Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2025 23:04 Lögregla var á vettvangi við Kaupmannahafnarflugvöll í kvöld. EPA/STEVEN KNAP Flugumferð um Kastrupflugvöll í Kaupmannahöfn er hafin að nýju eftir að hún var stöðvuð fyrr í kvöld vegna óleyfilegrar umferðar dróna. Lögregla segist skorta upplýsingar um fjölda þeirra, gerð og hvaðan þeir komu. Á svipuðum tíma og opnað var fyrir umferð við Kaupmannahafnarflugvöll var loftrýminu yfir Óslóarflugvelli lokað vegna sama vandamáls. Verður flugvélum þangað beint á næstu flugvelli, að sögn flugmálayfirvalda. Áður hafði verið greint frá því að dróni sem sást nálægt flugvellinum í Osló myndi ekki hafa áhrif á flugumferð. Tillkynt var um lokunina í Osló klukkan 22:30 að íslenskum tíma og er norska lögreglan með viðbúnað á svæðinu. Lögreglan rannsakar nú hvort tengsl séu milli atvikana í Osló og Kaupmannahöfn. Fréttastofur DR og NRK greina frá þessu. Danska lögreglan vill ekki upplýsa um aðgerðir sínar Jakob Hansen, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, sagði á blaðamannafundi í kvöld að tilkynning hafi borist frá flugmálastofnuninni Naviair um klukkan 20:30 að staðartíma um að loftrýminu hafi verið lokað eftir að drónar sáust á svæðinu. Lögreglan hafi sömuleiðis sjálf orðið vör við dróna í loftrýminu. Hansen bætti við að lögreglan hafi byrjað ítarlega rannsókn á málinu í samstarfi við leyniþjónustu dönsku lögreglunnar PET, danska herinn og erlend yfirvöld. Ráðist hafi verið í fjölmargar aðgerðir en aðstoðarlögreglustjórinn vildi ekki útskýra hvers eðlis þær eru. Drónarnir hafi að lokum yfirgefið svæðið en ekki verið teknir niður af yfirvöldum. Nú sé reynt að komast að því hvers konar dróna var um að ræða og hvaðan þeir komu. Lögreglan viti ekki hvert þeir stefni eftir að þeir yfirgáfu loftrýmið. Óljóst hversu margir drónarnir voru Danska lögreglan hafði áður greint frá því að tveir til þrír drónar hafi sést við flugvöllinn en Hansen sagði á blaðamannafundinum skömmu fyrir miðnætti að íslenskum tíma að á þessum tímapunkti væri ekki fyllilega ljóst hversu margir drónarnir voru. „Við vildum óska þess að við vissum hvar þeir væru á þessum tímapunkti en við miðum vinnu okkar við aðstæður hverju sinni,“ hefur DR eftir Jakob Hansen. Hann sýni því skilning að fólk finni fyrir hræðslu þegar það heyri af óþekktum drónum í danskri lofthelgi. Engar vísbendingar séu um að drónarnir hafi reynst viðstöddum hættulegir. Hansen benti á að svipuð staða hafi komið upp í Osló og því muni danska lögreglan eiga náið samstarf við norsk yfirvöld, meðal annars til að rannsaka möguleg tengsl. Lögreglan verði áfram með viðbúnað á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Danska lögreglan hefur boðað til annars blaðamannafundar vegna málsins klukkan 5 í fyrramálið að íslenskum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð eftir blaðamannafund dönsku lögreglunnar. Danmörk Noregur Fréttir af flugi Samgöngur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. 22. september 2025 19:57 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Á svipuðum tíma og opnað var fyrir umferð við Kaupmannahafnarflugvöll var loftrýminu yfir Óslóarflugvelli lokað vegna sama vandamáls. Verður flugvélum þangað beint á næstu flugvelli, að sögn flugmálayfirvalda. Áður hafði verið greint frá því að dróni sem sást nálægt flugvellinum í Osló myndi ekki hafa áhrif á flugumferð. Tillkynt var um lokunina í Osló klukkan 22:30 að íslenskum tíma og er norska lögreglan með viðbúnað á svæðinu. Lögreglan rannsakar nú hvort tengsl séu milli atvikana í Osló og Kaupmannahöfn. Fréttastofur DR og NRK greina frá þessu. Danska lögreglan vill ekki upplýsa um aðgerðir sínar Jakob Hansen, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, sagði á blaðamannafundi í kvöld að tilkynning hafi borist frá flugmálastofnuninni Naviair um klukkan 20:30 að staðartíma um að loftrýminu hafi verið lokað eftir að drónar sáust á svæðinu. Lögreglan hafi sömuleiðis sjálf orðið vör við dróna í loftrýminu. Hansen bætti við að lögreglan hafi byrjað ítarlega rannsókn á málinu í samstarfi við leyniþjónustu dönsku lögreglunnar PET, danska herinn og erlend yfirvöld. Ráðist hafi verið í fjölmargar aðgerðir en aðstoðarlögreglustjórinn vildi ekki útskýra hvers eðlis þær eru. Drónarnir hafi að lokum yfirgefið svæðið en ekki verið teknir niður af yfirvöldum. Nú sé reynt að komast að því hvers konar dróna var um að ræða og hvaðan þeir komu. Lögreglan viti ekki hvert þeir stefni eftir að þeir yfirgáfu loftrýmið. Óljóst hversu margir drónarnir voru Danska lögreglan hafði áður greint frá því að tveir til þrír drónar hafi sést við flugvöllinn en Hansen sagði á blaðamannafundinum skömmu fyrir miðnætti að íslenskum tíma að á þessum tímapunkti væri ekki fyllilega ljóst hversu margir drónarnir voru. „Við vildum óska þess að við vissum hvar þeir væru á þessum tímapunkti en við miðum vinnu okkar við aðstæður hverju sinni,“ hefur DR eftir Jakob Hansen. Hann sýni því skilning að fólk finni fyrir hræðslu þegar það heyri af óþekktum drónum í danskri lofthelgi. Engar vísbendingar séu um að drónarnir hafi reynst viðstöddum hættulegir. Hansen benti á að svipuð staða hafi komið upp í Osló og því muni danska lögreglan eiga náið samstarf við norsk yfirvöld, meðal annars til að rannsaka möguleg tengsl. Lögreglan verði áfram með viðbúnað á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Danska lögreglan hefur boðað til annars blaðamannafundar vegna málsins klukkan 5 í fyrramálið að íslenskum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð eftir blaðamannafund dönsku lögreglunnar.
Danmörk Noregur Fréttir af flugi Samgöngur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. 22. september 2025 19:57 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. 22. september 2025 19:57