Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Langt síðan ég hef verið eins sár, svekkt, pirruð og reið“

„Þetta er hrikalega sárt. Maður er ennþá að átta sig á þessu. Við ætluðum að vinna þennan leik og vorum grátlega nálægt því.“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir jafntefli Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Angóla fer í milliriðil en Ísland í Forsetabikar.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég hef fulla trú“

Ágúst Þór Jóhannsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, segir leikmenn mæta vel undirbúna til leiks við Angóla í dag. Hann hefur trú á því að íslenska liðið geti unnið og tryggt þannig sæti í milliriðli.

Handbolti
Fréttamynd

„Maður fær bara gæsa­húð“

Katrín Tinna Jensdóttir nýtur sín vel á heimsmeistaramótinu í handbolta. Hún segir íslenska landsliðið ákveðið í að vinna Angóla í dag og tryggja sér þannig sæti í milliriðli.

Handbolti
Fréttamynd

„Losna aldrei við hann“

Lilja Ágústsdóttir er yngsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins á HM í handbolta. Hún nýtur sín vel og býr að góðum stuðningi í teymi íslenska liðsins.

Handbolti
Fréttamynd

„Við þurfum að breyta þessu“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson er spenntur fyrir úrslitaleik Íslands við Angóla um sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta sem fram fer á morgun. Alveg ljóst er hvað Ísland þarf að bæta frá síðustu tveimur leikjum.

Handbolti
Fréttamynd

Ó­stöðvandi Norð­menn

Ríkjandi Evrópu- og Heimsmeistarar Noregs héldu öruggri sigurgöngu sinni áfram í kvöld þegar þær unnu Suður-Kóreu 33-23.

Handbolti
Fréttamynd

Andri og Viggó at­kvæða­mestir í öruggum sigri

Rúnar Sigtryggsson stýrði Íslendingaliðinu Leipzig til 20-19 sigurs á Erlangen í spennandi og mjög kaflaskiptum leik. Viggó Kristjánson leiddi markaskorun Leipzig með 8 mörk, Andri Már Rúnarsson fylgdi honum eftir með 5 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar og Janus skoruðu níu í Íslendingaslag

Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason skoruðu samtals níu mörk er Magdeburg vann góðan tveggja marka sigur gegn Gummersbach í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 32-30.

Handbolti
Fréttamynd

Ás­mundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll

Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031.

Handbolti
Fréttamynd

FH á­fram þrátt fyrir tap

FH er komið áfram í Evrópubikarnum í handbolta þrátt fyrir þriggja marka tap gegn Bocholt frá Belgíu í dag, lokatölur 36-33. FH vann fyrri leik liðanna stórt og er því komið áfram.

Handbolti
Fréttamynd

„Stigs­munur á þessum liðum, vitum það al­veg“

„Hrikalega erfið byrjun, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Ísland tapaði með níu marka mun gegn Ólympíumeisturum Frakklands á HM fyrr í dag í leik þar sem Frakkar komust í 7-0.

Handbolti
Fréttamynd

Ás­mundi varpað upp sem tví­fara Cantona

Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, var varpað upp á risaskjáinn í DNB-höllinni í Stafangri á meðan leik Íslands og Frakklands stóð. Ekki var það til að benda á að ráðherra frá Íslandi væri í salnum.

Handbolti