 1. grein laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna segir að meginmarkmið laganna sé að „stuðla að farsæld barna og tryggja að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.“ Á undanförnum misserum hefur orðið meira áberandi hversu mörg börn glíma við skólaforðun, agavanda og almenna vanlíðan í leik- og grunnskólum. Þessi þróun kallar á fjölbreytta og þverfaglega nálgun til að mæta þörfum barna á skilvirkan og mannúðlegan hátt. Þó margt gott sé gert, stendur kerfið oft frammi fyrir því að leita lausna með of fáum fagaðilum og of seint. Í umræðunni virðist gleymast iðulega ein mikilvæg fagstétt og það eru iðjuþjálfar. Iðjuþjálfar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna, enda búa þeir yfir þekkingu og aðferðum sem nýtast vel í að greina undirliggjandi vanda og styðja við þátttöku barna í skólastarfi. Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í því að greina og styðja við daglega iðju allt frá grunnþörfum til náms, félagslegra samskipta og leikja. Þeir vinna með einstaklingum sem eiga erfitt með að takast á við daglegt líf, hvort sem það tengist hreyfifærni, einbeitingu, skynúrvinnslu, félagslegri hegðun eða andlegri líðan. Það er því eðlilegt og raunar afar mikilvægt að starf þeirra sé virkjað í leik- og grunnskólum, þar sem slíkir þættir koma gjarnan fram. Vandi sem kallar á heildrænar lausnir Þegar barn á erfitt með að sitja kyrrt, fylgja fyrirmælum, tengjast öðrum börnum eða halda athygli í tímum, er oft horft til hegðunar en ekki undirliggjandi orsaka. Iðjuþjálfar horfa heildrænt á barnið og greina vandan með tilliti til undirliggjandi þátta og umhverfis. Með því að beita heildrænni nálgun geta iðjuþjálfar ekki aðeins stutt börn heldur einnig kennt starfsfólki og foreldrum leiðir til aðlögunar og forvarnar. Þeir geta metið og aðstoðað við aðlögun í leik- og grunnskóla umhverfinu, boðið upp á aðferðir til að efla tilfinningastjórnun og einbeitingu, komið með lausnir til að bæta félagslega þátttöku, styrkja sjálfsmynd barna, koma auga á skynúrvinnsluvanda og verið lykilaðilar í þverfaglegu teymi til að þróa skóla í átt að betra umhverfi, auknu aðgengi og vellíðan barna. Með auknu hlutverki iðjuþjálfa og samþættri þjónustu fagaðila innan skólasamfélagsins má grípa fyrr inn í, veita aðstoð á réttum tíma og forðast að vandinn magnist upp. Ráða þarf inn fleiri iðjuþjálfa í leik- og grunnskóla Ráða þarf inn iðjuþjálfa í leik-og grunnskóla til að sérþekking þeirra nýtist sem best, en til þess þarf að breyta áherslum innan menntakerfisins. Iðjuþjálfar eiga að vera hluti af fagteymum skólanna, ekki bara sem ráðgjafar, heldur sem virkir þátttakendur í mótun skólaumhverfisins. Í tillögum velferðarvaktarinnar frá árinu 2019 er bent á að nauðsynlegt er að auka stuðning, úrræði og forvarnir innan veggja skólanna og þar koma iðjuþjálfar sterkir inn. Þetta kallar á pólitíska forgangsröðun og aukna fræðslu til stjórnenda og starfsfólks í leik-og grunnskólum. Tækifærið sem bíður Við höfum tækifæri til að breyta þessari þróun. Með því að virkja iðjuþjálfa fyrr innan þvegfagleglegs teymis er hægt að grípa börn fyrr með snemmtækri íhlutun og koma í veg fyrir snjóboltaáhrif sem geta leitt til alvarlegri vandamála seinna meir. Mikilvægt er að skólakerfið viðurkenni gildi iðjuþjálfa sé góð leið í átt að heildrænnu starfi innan veggja leik- og grunnskóla. Höfundar eru útskriftarnemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun