Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 3. maí 2025 11:30 Flestir foreldrar í Reykjavík þekkja frístundarvefinn, vefur sem hefur geymt upplýsingar um námskeið til íþrótta og tómstunda í Reykjavík í mörg ár. Margir foreldrar kannast við að sitja framan við skjáinn til að skrá ungana sína í spennandi sumarnámskeið, valið hverfi, tímabil og skannað fjölbreytt framboð á námskeiðum og afþreyingu. Vefurinn var komin til ára sinna og brýnt að uppfæra hann og aðlaga að nýjum stöðlum. Sá annmarki hefur verið á vefnum að hann hefur einungis haldið utan um þjónustuframboð fyrir börn og ungmenni en ekki önnur aldursskeið eins og eldra fólk. Úr því þurfti að bæta. Samræmd upplýsingagjöf í þágu eldra fólks í Reykjavík Öldungaráð Reykjavíkurborgar samþykkti tillögu á síðasta ári um að gerður yrði samræmdur vettvangur sem innihéldi upplýsingar, tímasetningar og gjaldskrá um framboð á tómstundum og heilsueflingu, líkamlegri, andlegri og félagslegri, sem Reykjavíkurborg veitir, styður eða styrkir til eldra fólks í öllum hverfum í rauntíma. Í tillögunni var vísað til frístundavefs Reykjavíkurborgar, fristund.is sem viðmið til að byggja á. Prufuútgáfa þessa nýja vefs hefur nú litið dagsins ljós og er í vinnslu. Upplýsingavefurinn sem allir foreldrar þekkja býður nú upp á þjónustuframboð fyrir eldra fólk líka. Það er stórt skref í átt til betri og samræmdari upplýsingagjöf um þjónustu við eldra fólk í Reykjavík. Hvaða er í boði, á hvaða tíma og í hvaða hverfum til að mynda hvenær íþróttahús borgarinnar eru opin fyrir eldra fólk yfir vetrartímann, á hvaða dögum sundleikfimi er í Breiðholtslaug, hvenær Kraftur í KR hittist eða postulínsmálun er á Vitatorgi. Skipulögð heilsuefling í þágu eldra fólks Sterkur er máttur heilsueflingar, félagslegrar þátttöku og virkni en fyrir utan líkamlegan og andlegan ávinning sem hlýst af hreyfingu þá vegur félagslegi þátturinn þungt í því að sporna gegn meinsemd 21. aldar - einmanaleikanum. Reykjavíkurborg býður upp á fjölbreytta og umfangsmikla þjónustu fyrir íbúa sína á öllum aldri. Með því að samræma upplýsingar um þjónustu fyrir alla aldurshópa opnast tækifæri til að halda utan um fjölbreytt þjónustuframboð í þágu eldra fólks eins og menningarviðburði, sundleikfimi, styrktarþjálfun, dagskrá gönguhópa og félagsmiðstöðva sem og aðra viðburði, námskeið eða afþreyingu innan starfstöðva borgarinnar sem eldra fólk sækir víðsvegar um borg - allt á einum stað. Samræmd upplýsingagjöf eykur lífsgæði enn frekar, opnar á íbúar sæki sér afþreyingu bæði innan hverfis og utan sem þeir hafa áhuga á. Maður er manns gaman. Viltu segja þína skoðun á nýjum vef? Nýi vefurinn er komin í prófun. Mikilvægt að áhugasöm komi að því að segja, hvernig hann og viðmótið virkar á borgarbúa. Þessi útgáfa á vefnum er sett í loftið til að kanna virkni og viðmót og er ekki endanlegur vefur. Hann kemur síðar þegar prófunarútgáfan hefur fengið sína rýni og betrum bætur. Vefslóðin er https://fristund.is/ og þar er hægt að ýta á ábendinga glugga sem spyr hvað sé gott og hvað má gera betur. Langar mig að hvetja öll sem hafa áhuga á góðri þjónustu borgarinnar að gefa sér tíma til að rýna vefnum eins og hann birtist. Börn, foreldrar, ungt fólk, eldra fólk þarf að geta nýtt sér hann og því mikilvægt að flest gefi sér tíma til að prófa - einmitt til að gera þjónustu borgina Reykjavík ennþá betri. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, fyrrverandi formaður öldungaráðs og fulltrúi í menningar- og íþróttaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Flestir foreldrar í Reykjavík þekkja frístundarvefinn, vefur sem hefur geymt upplýsingar um námskeið til íþrótta og tómstunda í Reykjavík í mörg ár. Margir foreldrar kannast við að sitja framan við skjáinn til að skrá ungana sína í spennandi sumarnámskeið, valið hverfi, tímabil og skannað fjölbreytt framboð á námskeiðum og afþreyingu. Vefurinn var komin til ára sinna og brýnt að uppfæra hann og aðlaga að nýjum stöðlum. Sá annmarki hefur verið á vefnum að hann hefur einungis haldið utan um þjónustuframboð fyrir börn og ungmenni en ekki önnur aldursskeið eins og eldra fólk. Úr því þurfti að bæta. Samræmd upplýsingagjöf í þágu eldra fólks í Reykjavík Öldungaráð Reykjavíkurborgar samþykkti tillögu á síðasta ári um að gerður yrði samræmdur vettvangur sem innihéldi upplýsingar, tímasetningar og gjaldskrá um framboð á tómstundum og heilsueflingu, líkamlegri, andlegri og félagslegri, sem Reykjavíkurborg veitir, styður eða styrkir til eldra fólks í öllum hverfum í rauntíma. Í tillögunni var vísað til frístundavefs Reykjavíkurborgar, fristund.is sem viðmið til að byggja á. Prufuútgáfa þessa nýja vefs hefur nú litið dagsins ljós og er í vinnslu. Upplýsingavefurinn sem allir foreldrar þekkja býður nú upp á þjónustuframboð fyrir eldra fólk líka. Það er stórt skref í átt til betri og samræmdari upplýsingagjöf um þjónustu við eldra fólk í Reykjavík. Hvaða er í boði, á hvaða tíma og í hvaða hverfum til að mynda hvenær íþróttahús borgarinnar eru opin fyrir eldra fólk yfir vetrartímann, á hvaða dögum sundleikfimi er í Breiðholtslaug, hvenær Kraftur í KR hittist eða postulínsmálun er á Vitatorgi. Skipulögð heilsuefling í þágu eldra fólks Sterkur er máttur heilsueflingar, félagslegrar þátttöku og virkni en fyrir utan líkamlegan og andlegan ávinning sem hlýst af hreyfingu þá vegur félagslegi þátturinn þungt í því að sporna gegn meinsemd 21. aldar - einmanaleikanum. Reykjavíkurborg býður upp á fjölbreytta og umfangsmikla þjónustu fyrir íbúa sína á öllum aldri. Með því að samræma upplýsingar um þjónustu fyrir alla aldurshópa opnast tækifæri til að halda utan um fjölbreytt þjónustuframboð í þágu eldra fólks eins og menningarviðburði, sundleikfimi, styrktarþjálfun, dagskrá gönguhópa og félagsmiðstöðva sem og aðra viðburði, námskeið eða afþreyingu innan starfstöðva borgarinnar sem eldra fólk sækir víðsvegar um borg - allt á einum stað. Samræmd upplýsingagjöf eykur lífsgæði enn frekar, opnar á íbúar sæki sér afþreyingu bæði innan hverfis og utan sem þeir hafa áhuga á. Maður er manns gaman. Viltu segja þína skoðun á nýjum vef? Nýi vefurinn er komin í prófun. Mikilvægt að áhugasöm komi að því að segja, hvernig hann og viðmótið virkar á borgarbúa. Þessi útgáfa á vefnum er sett í loftið til að kanna virkni og viðmót og er ekki endanlegur vefur. Hann kemur síðar þegar prófunarútgáfan hefur fengið sína rýni og betrum bætur. Vefslóðin er https://fristund.is/ og þar er hægt að ýta á ábendinga glugga sem spyr hvað sé gott og hvað má gera betur. Langar mig að hvetja öll sem hafa áhuga á góðri þjónustu borgarinnar að gefa sér tíma til að rýna vefnum eins og hann birtist. Börn, foreldrar, ungt fólk, eldra fólk þarf að geta nýtt sér hann og því mikilvægt að flest gefi sér tíma til að prófa - einmitt til að gera þjónustu borgina Reykjavík ennþá betri. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, fyrrverandi formaður öldungaráðs og fulltrúi í menningar- og íþróttaráði.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun