Mikill munur á aðgengi að líknarmeðferð í Evrópu Kristín Lára Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2025 08:32 Ný skýrsla yfir líknarmeðferð í Evrópu var gefin af Evrópsku líknarsamtökunum, European Association for Palliative Care (EAPC) 29. maí á Evrópudegi líknarmeðferðar sem í ár er tileinkaður aðgengilegri líknarmeðferð fyrir alla sem á þurfa að halda. Skilaboðin eru skýr um að efna þurfi til aðgerða til að tryggja góða meðferð einkenna og gæðaumönnun óháð búsetu, félagslegri stöðu, sjúkdómsgreiningu eða aldri. Þörf fyrir líknarmeðferð er vaxandi í Evrópu og er drifin af hækkandi lífaldri og auknu algengi langvinnra sjúkdóma. Lögð er áhersla á að líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að því að aðstoða sjúklinga og fjölskyldur við lífslok heldur einnig að bæta lífgæði fólks í gegnum allt sjúkdómsferlið. Í skýrslunni kemur fram að mikill munur er á aðgengi sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma að líknarmeðferð og líknarþjónustu. Hún sýnir einnig að enn skorti kennslu og þjálfun í líknarmeðferð hjá bæði læknum og hjúkrunarfræðingum. Aðeins 15 lönd í Evrópu hafa sett líknarmeðferð í grunnnám lækna í sínu landi, þ.m.t. Finnland, Austurríki, Frakkland, Holland og Bretland. Annars staðar undirbýr grunnnám heilbrigðissstarfsmanna þá illa undir að sinna sjúklingum með alvarlega sjúkdóma og sjúklinga sem eru deyjandi. Þá kemur fram að aðgengi að lyfjum til meðferðar einkenna er mjög misjafnt í Evrópu. T.d. er aðgengi að morfíni í töfluformi í grunnheilbrigðisþjónustu eingöngu í helmingi Evrópulandanna. Samkvæmt skýrslunni hafa 43 lönd í Evrópu, af þeim 56 sem skýrslan náði til, líknarmeðferð sem hluta af almennri heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að líknarþjónustu fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra hefur aukist á síðustu árum í Evrópu en enn er aðgengi þeirra langt frá því að mæta þörfum allt of víða. Fjórðungur ríkja í Evrópu hafa sett fram stefnumótun varðandi líknarþjónustu. Í mars 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra fram aðgerðaráætlun til fimm ára um líknarþjónustu á Íslandi.Áætlunin byggðist á greiningu sem gerð var á þörf fyrir líknar- og lífslokameðferð og tillögum um bætta þjónustu þar að lútandi í öllum landshlutum. Lagðar voru til aðgerðir til að efla og byggja upp líknarþjónustu á sérgreinasjúkrahúsum, á hjúkrunarheimilum og í þjónustu við fólk í heimahúsum. Aðgerðaáætlunin tók mið afheilbrigðisstefnu til ársins 2030. Einnig voru höfð til hliðsjónar fyrirmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að líknarmeðferð skuli vera hluti af heilbrigðisþjónustu aðildarríkja hennar. Þjónustuveitendum í heilbrigðisþjónustunni var í framhaldinu gert að innleiða þætti áætlunarinnar sem heyrði undir þeirra þjónustusvið. Ýmislegt hefur áunnist en enn hefur ekki náðst að ná öllum markmiðum aðgerðaráætlunarinnar tæpum 5 árum síðar. Nú er kominn tími á endurskoðun og gerð nýrrar áætlunar til næstu 5 ára. Þá þyrfti að huga betur að því að tryggja að heilbrigðisstarfsfólk fái þjálfun og kennslu í líknarmeðferð í grunnnámi sínu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og formaður Lífssins, samtaka um líknarmeðferð á Íslandi .https://eapcnet.eu/EU-palliative-care-day/ www.eapcnet.eu/resources/EAPCAtlas https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Liknarthjonusta-5_ara_adgerdaraaetlun_2021-25.pdf https://lsl.is/um-liknarmedferd/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ný skýrsla yfir líknarmeðferð í Evrópu var gefin af Evrópsku líknarsamtökunum, European Association for Palliative Care (EAPC) 29. maí á Evrópudegi líknarmeðferðar sem í ár er tileinkaður aðgengilegri líknarmeðferð fyrir alla sem á þurfa að halda. Skilaboðin eru skýr um að efna þurfi til aðgerða til að tryggja góða meðferð einkenna og gæðaumönnun óháð búsetu, félagslegri stöðu, sjúkdómsgreiningu eða aldri. Þörf fyrir líknarmeðferð er vaxandi í Evrópu og er drifin af hækkandi lífaldri og auknu algengi langvinnra sjúkdóma. Lögð er áhersla á að líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að því að aðstoða sjúklinga og fjölskyldur við lífslok heldur einnig að bæta lífgæði fólks í gegnum allt sjúkdómsferlið. Í skýrslunni kemur fram að mikill munur er á aðgengi sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma að líknarmeðferð og líknarþjónustu. Hún sýnir einnig að enn skorti kennslu og þjálfun í líknarmeðferð hjá bæði læknum og hjúkrunarfræðingum. Aðeins 15 lönd í Evrópu hafa sett líknarmeðferð í grunnnám lækna í sínu landi, þ.m.t. Finnland, Austurríki, Frakkland, Holland og Bretland. Annars staðar undirbýr grunnnám heilbrigðissstarfsmanna þá illa undir að sinna sjúklingum með alvarlega sjúkdóma og sjúklinga sem eru deyjandi. Þá kemur fram að aðgengi að lyfjum til meðferðar einkenna er mjög misjafnt í Evrópu. T.d. er aðgengi að morfíni í töfluformi í grunnheilbrigðisþjónustu eingöngu í helmingi Evrópulandanna. Samkvæmt skýrslunni hafa 43 lönd í Evrópu, af þeim 56 sem skýrslan náði til, líknarmeðferð sem hluta af almennri heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að líknarþjónustu fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra hefur aukist á síðustu árum í Evrópu en enn er aðgengi þeirra langt frá því að mæta þörfum allt of víða. Fjórðungur ríkja í Evrópu hafa sett fram stefnumótun varðandi líknarþjónustu. Í mars 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra fram aðgerðaráætlun til fimm ára um líknarþjónustu á Íslandi.Áætlunin byggðist á greiningu sem gerð var á þörf fyrir líknar- og lífslokameðferð og tillögum um bætta þjónustu þar að lútandi í öllum landshlutum. Lagðar voru til aðgerðir til að efla og byggja upp líknarþjónustu á sérgreinasjúkrahúsum, á hjúkrunarheimilum og í þjónustu við fólk í heimahúsum. Aðgerðaáætlunin tók mið afheilbrigðisstefnu til ársins 2030. Einnig voru höfð til hliðsjónar fyrirmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að líknarmeðferð skuli vera hluti af heilbrigðisþjónustu aðildarríkja hennar. Þjónustuveitendum í heilbrigðisþjónustunni var í framhaldinu gert að innleiða þætti áætlunarinnar sem heyrði undir þeirra þjónustusvið. Ýmislegt hefur áunnist en enn hefur ekki náðst að ná öllum markmiðum aðgerðaráætlunarinnar tæpum 5 árum síðar. Nú er kominn tími á endurskoðun og gerð nýrrar áætlunar til næstu 5 ára. Þá þyrfti að huga betur að því að tryggja að heilbrigðisstarfsfólk fái þjálfun og kennslu í líknarmeðferð í grunnnámi sínu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og formaður Lífssins, samtaka um líknarmeðferð á Íslandi .https://eapcnet.eu/EU-palliative-care-day/ www.eapcnet.eu/resources/EAPCAtlas https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Liknarthjonusta-5_ara_adgerdaraaetlun_2021-25.pdf https://lsl.is/um-liknarmedferd/
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun