Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar 26. maí 2025 11:02 Mannfall á Gazaströndinni er endurtekið stef í fréttum. Þar halda Ísraelsmenn uppi linnulausum árásum sem sérstaklega bitna á saklausum borgurum, börnum og konum. Upphaf þessa síðasta þáttar í harmleiknum í Palestínu – Ísrael, hófst með skelfilegri árás hryðjuverkasamtaka Hamas á Ísrael í október 2023. Nú er svo komið að mörg okkar geta eiginlega ekki heyrt né séð fréttir frá þessum heimshluta lengur af samlíðun með því fólki sem sætir stöðugum árásum. Allt frá því að ég heimsótti Ísrael og Palestínu snemma árs 1978 hefur þessi deila valdið mér sálarkröm. Mín kynslóð, eftirstríðsárakynslóðin ólst upp við aðdáun á stofnun og framgangi Ísraelsríkis. Ég tilheyrði sem ungur maður félagsskap sem nefndist Vináttufélag Ísland-Ísrael. Heimsóknin til Ísrael og Palestínu 1978 færði manni heim sanninn um hversu flókin þessi saga er og fáir með hreinan skjöld. Rétt áður en ég lenti í Tel Aviv höfðu palestínskir hryðjuverkamenn drepið tugi Ísraela. Dagana sem ég dvaldi í landinu réðust Ísraelsmenn inn í Suður-Líbanon. Drunur í herþotum í lágflugi heyrðust í eyðimörkinni þar sem Samverji (lesist Palestínumaður) eitt sinn miskunnaði særðum manni, en prestur og levíti (lesist gyðingar) gengu hjá. Að hitta augliti til auglitis unga sem eldri Ísraelsmenn og Palestínumenn, suma nýkomna úr átökum, opinberaði hversu mikill harmleikur var þarna á ferðinni. En heim kominn hafði samúð mín færst úr stað. Mér fannst ég skilja Palestínumennina betur. Með nokkurri skyndingu hafði landið sem þeir höfðu búið í um aldir verið tekið frá þeim og þeir reknir frá heimilum sínum. Hryðjuverk síðan unnin á báða bóga. Samúð okkar með Ísrael byggði ekki síst á þeim skelfilega glæp þegar nasistar myrtu sex milljónir gyðinga á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Sú samúð – og sektarkennd vestrænna þjóða var siðferðileg forsenda fyrir stofnun Ísraelsríkis fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna. Þó höfðu aðrir átt þetta land fyrir. Stofnun Ísraelsríkis var að miklu leyti grundvölluð á landráni líkt og Bandaríkin áður. Vitlaust gefið í upphafi. Lengi vel bar maður þá von í brjósti að það tækist að finna lausn á þessu flókna hjónabandi; gyðingar sem höfðu verið reknir frá þessu landi fyrir 1900 árum gætu lifað þar í friði með Palestínumönnum, múslimum sem kristnum mönnum sem höfðu búið þarna um aldir – ásamt sefardím-gyðingum. Þeir eru afkomendur gyðinga sem Spánverjar höfðu rekið burt eftir 1492 og hafa búið í Mið-Austurlöndum allar götur síðan. Einn helsti leiðtogi sefardím-gyðinga var Elie Eliachar. Hann og aðrir sem voru fæddir í Palestínu þekktu vel sitt heimafólk, en nálægt ein milljón þeirra hafði flutt til Ísrael frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum. Það voru hins vegar s.k. askenasím-gyðingar frá Mið- og Austur-Evrópu sem réðu ferðinni á fystu áratugum Ísraelsríkis. Líkt og aðrir Evrópumenn litu þeir gjarnan niður á íbúa Mið-Austurlanda, m.a. trúbræður sína sefardím-gyðinga að sögn Eliachar (Gillon. Israelis and Palestinians, Co-Existence or... Collings, London 1978). Noam Chomsky, einn þekktasti menningarrýnir síðustu áratuga og gyðingur sjálfur hefur sagt að stofnun Ísraelsríkis með innflytjendur frá Evrópu hafi verið síðasta útspil evrópskrar nýlendustefnu og hroka gagnvart fólki úr öðrum heimshornum. Um tíma, þrátt fyrir allt, stefndi í friðarátt. Fyrst var það Camp David samkomulagið milli Ísrael og Egyptlalands 1978, síðan Oslóar samkomulagið milli Ísrael og PLO 1993 og 1995. Friðarsinnar úr báðum herbúðum virtust hafa yfirhöndina. En slíkar vonir entust ekki lengi. Sadat leiðtogi Egyptalands var myrtur 1981 af bókstafstrúarmanni. 1995 var Rabin forsætisráðherra Ísraels svo myrtur af hægri öfgamanni. Það fjaraði undan friðnum. Á 10. áratug fóru að flykkjast til Ísrael hópar af gyðingum frá fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna og Bandaríkjunum. Þetta fólk var flest bókstafstrúar. Á sama hátt og bókstafstrúarfólk meðal múslima og kristinna manna töldu þeir sig hafa beint umboð frá guði almáttugum. Þeir væru hinir sönnu Ísraelar og guð hefði gefi þeim fyrirheit um landið milli árinnar Jórdan og Miðjarðarhafsins þó svo að landamæri hins forna Ísraels hafi aldrei legið nákvæmlega þar. Landtökufólkið á Vesturbakkanum tilheyrir þessum hópi. Þessi hópur var upphaflega á jaðrinum en tók nú frumkvæðið í ísraelskum stjórnmálum. Ofsatrúin tók við af skynsemi og hófstillingu. Lík þróun og hefur gerst í Bandaríkjunum, því ríki sem áratugum saman hefur stutt Ísraelsríki. Tvö lönd á hættulegri leið til trúarfasisma. Fyrrverandi ritstjóri Politiken, danski gyðingurinn Herbert Pundik orðaði þetta þannig í endurminningum sínum að bókstafstrúarfólk hafi „tekið Ísrael í gislingu“. Sjálfur bjó hann áratugi í Ísrael en flutti svo aftur til Danmerkur. Saga Pundiks er merkileg heimild um þróunina í Ísrael frá stofnun ríkisins 1948 (Herbert Pundik. Det er ikke nok at overleve. Gyldendal. 2005). Við höfum horft upp á hinn síðari ár hvernig bókstafstrúarfólkið hefur tekið yfir og mótað stefnu stjórnvalda í Ísrael, vel stutt af bókstafstrúarfólki í Bandaríkjunum, ekki bara gyðingum heldur einnig fólki þar í landi sem aðhyllist íhaldssama kristna þjóðernishyggju. Fólkinu sem fleytti fyrirbærinu Trump í Hvíta húsið. Á Gaza réðu svo bókstafstrúaðir múslimar í Hamas. Trúaröfgar á báða bóga. „Guðlegur“ réttur tók við af mannréttindum. Þeir sem ekki aðhyllast slíkan málflutning eru oft réttdræpir. Omer Bartov er ísraelskur sagnfræðingur sem búið hefur í Bandaríkjunum síðustu áratugi, en var sem ungur maður í Ísraelsher. Hann segir í nýlegri grein í The Guardian að sér hafi brugðið þegar hann kom aftur til Ísrael fyrir nokkrum árum að halda fyrirlestra í sínu fagi. Hann hafði skrifað doktorsritgerð frá Oxford um innrætingu og viðhorf þýskra hermanna á austurvígstöðvunum í seinni heimstyrjöldinni. Ólíkt því sem oft hefur verið haldið fram frömdu ekki bara Gestapo og SS-liðar fjöldamorð á slövum og gyðingum í Austur-Evrópu, heldur einnig óbreyttir þýskir hermenn. Þeim hafði verið innrætt að þetta fólk væri „maðkur en ekki maður“ eins og segir í fornum gyðinglegum sálmi. Það væri réttdræpt. Þegar Bartov snéri aftur til Ísrael og kannaði viðhorf ísraelskra hermanna til Palestínumanna mætti honum sama viðhorfið. Þetta fólk væri ekki mennskt heldur réttdræpir hryðuverkamenn, jafnvel konur og börn (sjá hér). Það sama má segja um viðhorf Hamas-liða til Ísraelsmanna. Hefndarþorsti bókstafsins. Hefnd og aftur hefnd. Auga fyrir auga. Auga fyrir auga. Hefndarskyldan er ekki gott stjórntæki. Þetta forna lagaboð í lögmáli Ísraels (reyndar ættað úr lögbók súmerska kóngsins Hammúrabi) var reyndar sett í fornum samfélögum Mið-Austurlanda til að tempra hefndarskylduna sem var almennt við lýði. Eitt auga skyldi koma fyrir eitt skaddað auga – ekki hundrað augu fyrir eitt eins og er stefna Netanjahús og bókstafshyggjumannanna í stjórn Ísraels. Hefndarskyldan er fráleit aðferð til að koma á friði. Það hefur fólk lengi vitað. Þetta vissu forn-Grikkir eftir borgarastyrjaldir þar á 5. öld. Skýrast kemur það fram í þríleik Æskýlosar, Oresteiu þar sem hefndin gengur fram kynslóð eftir kynslóð með endalausu blóðbaði. Svipaða nálgun má finna í Njálu, mestu sögu hins íslenska arfs. Það hefur verið sagt að boðskapur þeirrar sögu sé að með lögum skuli land byggja en ekki með hefndarskyldu. Hin kristnu gildi um fyrirgefningu og sátt skyldu koma í stað hinnar fornu, heiðnu hefndarskyldu. Það var lærdómur Njáluhöfundar eftir Sturlungaöld, blóðugustu borgarastyrjöld sem háð hefur verið hér á landi og einkenndist af hefndarskyldunni. Frammi fyrir hefndarofsa núverandi stjórnvalda í Ísrael virðist fátt getað stuðlað að friði svo lengi sem Bandaríkin styðja þetta framferði eða láta það óátalið. Það er ekki miskunn eða friður sem ræður ríkjum þrátt fyrir sterka áherslu í þeim trúarbrögðum sem kennd eru við Abraham; gyðingdómi, kristindómi og islam. Heldur refsigleði og hefnd, - múrar og gettó sem eru helstu gildi bókstafstrúarinnar. Hún er yfir og allt um kring í þessum vanhelgu átökum. Evrópskar þjóðir hafa verið heldur máttlausar að svara þeim ofsa og öfgum sem átökin í Palestínu afhjúpa. Þær eru ennþá þjakaðar af sektarkennd vegna helfararinnar í Evrópu, svo þjakaðar að þær virðast vanfærar að takast á við helför þá sem nú er farin á Gaza. Þau sem leyfa sér að gagnrýna ísraelsk stjórnvöld eru sökuð um gyðingahatur. Þó gagnrýna margir gyðingar Ísrael og benda á að slík gagnrýni sé fráleitt gyðingahatur heldur byggð á gyðinglegum gildum um mannúð og miskunnsemi. Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum er gott dæmi um slíka gagnrýni en hann er sjálfur gyðingur. Davíð Ben-Gurion sem var n.k. faðir Ísraelsríkis og fyrsti forsætisráðherra sagði í ísraelska þinginu Knesset, 20 árum eftir stofnun ríkisins að hann mundi glaður skila hernumdum svæðum fyrir frið. Því miður hafa sporgöngumenn hans í Ísrael hafnað þeirri skoðun en líta á þessi svæði sem gefin hinni útvöldu þjóð af guði sjálfum. Öll meðöl eru réttmæt til að sölsa þau undir sig. Gagnvart slíkum viðhorfum duga engin rök. Ekki síst meðan svipuð viðhorf ráða í Bandaríkjunum. Hvað getum við gert í máttleysi okkar þegar við horfum upp á þennan hildarleik? Í mínum huga er það ljóst að við eigum að setja stjórnmálasamband við Ísrael á ís líkt og gert hefur verið við Rússland. Og við eigum að skera á öll efnahagsleg tengsl við þetta ríki, m.a. að losna við Rapyd-fyrirtækið en eigandi þess virðist styðja landtökufólk á Vesturbakkanum. Og vitaskuld á að útiloka Ísrael frá Eurovision. Hér er hlekkur á vef með upplýsingum um hvernig á að sniðganga ísraelskar vörur. Höfundur er guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Mannfall á Gazaströndinni er endurtekið stef í fréttum. Þar halda Ísraelsmenn uppi linnulausum árásum sem sérstaklega bitna á saklausum borgurum, börnum og konum. Upphaf þessa síðasta þáttar í harmleiknum í Palestínu – Ísrael, hófst með skelfilegri árás hryðjuverkasamtaka Hamas á Ísrael í október 2023. Nú er svo komið að mörg okkar geta eiginlega ekki heyrt né séð fréttir frá þessum heimshluta lengur af samlíðun með því fólki sem sætir stöðugum árásum. Allt frá því að ég heimsótti Ísrael og Palestínu snemma árs 1978 hefur þessi deila valdið mér sálarkröm. Mín kynslóð, eftirstríðsárakynslóðin ólst upp við aðdáun á stofnun og framgangi Ísraelsríkis. Ég tilheyrði sem ungur maður félagsskap sem nefndist Vináttufélag Ísland-Ísrael. Heimsóknin til Ísrael og Palestínu 1978 færði manni heim sanninn um hversu flókin þessi saga er og fáir með hreinan skjöld. Rétt áður en ég lenti í Tel Aviv höfðu palestínskir hryðjuverkamenn drepið tugi Ísraela. Dagana sem ég dvaldi í landinu réðust Ísraelsmenn inn í Suður-Líbanon. Drunur í herþotum í lágflugi heyrðust í eyðimörkinni þar sem Samverji (lesist Palestínumaður) eitt sinn miskunnaði særðum manni, en prestur og levíti (lesist gyðingar) gengu hjá. Að hitta augliti til auglitis unga sem eldri Ísraelsmenn og Palestínumenn, suma nýkomna úr átökum, opinberaði hversu mikill harmleikur var þarna á ferðinni. En heim kominn hafði samúð mín færst úr stað. Mér fannst ég skilja Palestínumennina betur. Með nokkurri skyndingu hafði landið sem þeir höfðu búið í um aldir verið tekið frá þeim og þeir reknir frá heimilum sínum. Hryðjuverk síðan unnin á báða bóga. Samúð okkar með Ísrael byggði ekki síst á þeim skelfilega glæp þegar nasistar myrtu sex milljónir gyðinga á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Sú samúð – og sektarkennd vestrænna þjóða var siðferðileg forsenda fyrir stofnun Ísraelsríkis fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna. Þó höfðu aðrir átt þetta land fyrir. Stofnun Ísraelsríkis var að miklu leyti grundvölluð á landráni líkt og Bandaríkin áður. Vitlaust gefið í upphafi. Lengi vel bar maður þá von í brjósti að það tækist að finna lausn á þessu flókna hjónabandi; gyðingar sem höfðu verið reknir frá þessu landi fyrir 1900 árum gætu lifað þar í friði með Palestínumönnum, múslimum sem kristnum mönnum sem höfðu búið þarna um aldir – ásamt sefardím-gyðingum. Þeir eru afkomendur gyðinga sem Spánverjar höfðu rekið burt eftir 1492 og hafa búið í Mið-Austurlöndum allar götur síðan. Einn helsti leiðtogi sefardím-gyðinga var Elie Eliachar. Hann og aðrir sem voru fæddir í Palestínu þekktu vel sitt heimafólk, en nálægt ein milljón þeirra hafði flutt til Ísrael frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum. Það voru hins vegar s.k. askenasím-gyðingar frá Mið- og Austur-Evrópu sem réðu ferðinni á fystu áratugum Ísraelsríkis. Líkt og aðrir Evrópumenn litu þeir gjarnan niður á íbúa Mið-Austurlanda, m.a. trúbræður sína sefardím-gyðinga að sögn Eliachar (Gillon. Israelis and Palestinians, Co-Existence or... Collings, London 1978). Noam Chomsky, einn þekktasti menningarrýnir síðustu áratuga og gyðingur sjálfur hefur sagt að stofnun Ísraelsríkis með innflytjendur frá Evrópu hafi verið síðasta útspil evrópskrar nýlendustefnu og hroka gagnvart fólki úr öðrum heimshornum. Um tíma, þrátt fyrir allt, stefndi í friðarátt. Fyrst var það Camp David samkomulagið milli Ísrael og Egyptlalands 1978, síðan Oslóar samkomulagið milli Ísrael og PLO 1993 og 1995. Friðarsinnar úr báðum herbúðum virtust hafa yfirhöndina. En slíkar vonir entust ekki lengi. Sadat leiðtogi Egyptalands var myrtur 1981 af bókstafstrúarmanni. 1995 var Rabin forsætisráðherra Ísraels svo myrtur af hægri öfgamanni. Það fjaraði undan friðnum. Á 10. áratug fóru að flykkjast til Ísrael hópar af gyðingum frá fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna og Bandaríkjunum. Þetta fólk var flest bókstafstrúar. Á sama hátt og bókstafstrúarfólk meðal múslima og kristinna manna töldu þeir sig hafa beint umboð frá guði almáttugum. Þeir væru hinir sönnu Ísraelar og guð hefði gefi þeim fyrirheit um landið milli árinnar Jórdan og Miðjarðarhafsins þó svo að landamæri hins forna Ísraels hafi aldrei legið nákvæmlega þar. Landtökufólkið á Vesturbakkanum tilheyrir þessum hópi. Þessi hópur var upphaflega á jaðrinum en tók nú frumkvæðið í ísraelskum stjórnmálum. Ofsatrúin tók við af skynsemi og hófstillingu. Lík þróun og hefur gerst í Bandaríkjunum, því ríki sem áratugum saman hefur stutt Ísraelsríki. Tvö lönd á hættulegri leið til trúarfasisma. Fyrrverandi ritstjóri Politiken, danski gyðingurinn Herbert Pundik orðaði þetta þannig í endurminningum sínum að bókstafstrúarfólk hafi „tekið Ísrael í gislingu“. Sjálfur bjó hann áratugi í Ísrael en flutti svo aftur til Danmerkur. Saga Pundiks er merkileg heimild um þróunina í Ísrael frá stofnun ríkisins 1948 (Herbert Pundik. Det er ikke nok at overleve. Gyldendal. 2005). Við höfum horft upp á hinn síðari ár hvernig bókstafstrúarfólkið hefur tekið yfir og mótað stefnu stjórnvalda í Ísrael, vel stutt af bókstafstrúarfólki í Bandaríkjunum, ekki bara gyðingum heldur einnig fólki þar í landi sem aðhyllist íhaldssama kristna þjóðernishyggju. Fólkinu sem fleytti fyrirbærinu Trump í Hvíta húsið. Á Gaza réðu svo bókstafstrúaðir múslimar í Hamas. Trúaröfgar á báða bóga. „Guðlegur“ réttur tók við af mannréttindum. Þeir sem ekki aðhyllast slíkan málflutning eru oft réttdræpir. Omer Bartov er ísraelskur sagnfræðingur sem búið hefur í Bandaríkjunum síðustu áratugi, en var sem ungur maður í Ísraelsher. Hann segir í nýlegri grein í The Guardian að sér hafi brugðið þegar hann kom aftur til Ísrael fyrir nokkrum árum að halda fyrirlestra í sínu fagi. Hann hafði skrifað doktorsritgerð frá Oxford um innrætingu og viðhorf þýskra hermanna á austurvígstöðvunum í seinni heimstyrjöldinni. Ólíkt því sem oft hefur verið haldið fram frömdu ekki bara Gestapo og SS-liðar fjöldamorð á slövum og gyðingum í Austur-Evrópu, heldur einnig óbreyttir þýskir hermenn. Þeim hafði verið innrætt að þetta fólk væri „maðkur en ekki maður“ eins og segir í fornum gyðinglegum sálmi. Það væri réttdræpt. Þegar Bartov snéri aftur til Ísrael og kannaði viðhorf ísraelskra hermanna til Palestínumanna mætti honum sama viðhorfið. Þetta fólk væri ekki mennskt heldur réttdræpir hryðuverkamenn, jafnvel konur og börn (sjá hér). Það sama má segja um viðhorf Hamas-liða til Ísraelsmanna. Hefndarþorsti bókstafsins. Hefnd og aftur hefnd. Auga fyrir auga. Auga fyrir auga. Hefndarskyldan er ekki gott stjórntæki. Þetta forna lagaboð í lögmáli Ísraels (reyndar ættað úr lögbók súmerska kóngsins Hammúrabi) var reyndar sett í fornum samfélögum Mið-Austurlanda til að tempra hefndarskylduna sem var almennt við lýði. Eitt auga skyldi koma fyrir eitt skaddað auga – ekki hundrað augu fyrir eitt eins og er stefna Netanjahús og bókstafshyggjumannanna í stjórn Ísraels. Hefndarskyldan er fráleit aðferð til að koma á friði. Það hefur fólk lengi vitað. Þetta vissu forn-Grikkir eftir borgarastyrjaldir þar á 5. öld. Skýrast kemur það fram í þríleik Æskýlosar, Oresteiu þar sem hefndin gengur fram kynslóð eftir kynslóð með endalausu blóðbaði. Svipaða nálgun má finna í Njálu, mestu sögu hins íslenska arfs. Það hefur verið sagt að boðskapur þeirrar sögu sé að með lögum skuli land byggja en ekki með hefndarskyldu. Hin kristnu gildi um fyrirgefningu og sátt skyldu koma í stað hinnar fornu, heiðnu hefndarskyldu. Það var lærdómur Njáluhöfundar eftir Sturlungaöld, blóðugustu borgarastyrjöld sem háð hefur verið hér á landi og einkenndist af hefndarskyldunni. Frammi fyrir hefndarofsa núverandi stjórnvalda í Ísrael virðist fátt getað stuðlað að friði svo lengi sem Bandaríkin styðja þetta framferði eða láta það óátalið. Það er ekki miskunn eða friður sem ræður ríkjum þrátt fyrir sterka áherslu í þeim trúarbrögðum sem kennd eru við Abraham; gyðingdómi, kristindómi og islam. Heldur refsigleði og hefnd, - múrar og gettó sem eru helstu gildi bókstafstrúarinnar. Hún er yfir og allt um kring í þessum vanhelgu átökum. Evrópskar þjóðir hafa verið heldur máttlausar að svara þeim ofsa og öfgum sem átökin í Palestínu afhjúpa. Þær eru ennþá þjakaðar af sektarkennd vegna helfararinnar í Evrópu, svo þjakaðar að þær virðast vanfærar að takast á við helför þá sem nú er farin á Gaza. Þau sem leyfa sér að gagnrýna ísraelsk stjórnvöld eru sökuð um gyðingahatur. Þó gagnrýna margir gyðingar Ísrael og benda á að slík gagnrýni sé fráleitt gyðingahatur heldur byggð á gyðinglegum gildum um mannúð og miskunnsemi. Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum er gott dæmi um slíka gagnrýni en hann er sjálfur gyðingur. Davíð Ben-Gurion sem var n.k. faðir Ísraelsríkis og fyrsti forsætisráðherra sagði í ísraelska þinginu Knesset, 20 árum eftir stofnun ríkisins að hann mundi glaður skila hernumdum svæðum fyrir frið. Því miður hafa sporgöngumenn hans í Ísrael hafnað þeirri skoðun en líta á þessi svæði sem gefin hinni útvöldu þjóð af guði sjálfum. Öll meðöl eru réttmæt til að sölsa þau undir sig. Gagnvart slíkum viðhorfum duga engin rök. Ekki síst meðan svipuð viðhorf ráða í Bandaríkjunum. Hvað getum við gert í máttleysi okkar þegar við horfum upp á þennan hildarleik? Í mínum huga er það ljóst að við eigum að setja stjórnmálasamband við Ísrael á ís líkt og gert hefur verið við Rússland. Og við eigum að skera á öll efnahagsleg tengsl við þetta ríki, m.a. að losna við Rapyd-fyrirtækið en eigandi þess virðist styðja landtökufólk á Vesturbakkanum. Og vitaskuld á að útiloka Ísrael frá Eurovision. Hér er hlekkur á vef með upplýsingum um hvernig á að sniðganga ísraelskar vörur. Höfundur er guðfræðingur.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar