Brynjar segir KKÍ vera ákvörðunarfælið samband og vill sjá nýtt fólk í forystu Stjórn Körfuknattleiksambands Íslands var meðal þessa sem var til umræðu í nýjustu Framlengingunni í Körfuboltakvöldi en þar voru nokkur hitamál tekin fyrir. Körfubolti 8. nóvember 2022 10:00
Lögmál leiksins: „Ég er mikill aðdáandi sápuópera þar sem allt gengur á afturfótunum“ Nei eða Já var á sínum stað í þætti vikunnar af Lögmál leiksins. Þar var venju samkvæmt farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta liðna viku. Farið var yfir stöðu mála í Stóra eplinu, klæðnað leikmanna og þjálfara deildarinnar, Nick Nurse og hvort meistarar Golden State ættu að fara hafa áhyggjur. Körfubolti 7. nóvember 2022 23:31
Stjórnarmenn NBA taka í sama streng og Lögmál leiksins: Dagar Kyrie gætu verið taldir Eins og kmur fram í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins þá gætu dagar Kyrie Irving verið taldir í NBA deildinni í körfubolta. Hans eigið félag, Brooklyn Nets, dæmdi hann í fimm leikja bann eftir að hann neitaði að biðjast afsökunar vegna gyðingahaturs. Forráðamenn deildarinnar taka margir hverjir undir með sérfræðingum Lögmál leiksins þegar kemur að framtíð Kyrie. Körfubolti 7. nóvember 2022 20:15
Lögmál leiksins um Kyrie: „Ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu“ Það kemur svo sem ekki á óvart að í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins verði talað um Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA deildinni, og nýjasta útspils hans. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi velti einfaldlega fyrir sér hvort Irving hefði spilað sinn síðasta leik í deildinni. Körfubolti 7. nóvember 2022 17:30
Keflavík mætir Njarðvík eða Tindastól eða Haukum Í dag var dregið í átta liða úrslit VÍS-bikars kvenna og karla í körfubolta. Ljóst er að Keflvíkingar þurfa að bíða nokkuð eftir því að vita nákvæmlega hvaða liði þeir mæta í karlakeppninni. Körfubolti 7. nóvember 2022 12:42
LeBron tapaði fyrir gamla liðinu sínu og Lakers áfram í skítamálum LeBron James sótt ekki gull í greipar síns gamla liðs og vandræði Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta aukast enn. Körfubolti 7. nóvember 2022 11:20
Tryggvi Snær í sigurliði Zaragoza gegn Real Madrid Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og skelltu stórliði Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Þá unnu Elvar Már Friðriksson og félagar í Rytas sigur á toppliði Zalgiris Kaunas. Körfubolti 6. nóvember 2022 20:42
Meistaraefni Milwaukee í engum vandræðum án Giannis | Durant virðist ekki þurfa Kyrie né Simmons Það kom ekki að sök þó Giannis Antetokounmpo hafi verið fjarri góðu gamni þegar Milwaukee Bucks mætti Oklahoma City Thunder í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistaraefnin frá Milwaukee unnu 14 stiga sigur, 108-94. Þá vann Brooklyn Nets sinn annan leik í röð, kannski er liðið betur sett án Kyrie Irving og Ben Simmons? Körfubolti 6. nóvember 2022 10:31
„Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila saman“ Farið var yfir slaka frammistöðu KR gegn Hetti á heimavelli í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta í Körfuboltakvöldi á föstudaginn var. Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi leikmaður KR og margfaldur Íslandsmeistari, segir að það sé eins og leikmönnum finnist ekki gaman að spila saman. Körfubolti 6. nóvember 2022 08:01
Körfuboltakvöld um tilþrif umferðarinnar: „Þetta er svo … mmm mmm“ Að venju valdi Körfuboltakvöld bestu tilþrif síðustu umferðar í Subway deild karla í körfubolta. Að þessu sinni voru tíu bestu tilþrifin valin, þau má öll sjá hér að neðan. Körfubolti 5. nóvember 2022 23:30
Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. Körfubolti 5. nóvember 2022 16:30
„Eins og veggur ef þú lendir á honum“ Ólafur Ólafsson var til umræðu í þættinum Subway-Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en hann átti frábæran leik í sigri Grindavíkur á Njarðvík í Subway-deildinni í gærkvöldi. Körfubolti 5. nóvember 2022 10:31
Áttundi þrjátíu stiga leikur Doncic í röð Luka Doncic heldur áfram frábærri spilamennsku sinni í NBA deildinni í körfuknattleik en hann skoraði meira en þrjátíu stig áttunda leikinn í röð þegar lið hans Dallas Mavericks lagði Toronto Raptors í nótt. Körfubolti 5. nóvember 2022 09:29
„Liðið hefur verið samansafn af lokuðum pappakössum“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni eftir sigur liðsins á útivelli gegn Njarðvík í kvöld. Jóhann telur Grindvíkinga hafa skortað hörku undanfarin ár og kvaðst ánægður að Gkay Skordilis, leikmaður Grindavíkur, hafi látið reka sig af velli. Körfubolti 4. nóvember 2022 23:46
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík 80-85 Grindavík | Ljónharðir Grindvíkingar sóttu sigur í Ljónagryfjunni Grindavík sótti öflugan fimm stiga sigur á útivelli gegn Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-85. Sigri Grindavíkur var lítið ógnað en liðið leiddi nánast frá upphafi til enda. Körfubolti 4. nóvember 2022 23:05
Körfuboltakvöld: „Klúbbnum er greinilega skítsama um þessar stelpur“ „Þetta hefur í rauninni aldrei gerst. Að landsliðskona, einn af bestu leikmönnum deildarinnar, ákveði að hoppa yfir í annað lið á miðju tímabili,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds um ein óvæntustu félagaskipti síðari ára hér á landi. Körfubolti 4. nóvember 2022 22:30
Umfjöllun og viðtöl: KR-Höttur 72-83 | Höttur hafði betur í fimmta leiknum sínum í röð Höttur lagði KR að velli 72-83 þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í DHL-höllinni í Vesturbænum í kvöld. Körfubolti 4. nóvember 2022 19:54
Harden frá í mánuð hið minnsta James Harden meiddist á hægri fæti í tapi Philadelphia 76ers gegn Washington Wizards í NBA deildinni í körfubolta á dögunum. Hann verður frá í mánuð hið minnsta vegna meiðslanna. Körfubolti 4. nóvember 2022 18:01
Kærir San Antonio vegna leikmanns sem beraði sig níu sinnum fyrir framan hana Fyrrverandi sálfræðingur hjá San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta hefur kært félagið og fyrrverandi leikmanns þess sem beraði sig margoft fyrir framan hana. Körfubolti 4. nóvember 2022 11:31
Vildi ekki biðjast afsökunar og var settur í fimm leikja bann af eigin félagi NBA körfuboltastjarnan Kyrie Irving spilar ekki með liði sínu á næstunni eftir að Brooklyn Nets setti sinn eigin leikmann í fimm leikja bann vegna andgyðinglega framkomu sinnar. Körfubolti 4. nóvember 2022 07:30
Hjalti: Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar Keflvíkingar lönduðu öruggum 22 stiga sigra á heimavelli gegn Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Hjalti Vilhjálmsson þjálfari þeirra fékkst ekki til að segja að þetta hefði verið auðveldur sigur, en tók undir fullyrðingu blaðamanns að þeir hefðu lagt grunninn að sigrinum í upphafi, þar sem þeir komu forystunni í 27 stig þegar mest var. Körfubolti 3. nóvember 2022 22:51
Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. Körfubolti 3. nóvember 2022 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 105-97 | Fjórði sigur meistaranna í röð Valur vann sinn fjórða leik í röð í Subway deildinni. Valur sýndi mikla yfirburði snemma í leiknum og Þór Þorlákshöfn náði sér ekki á strik fyrr en í fjórða leikhluta sem var of seint. Valur vann á endanum átta stiga sigur 105-97. Körfubolti 3. nóvember 2022 22:18
Tindastóll á sigurbraut á ný Tindastóll lagði Stjörnuna að velli í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld en leikið var á Sauðárkróki. Lokatölur 98-89 og Tindastóll því kominn á sigurbraut á ný eftir tvö töp í deildinni í röð. Körfubolti 3. nóvember 2022 22:07
„Frammistaða sem gerir þjálfara gráhærða“ Valur vann átta stiga sigur á Þór Þorlákshöfn 105-97. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn en hefði viljað sjá betri varnarleik. Sport 3. nóvember 2022 21:35
Pétur: Tíu stiga forskot er ekki neitt Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var nokkuð sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR, 87-105, í Skógarselinu í kvöld. Körfubolti 3. nóvember 2022 20:51
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Breiðablik 87-105 | Blikar á toppinn Breiðablik komst á topp Subway-deildar karla í körfubolta með sigri á ÍR, 87-105, í Skógarselinu í fyrsta leik 5. umferðar í kvöld. Þetta var fjórði sigur Blika í deildinni í vetur en ÍR-ingar hafa tapað fjórum leikjum í röð. Körfubolti 3. nóvember 2022 20:50
Sextíu ár síðan leikmaður byrjaði NBA tímabil svona Luka Doncic hélt áfram uppteknum hætti í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann skoraði 33 stig í 103-100 sigri Dallas Mavericks á Utah Jazz. Körfubolti 3. nóvember 2022 15:01
Bosh fékk síðustu 64 milljóna krónu greiðsluna frá Miami Heat í þessari viku Chris Bosh lék sinn síðasta leik með NBA liði Miami Heat í febrúar 2016 en félagið var enn að borga honum þar til á þriðjudaginn var. Körfubolti 3. nóvember 2022 14:00
Grindavík vann í Grafarvogi og ÍR skoraði eitt stig í fyrsta leikhluta gegn Haukum Grindavík gerði góða ferð í Grafarvog í Subway-deild kvenna í kvöld. Þær unnu þar 84-80 sigur gegn Fjölni. Þá unnu Haukar stórsigur gegn botnliði ÍR. Körfubolti 2. nóvember 2022 23:33