

Körfubolti
Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Lentu í ævintýrum á leið á EM: Aukanótt í Amsterdam
Íslenska átján ára landsliðið í körfubolta hefur í dag leik á Evrópumótinu en liðið leikur í b-deildinni sem fer fram í borginni Oradea í Rúmeníu.

Rifti samningi sínum við Keflavík og vill komast út
Íslenski landsliðsmaðurinn Gunnar Ólafsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Keflavík í Domino´s deild karla í körfubolta.

Heimaleiknum gegn Sviss flýtt vegna tónleika Ed Sheeran
Leikur Íslands og Sviss í Laugardalshöllinni í forkeppni EM 2021 fer fram sama dag og fyrri tónleikar Eds Sheeran á Laugardalsvelli.

Eigandi Los Angeles Clippers er vægast sagt mjög spenntur fyrir tímabilinu
Steve Ballmer er einn skemmtilegast eigandinn í NBA-deildinni í körfubolta og karlinn hefur líka fulla ástæðu þessa dagana til að vera hress og kátur.

Hlynur svaraði kallinu og hætti við að hætta
Hlynur Bæringsson mun klæða sig í íslensku landsliðstreyjuna á ný eftir að hafa ákveðið að hætta með landsliðinu í vor.

Michael Jordan trúir því að Zion muni „sjokkera“ heiminn
Zion Williamson er ekki búinn að spila einn leik í NBA-deildinni en hann komst í gær í úrvalshóp þegar hann samdi við Jordan Brand hjá Nike.

Kjaftaskurinn Magic Johnson reyndist örlagavaldur Lakers í eltingarleiknum við Kawhi Leonard
Af hverju valdi Kawhi Leonard Clippers frekar en Lakers? Nú er komin fram ein af ástæðunum fyrir þeirri óvæntu ákvörðun.

Tim Duncan verður aðstoðarþjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta
Tim Duncan er mættur á ný í körfuboltann eftir nokkra ára fjarveru og hefur nú ráðið sig í tvö störf. Í báðum tilfellum mun hann aðstoða sinn gamla lærimeistara Gregg Popovich.

Ekkert enskt félag meðal fimm verðmætustu íþróttafélaga heims
Forbes hefur gefið út árlegan lista sinn yfir verðmætustu íþróttafélög heims og í efsta sæti situr ameríska fótboltablaðið Dallas Cowboys.

Los Angeles Lakers nældi í yngri bróðir Giannis
Kostas Antetokounmpo er kominn til Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta en félagið ákvað að semja við hann eftir að leikmaðurinn missti samning sinn hjá Dallas Mavericks.

Margrét fékk krabbamein en náði samt að klára FECC fyrst íslenskra kvenna
Körfuboltaþjálfararnir Margrét Sturlaugsdóttir og Sævaldur Bjarnason útskrifuðust um helgina úr FECC skóla FIBA í Tel Aviv í Ísrael og bættust þar með í hóp útvalda íslenskra körfuboltaþjálfara sem hafa klárað þetta nám.

Ísland á möguleik á riðli með Finnlandi, Georgíu og Serbíu
Ísland mætir Finnlandi, Georgíu og Serbíu í undankeppni EM í körfubolta takist liðinu að vinna sinn riðil í forkeppninni.

Tomsick í Stjörnuna
Einn besti erlendi leikmaður Domino's deildar karla á síðasta ári verður áfram hér á landi í vetur en skiptir um félag. Stjarnan tilkynnti í dag að Nikolas Tomsick væri genginn til liðs við félagið.

Harden líka hættur við HM
Stærstu stjörnur bandaríska landsliðsins verða ekki með á HM í Kína sem fram fer í september.

Fjögurra stiga sigur á Georgíu í lokaleik EM
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri lauk keppni í 7.sæti B-deildar á EM í Portúgal.

Kristófer Acox gerir nýjan samning við KR
Kristófer Acox verður áfram hjá KR næstu tvö árin eftir að hafa gengið frá framlengingu á samningi sínum við Íslandsmeistarana.

Tékkarnir of sterkir og strákarnir spila um 5. til 8. sæti
Íslenska tuttugu ára landslið karla í körfubolta tapaði með tíu stigum á móti Tékklandi, 77-67, í dag í átta liða úrslitum b-deildar Evrópukeppninnar sem fer fram í Portúgal.

Hilmar Smári tilnefndur sem besti leikmaður EM | Taktu þátt í kosningunni
Hafnfirðingurinn knái hefur farinn mikinn í B-deild Evrópumótsins í körfubolta karla.

Fyrrverandi stigakóngur Domino's deildarinnar til Hauka
Haukar eru búnir að finna sér bandarískan leikmann fyrir næsta tímabil.

Allt lítur út fyrir að Chris Paul spili með Oklahoma City Thunder í vetur
Chris Paul kom til Oklahoma City Thunder í síðustu viku frá Houston Rockets í skiptum fyrir Russell Westbrook. Flestir héldu að Thunder myndi skipta honum áfram til annars liðs. Það hefur aftur á móti reynst þrautinni þyngri.

Charles Barkley finnst að tvær ungar NBA-stjörnur þurfi að létta sig
Charles Barkley þótti sjálfur leyfa sér aðeins of mikið utan vallar þegar hann var á fullu í NBA-deildinni á sínum tíma en nú ráðleggur Sir Charles tveimur af ungum stórstjörnum NBA-deildarinnar að létta sig.

Strákarnir komnir áfram og mæta Tékkum í 8-liða úrslitum
Sigurinn stóri á Ungverjum fyrr í dag endaði á að duga íslenska U-20 ára landsliðinu í körfubolta karla til að komast áfram í 8-liða úrslit á EM í Portúgal.

Íslensku strákarnir rúlluðu upp Ungverjum og sæti í 8 liða úrslitum ætti að vera þeirra
Íslenska 20 ára landslið karla í körfubolta vann frábæran 37 stiga sigur á Ungverjum, 78-41, í B-deild Evrópukeppninnar í Portúgal í dag. Íslensku strákarnir áttu frábæran dag og rúlluðu ungverska liðinu upp í leik sem okkar menn urðu að vinna stórt til að komast í átta liða úrslitin.

Körfuboltakona í tíu leikja bann eftir að hafa verið handtekin fyrir heimilisofbeldi
Riquna Williams fékk nýjan samning nokkrum vikum eftir að hún var handtekin fyrir að ráðast inn á heimili fyrrum kærustu með byssu. Nú rúmum tveimur mánuðum seinna þarf hún fyrst að glíma við einhverjar afleiðingar inn á körfuboltavellinum.

„Coming to America“ útgáfa af nýju skónum hans Giannis
Giannis Antetokounmpo var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á síðasta tímabili og að sjálfsögðu er sá besti kominn með nýja skólínu hjá Nike. Þar á meðal er sérstök útgáfa tengd einni uppáhaldsmynd Giannis.

Ekkert til í því að Stjarnan sé að semja við Amin Stevens
Amin Stevens átti að vera á leiðinni til Stjörnunnar fyrir komandi tímabil í Domino´s deild karla í körfubolta samkvæmt kjaftasögum í íslenska körfuboltaheiminum en innanbúðarmenn í Garðabænum kannast ekkert við það.

Sleppir HM til að undirbúa sig betur fyrir Lakers
Anthony Davis hyggst ekki gefa kost á sér í landsliðshóp Bandaríkjanna fyrir HM í körfubolta sem fram fer í byrjun september.

Jakob: Var búinn að útiloka að geta spilað með gömlu félögunum
Jakob Örn Sigurðarson segist hafa verið búinn að útiloka það að hann myndi spila með sínum gömlu félögum í KR á nýjan leik en sú verður þó raunin í vetur þegar hann mætir með Vesturbæingum í Domino's deild karla.

Engin vandræði gegn Írum á EM
Ísland vann sinn fyrsta sigur á EM U-20 ára í körfubolta karla þegar liðið lagði Írlandi að velli, 85-61.

Slakur síðari hálfleikur kostaði U20-strákanna sigurinn
Byrjuðu vel en krafturinn virtist úr litlu strákunum okkar í síðari hálfleik.