„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar 14. júlí 2025 15:03 Vonbrigði með árangur kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sem tapaði öllum leikjum sínum á nýloknum Evrópmóti, eru mikil. Sérstaklega fyrir leikmenn og þjálfarateymi liðsins sem ætluðu sér að sýna mun betri frammistöðu og ná betri úrslitum en raun bar vitni. Þær skýringar sem hafa verið settar fram um frammistöðu liðsins hafa fyrst og fremst snúist um persónur eða leikfræðilega þætti sem birtast innan vallar. Hér ætla ég aftur á móti að halda því fram að aðrar ástæður skipti ekki síður máli. Ástæður sem fá sjaldnast gaum í umræðunni og liggja undir yfirborðinu, en það er hvernig félagssálfræðilegir þættir sem liggja í félagslegu umhverfi landsliðsins, og eiga sér stað utan vallar, hafa áhrif á frammistöðu liðsins innan hans. Það má í þessu samhengi halda því fram að eitt af stærstu verkefnum afreksíþróttafólks nútímans sé að reyna að takmarka áhrif utanaðkomandi áreitis og beisla þá pressu sem samfélagið setur á herðar þess til að það nái að einbeita sér að því kjarnaverkefni sínu að hámarka árangur í keppni. Ég er með öðrum orðum að færa rök fyrir því að leikmenn íslenska kvennalandsliðsins hafi fengið of mikið af stórum og mikilvægum verkefnum í fangið í aðdraganda mótsins sem tengjast öðru en því að spila fótbolta – og þá fleiri verkefni en til að mynda karlalandslið Íslands eða flestir andstæðinga þess. Sú ábyrgð sem leikmenn kvennalandsliðsins þurftu að bera á ýmsum málum sem ekki tengjast fótbolta gerði það að verkum að liðið var yfirspennt á mótinu og náði því ekki að sýna sínar bestu hliðar. Það var ýmislegt undir hjá kvennalandsliðinu Það var ýmsu hlaðið á leikmenn íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu. Í fyrsta lagi má nefna væntingar til liðsins um árangur í keppninni. Fyrir mótið var það opinberað að kvennalandsliðið hefði það markmið að komast upp úr riðlinum í 8-liða úrslit keppninnar. Það liggur fyrir að það markmið var krefjandi þvert á það sem margir hafa haldið fram innan og utan vallar. Með þeim árangri væri liðið að jafna besta árangur í sögu landsliðsins á evrópumóti (sem liðið náði árið 2013), auk þess sem landsliðið hefur einungis unnið einn sigur í 12 fyrri leikjum sínum í lokakeppnum Evrópumótins, og að liðinu í dag hafði gengið illa að finna sigra í aðdraganda þessa móts. Krefjandi niðurstöðumarkmið sem gerð eru opinber með þessum hætti auka væntingar þjóðarinnar um góðan árangur sem setur meiri pressu á leikmenn liðsins en ef slíkum markmiðum er haldið innan liðsins. Ég hef í því sambandi talað um mikilvægi væntingastjórnunar íslenskra landsliða fyrir árangur þeirra (sjá hér: https://heimildin.is/grein/16552/vid-aetludum-ad-verda-heimsmeistarar/). Í öðru lagi þá hvílir jafnan sú ábyrgð á leikmönnum íslenskra íþróttalandsliða að gera þjóðina stolta af landi og þjóð með spilamennsku sinni. Í rannsóknum mínum á árangri íslenskra hóplandsliða í íþróttum kemur skýrt fram að það eru mjög sterk tengsl milli leikmanna og þjóðarinnar, þar sem leikmenn vilja gleðja þjóðina og oft er talað um að þeir spili með „hjartanu“ fyrir land og þjóð. Þetta á sérstaklega við um smáþjóðir eins og Ísland. Þannig virkar stuðningur þjóðarinnar sem hvatning fyrir leikmenn sem gefa allt í sölurnar til að varðveita og styrkja þjóðarstoltið. Það er með öðrum orðum mikill heiður að spila landsleik fyrir hönd íslensku þjóðarinnar en í því felst einnig rík ábyrgð og skyldur sem fyrirliði liðsins, Glódís Perla Viggósdóttir, orðaði ágætlega á eftirfarandi hátt: „Við höfum skyldum að gegna gagnvart öllum sem eru mætt hingað til þess að horfa á okkur”. Skyldur sem íþróttafólkið tekur alvarlega og ber á herðum sér en geta reynst íþyngjandi undir ákveðnum kringumstæðum, og þá sérstaklega þegar mikið er undir og frammistaðan helst ekki í hendur við væntingar. Í þriðja lagi þá hvílir sú ábyrgð á leikmönnum kvennalandsliðsins að stuðla að útbreiðslu kvennaknattspyrnu með því að skapa áhuga og trú almennings á því að konur geti verið góðar í fótbolta, að kvennaknattspyrna sé góð skemmtun, og það sé þess virði að fjárfesta í kvennaknattspyrnu (ábyrgð sem á síður við um knattspyrnu karla). Leikmenn liðsins eru þannig meðvitaðir um að þær eru mikilvægar fyrirmyndir í því að skrifa söguna fyrir ungar stúlkur og uppgang kvennaknattspyrnu yfir höfuð og þurfa að haga sér samkvæmt því. Hvort sem er innan vallar eða utan, með mikilli þátttöku þeirra í markaðssetningu landsliðsins og kvennafótboltans. Að lokum má benda á ábyrgð leikmanna kvennalandsliðsins á mótinu hvað varðar jafnréttisbaráttu kynjanna. Á forsíðu nýjasta heftis tímaritsins Vikunnar er vitnað í orð fyrirliðans þar sem hún segir „Ég er meðvituð um þá vinnu sem þúsundir kvenna lögðu á sig þannig að ég gæti verið á þeim stað þar sem ég er á í dag“. Þetta eru orð sem allir leikmenn kvennalandsliðsins geta tengt við. Sú barátta gengur út á þá einföldu staðreynd að ekki sé boðlegt að gera upp á milli karla og kvenna í íþróttum. Barátta sem leikmenn liðsins há líklega á hverjum degi á einn eða annan hátt. Leikmenn kvennalandsliðsins þurfa þannig að „sanna sig“ með frammistöðu sinni, innan sem utan vallar, í því skyni að virkja stuðning þjóðarinnar við þær kröfur að ekki sé gert upp á milli karla og kvenna, drengja og stúlkna, í íþróttum. Leikmenn liðsins gegna þannig lykilhlutverki í að móta framtíð ungra stúlkna í íþróttum, því með góðri frammistöðu þá veita þær komandi kynslóðum stúlkna aukin tækifæri til ástundunar og árangurs í fótbolta. Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins eru sérstaklega meðvitaðir um þetta hlutverk sitt verandi merkisberar jafnréttisbaráttu þjóðar sem kappkostar að vera fremst í heiminum í jafnréttismálum. Samantekið þá stóð íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu því ekki einungis frammi fyrir því krefjandi verkefni að mæta bestu þjóðum Evrópu, og mun stærri þjóðum, á knattspyrnuvellinum – sem væri næg áskorun fyrir leikmenn liðsins ein og sér – heldur stóð liðið einnig frammi fyrir því verkefni að gleðja heila þjóð, vekja áhuga á kvennaknattspyrnu með því að vera fyrirmyndir fyrir ungar stúlkur, og jafnframt að stuðla að samfélagsbreytingum í átt til frekara jafnréttis kynjanna í íþróttum. Að mínu mati er þetta til of mikils ætlast af leikmönnum kvennalandsliðsins til að þær næðu að njóta sín á stóra sviði fótboltans og sýna sitt rétta andlit á Evrópumótinu. Kröfur samfélagsins um að þær myndu skrifa söguna – eins og lagt var upp með í metnaðarfullu markaðsátaki í kringum keppnina – reyndust þegar á hólminn var komið vera óheppilegar. Það var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu Það er gömul saga og ný að þegar væntingar þjóðarinnar til íslenskra landsliða eru miklar þá er frammistaðan hvað verst og vonbrigðin hvað mest. Íslenskum íþróttalandsliðum hefur reynst erfitt að finna taktinn í að nýta stuðning þjóðarinnar sem jákvæða hvatningu fremur en íþyngjandi byrðar sem geta fylgt þeirri ábyrgð að spila fyrir land og þjóð. Kvennalandsliðið í fótbolta virkaði yfirspennt á Evrópumótinu og bar leikur liðsins á stórum köflum merki þess að leikmenn voru ekki að njóta sín á vellinum. Leikmönnum liðsins var tíðrætt um í viðtölum að það hafi verið stress í liðinu í fyrsta leik þess á mótinu. Með öðrum orðum þá setti taugaspenna óþarfa pressu á leikmenn sem fundu ekki taktinn og misstu tækifærið úr greypum sér. Draumur liðsins og þjóðarinnar um að komast upp úr riðlinum fjarlægðist frá fyrstu mínútu og varð endanlega úti eftir einungis tvo leiki á mótinu. Vonbrigðin voru mikil meðal leikmanna, ekki síst fyrir þá upplifun að hafa brugðist þjóðinni. Að mínu mati liggur stór hluti skýringarinnar á því að liðið náði ekki að sýna sínar bestu hliðar á mótinu í þeirri samfélagslegu pressu sem leikmenn liðsins voru undir. Þó að þau áðurnefndu verkefni sem hlaðið var á leikmenn kvennalandsliðsins séu mikilvæg og göfug þá voru þau að þvælast fyrir liðinu á vellinum. „Vegurinn til heljar er oft varðaður góðum ásetningi“ segir þekkt orðatiltæki. Þannig voru allir að gera sitt besta og með góðum hug en með uppsöfnuðum ótilætluðum afleiðingum sem urðu liðinu fjötur um fót. Þegar of mikið er undir hjá leikmönnum við að skrifa söguna þá hafa þeir þeim mun meiru að tapa og það er ærið verkefni og næsta ógerlegt að skilja allar slíkar væntingar eftir utan vallar. Þá virtist sjálfsmynd liðsins óskýr. Liðið var að sinna of mörgum verkefnum á sama tíma og missti því „augun af boltanum“. Þetta er með öðrum orðum dæmi um hvernig samfélagið utan vallar hefur mótandi áhrif á það sem gerist innan hans og er eitthvað sem ég tel að íþróttasamfélagið þurfi að vera meðvitaðri um en það hefur verið til þessa. Að öllu framansögðu er ég ekki að halda því fram að það eigi ekki að gera kröfur til okkar besta íþróttafólks eða að íslenska þjóðin eigi að draga úr stuðningi sínum við okkar fremsta afreksfólk. Við eigum að stefna hátt og getur áhugi og stuðningur þjóðarinnar reynst ómetanlegur hvað það varðar, og eru mörg dæmi þess að hann hafi gert gæfumuninn í góðum árangri íslenskra landsliða. Öllu heldur þá er þessum stutta pistli ætlað að rýna til gagns í því skyni að reyna að læra af reynslunni og vekja alla þá sem koma að íslenskum landsliðum til umhugsunar um hvernig best er að virkja stuðning þjóðarinnar við íslensk landslið, hvernig huga eigi að markaðssetningu þeirra og markmiðasetningu, sem og hvert hlutverk leikmanna íslenskra landsliða á stórmótum eigi að vera varðandi málefni samfélagsins utan vallarins. Besta auglýsingin fyrir kvennaknattspyrnu er tilþrifamikil og árangursrík frammistaða liðsins á vellinum. Kannski þurfum við passa betur upp á stelpurnar okkar og leyfa þeim að einbeita sér að því sem þær njóta mest og gera best; að vera góðar í fótbolta. Þannig gerum við þeim best kleift að skrifa söguna. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Viðar Halldórsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Vonbrigði með árangur kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sem tapaði öllum leikjum sínum á nýloknum Evrópmóti, eru mikil. Sérstaklega fyrir leikmenn og þjálfarateymi liðsins sem ætluðu sér að sýna mun betri frammistöðu og ná betri úrslitum en raun bar vitni. Þær skýringar sem hafa verið settar fram um frammistöðu liðsins hafa fyrst og fremst snúist um persónur eða leikfræðilega þætti sem birtast innan vallar. Hér ætla ég aftur á móti að halda því fram að aðrar ástæður skipti ekki síður máli. Ástæður sem fá sjaldnast gaum í umræðunni og liggja undir yfirborðinu, en það er hvernig félagssálfræðilegir þættir sem liggja í félagslegu umhverfi landsliðsins, og eiga sér stað utan vallar, hafa áhrif á frammistöðu liðsins innan hans. Það má í þessu samhengi halda því fram að eitt af stærstu verkefnum afreksíþróttafólks nútímans sé að reyna að takmarka áhrif utanaðkomandi áreitis og beisla þá pressu sem samfélagið setur á herðar þess til að það nái að einbeita sér að því kjarnaverkefni sínu að hámarka árangur í keppni. Ég er með öðrum orðum að færa rök fyrir því að leikmenn íslenska kvennalandsliðsins hafi fengið of mikið af stórum og mikilvægum verkefnum í fangið í aðdraganda mótsins sem tengjast öðru en því að spila fótbolta – og þá fleiri verkefni en til að mynda karlalandslið Íslands eða flestir andstæðinga þess. Sú ábyrgð sem leikmenn kvennalandsliðsins þurftu að bera á ýmsum málum sem ekki tengjast fótbolta gerði það að verkum að liðið var yfirspennt á mótinu og náði því ekki að sýna sínar bestu hliðar. Það var ýmislegt undir hjá kvennalandsliðinu Það var ýmsu hlaðið á leikmenn íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu. Í fyrsta lagi má nefna væntingar til liðsins um árangur í keppninni. Fyrir mótið var það opinberað að kvennalandsliðið hefði það markmið að komast upp úr riðlinum í 8-liða úrslit keppninnar. Það liggur fyrir að það markmið var krefjandi þvert á það sem margir hafa haldið fram innan og utan vallar. Með þeim árangri væri liðið að jafna besta árangur í sögu landsliðsins á evrópumóti (sem liðið náði árið 2013), auk þess sem landsliðið hefur einungis unnið einn sigur í 12 fyrri leikjum sínum í lokakeppnum Evrópumótins, og að liðinu í dag hafði gengið illa að finna sigra í aðdraganda þessa móts. Krefjandi niðurstöðumarkmið sem gerð eru opinber með þessum hætti auka væntingar þjóðarinnar um góðan árangur sem setur meiri pressu á leikmenn liðsins en ef slíkum markmiðum er haldið innan liðsins. Ég hef í því sambandi talað um mikilvægi væntingastjórnunar íslenskra landsliða fyrir árangur þeirra (sjá hér: https://heimildin.is/grein/16552/vid-aetludum-ad-verda-heimsmeistarar/). Í öðru lagi þá hvílir jafnan sú ábyrgð á leikmönnum íslenskra íþróttalandsliða að gera þjóðina stolta af landi og þjóð með spilamennsku sinni. Í rannsóknum mínum á árangri íslenskra hóplandsliða í íþróttum kemur skýrt fram að það eru mjög sterk tengsl milli leikmanna og þjóðarinnar, þar sem leikmenn vilja gleðja þjóðina og oft er talað um að þeir spili með „hjartanu“ fyrir land og þjóð. Þetta á sérstaklega við um smáþjóðir eins og Ísland. Þannig virkar stuðningur þjóðarinnar sem hvatning fyrir leikmenn sem gefa allt í sölurnar til að varðveita og styrkja þjóðarstoltið. Það er með öðrum orðum mikill heiður að spila landsleik fyrir hönd íslensku þjóðarinnar en í því felst einnig rík ábyrgð og skyldur sem fyrirliði liðsins, Glódís Perla Viggósdóttir, orðaði ágætlega á eftirfarandi hátt: „Við höfum skyldum að gegna gagnvart öllum sem eru mætt hingað til þess að horfa á okkur”. Skyldur sem íþróttafólkið tekur alvarlega og ber á herðum sér en geta reynst íþyngjandi undir ákveðnum kringumstæðum, og þá sérstaklega þegar mikið er undir og frammistaðan helst ekki í hendur við væntingar. Í þriðja lagi þá hvílir sú ábyrgð á leikmönnum kvennalandsliðsins að stuðla að útbreiðslu kvennaknattspyrnu með því að skapa áhuga og trú almennings á því að konur geti verið góðar í fótbolta, að kvennaknattspyrna sé góð skemmtun, og það sé þess virði að fjárfesta í kvennaknattspyrnu (ábyrgð sem á síður við um knattspyrnu karla). Leikmenn liðsins eru þannig meðvitaðir um að þær eru mikilvægar fyrirmyndir í því að skrifa söguna fyrir ungar stúlkur og uppgang kvennaknattspyrnu yfir höfuð og þurfa að haga sér samkvæmt því. Hvort sem er innan vallar eða utan, með mikilli þátttöku þeirra í markaðssetningu landsliðsins og kvennafótboltans. Að lokum má benda á ábyrgð leikmanna kvennalandsliðsins á mótinu hvað varðar jafnréttisbaráttu kynjanna. Á forsíðu nýjasta heftis tímaritsins Vikunnar er vitnað í orð fyrirliðans þar sem hún segir „Ég er meðvituð um þá vinnu sem þúsundir kvenna lögðu á sig þannig að ég gæti verið á þeim stað þar sem ég er á í dag“. Þetta eru orð sem allir leikmenn kvennalandsliðsins geta tengt við. Sú barátta gengur út á þá einföldu staðreynd að ekki sé boðlegt að gera upp á milli karla og kvenna í íþróttum. Barátta sem leikmenn liðsins há líklega á hverjum degi á einn eða annan hátt. Leikmenn kvennalandsliðsins þurfa þannig að „sanna sig“ með frammistöðu sinni, innan sem utan vallar, í því skyni að virkja stuðning þjóðarinnar við þær kröfur að ekki sé gert upp á milli karla og kvenna, drengja og stúlkna, í íþróttum. Leikmenn liðsins gegna þannig lykilhlutverki í að móta framtíð ungra stúlkna í íþróttum, því með góðri frammistöðu þá veita þær komandi kynslóðum stúlkna aukin tækifæri til ástundunar og árangurs í fótbolta. Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins eru sérstaklega meðvitaðir um þetta hlutverk sitt verandi merkisberar jafnréttisbaráttu þjóðar sem kappkostar að vera fremst í heiminum í jafnréttismálum. Samantekið þá stóð íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu því ekki einungis frammi fyrir því krefjandi verkefni að mæta bestu þjóðum Evrópu, og mun stærri þjóðum, á knattspyrnuvellinum – sem væri næg áskorun fyrir leikmenn liðsins ein og sér – heldur stóð liðið einnig frammi fyrir því verkefni að gleðja heila þjóð, vekja áhuga á kvennaknattspyrnu með því að vera fyrirmyndir fyrir ungar stúlkur, og jafnframt að stuðla að samfélagsbreytingum í átt til frekara jafnréttis kynjanna í íþróttum. Að mínu mati er þetta til of mikils ætlast af leikmönnum kvennalandsliðsins til að þær næðu að njóta sín á stóra sviði fótboltans og sýna sitt rétta andlit á Evrópumótinu. Kröfur samfélagsins um að þær myndu skrifa söguna – eins og lagt var upp með í metnaðarfullu markaðsátaki í kringum keppnina – reyndust þegar á hólminn var komið vera óheppilegar. Það var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu Það er gömul saga og ný að þegar væntingar þjóðarinnar til íslenskra landsliða eru miklar þá er frammistaðan hvað verst og vonbrigðin hvað mest. Íslenskum íþróttalandsliðum hefur reynst erfitt að finna taktinn í að nýta stuðning þjóðarinnar sem jákvæða hvatningu fremur en íþyngjandi byrðar sem geta fylgt þeirri ábyrgð að spila fyrir land og þjóð. Kvennalandsliðið í fótbolta virkaði yfirspennt á Evrópumótinu og bar leikur liðsins á stórum köflum merki þess að leikmenn voru ekki að njóta sín á vellinum. Leikmönnum liðsins var tíðrætt um í viðtölum að það hafi verið stress í liðinu í fyrsta leik þess á mótinu. Með öðrum orðum þá setti taugaspenna óþarfa pressu á leikmenn sem fundu ekki taktinn og misstu tækifærið úr greypum sér. Draumur liðsins og þjóðarinnar um að komast upp úr riðlinum fjarlægðist frá fyrstu mínútu og varð endanlega úti eftir einungis tvo leiki á mótinu. Vonbrigðin voru mikil meðal leikmanna, ekki síst fyrir þá upplifun að hafa brugðist þjóðinni. Að mínu mati liggur stór hluti skýringarinnar á því að liðið náði ekki að sýna sínar bestu hliðar á mótinu í þeirri samfélagslegu pressu sem leikmenn liðsins voru undir. Þó að þau áðurnefndu verkefni sem hlaðið var á leikmenn kvennalandsliðsins séu mikilvæg og göfug þá voru þau að þvælast fyrir liðinu á vellinum. „Vegurinn til heljar er oft varðaður góðum ásetningi“ segir þekkt orðatiltæki. Þannig voru allir að gera sitt besta og með góðum hug en með uppsöfnuðum ótilætluðum afleiðingum sem urðu liðinu fjötur um fót. Þegar of mikið er undir hjá leikmönnum við að skrifa söguna þá hafa þeir þeim mun meiru að tapa og það er ærið verkefni og næsta ógerlegt að skilja allar slíkar væntingar eftir utan vallar. Þá virtist sjálfsmynd liðsins óskýr. Liðið var að sinna of mörgum verkefnum á sama tíma og missti því „augun af boltanum“. Þetta er með öðrum orðum dæmi um hvernig samfélagið utan vallar hefur mótandi áhrif á það sem gerist innan hans og er eitthvað sem ég tel að íþróttasamfélagið þurfi að vera meðvitaðri um en það hefur verið til þessa. Að öllu framansögðu er ég ekki að halda því fram að það eigi ekki að gera kröfur til okkar besta íþróttafólks eða að íslenska þjóðin eigi að draga úr stuðningi sínum við okkar fremsta afreksfólk. Við eigum að stefna hátt og getur áhugi og stuðningur þjóðarinnar reynst ómetanlegur hvað það varðar, og eru mörg dæmi þess að hann hafi gert gæfumuninn í góðum árangri íslenskra landsliða. Öllu heldur þá er þessum stutta pistli ætlað að rýna til gagns í því skyni að reyna að læra af reynslunni og vekja alla þá sem koma að íslenskum landsliðum til umhugsunar um hvernig best er að virkja stuðning þjóðarinnar við íslensk landslið, hvernig huga eigi að markaðssetningu þeirra og markmiðasetningu, sem og hvert hlutverk leikmanna íslenskra landsliða á stórmótum eigi að vera varðandi málefni samfélagsins utan vallarins. Besta auglýsingin fyrir kvennaknattspyrnu er tilþrifamikil og árangursrík frammistaða liðsins á vellinum. Kannski þurfum við passa betur upp á stelpurnar okkar og leyfa þeim að einbeita sér að því sem þær njóta mest og gera best; að vera góðar í fótbolta. Þannig gerum við þeim best kleift að skrifa söguna. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun