Búið að draga í Meistaradeild Evrópu: Man United mætir til Kaupmannahafnar Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu karla nú rétt í þessu. Orri Steinn Óskarsson og félagar í FC Kaupmannahöfn eru með Bayern München, Manchester United og Galatasaray í A-riðli. Fótbolti 31. ágúst 2023 16:55
Allt sem þú þarft að vita um dráttinn í Meistaradeildinni Mikið verður um dýrðir í Mónakó síðdegis þegar dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 31. ágúst 2023 11:31
FC Kaupmannahöfn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu Orri Steinn Óskarsson kom ekki við sögu þegar FC Kaupmannahöfn tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir jafntefli gegn Raków Częstochowa frá Póllandi. Fótbolti 30. ágúst 2023 20:55
Hörður og félagar misstu af sæti í Meistaradeildinni Hörður Björgvin Magnússon og félagar hans í gríska liðinu Panathinaikos eru úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 0-1 tap á heimavelli gegn SC Braga í kvöld. Portúgalska liðið vann samtals 3-1. Fótbolti 29. ágúst 2023 21:08
Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri. Fótbolti 28. ágúst 2023 14:01
Mark í uppbótartíma gæti reynst Herði Björgvini og félögum dýrmætt Braga frá Portúgal vann 2-1 sigur á Panathinaikos þegar liðin mættust í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Panathinaikos. Fótbolti 23. ágúst 2023 21:09
Orri og félagar leiða eftir fyrri leikinn í baráttunni um Meistaradeildarsæti Orri Steinn Óskarsson lék síðasta hálftíman er dönsku meistararnir í FCK unnu mikilvægan 0-1 útisigur gegn pólska liðinu Rakow í fyrri leik liðanna í síðustu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 22. ágúst 2023 20:57
Hörður Björgvin og félagar áfram í Meistaradeildinni Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í gríska liðinu Panathinaikos eru komnir í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa lagt Marseille að velli eftir vítaspyrnukeppni. Fótbolti 15. ágúst 2023 22:06
Íslendingalið FC Kaupmannahafnar áfram eftir vítaspyrnukeppni Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekk FC Kaupmannahafnar þegar liðið tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn var vægast sagt naumur en einvígi FCK og Sparta Prag frá Tékklandi réðst í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 15. ágúst 2023 20:30
Panathinaikos nýtti færin illa en fer með 1-0 sigur í farteskinu til Frakklands Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Panathinaikos eru í ágætri stöðu eftir fyrri viðureign liðsins gegn Marseille í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en naga sig þó mögulega í handabökin að hafa ekki nýtt færin betur í leiknum. Fótbolti 9. ágúst 2023 20:07
Árni pítsusali sem tryggt hefur KÍ hundruð milljóna Stærsta hetjan í mögnuðu Evrópuævintýri færeysku meistaranna í KÍ frá Klaksvík er án vafa 31 árs gamli „pítsusalinn“ Árni Frederiksberg. Þökk sé honum er enn mögulegt að KÍ spili með Real Madrid, Manchester City, Bayern München og öðrum bestu liðum álfunnar í Meistaradeild Evrópu í haust. Fótbolti 9. ágúst 2023 12:00
Færeyingarnir fara með forystu til Noregs eftir endurkomusigur Færeysku meistararnir í KÍ Klaksvík unnu magnaðan 2-1 endurkomusigur er liðið tók á móti Noregsmeisturum Molde í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 8. ágúst 2023 21:28
Orri kom inn af bekknum í Meistaradeildarjafntefli Orri Steinn Óskarsson lék síðustu tuttugu mínúturnar fyrir FCK er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Sparta Prague í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 8. ágúst 2023 20:23
Fresta leik eftir að stuðningsmaður var stunginn til bana Leik AEK Athens frá Grikklandi og Dinamo Zagreb frá Króatíu sem fram átti að fara í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu hefur verið frestað eftir að stuðningsmaður varstunginn til bana í grísku höfuðborginni. Fótbolti 8. ágúst 2023 17:45
Grískur stuðningsmaður stunginn til bana í aðdraganda leiks kvöldsins Stuðningsmaður gríska fótboltaliðsins AEK Aþenu var stunginn til bana í gærkvöldi þegar ólæti brutust út í aðdraganda mikilvægs leiks félagsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Fótbolti 8. ágúst 2023 06:30
Barðist við tvær mjög sterkar taugar: „Glaður að þetta sé frá“ Tvær mjög sterkar taugar tókust á hjá Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabiks, sem horfði upp á son sinn Orra skora þrennu fyrir FC Kaupmannahöfn í viðureign liðanna í Meistaradeildinni í gær. Fótbolti 3. ágúst 2023 19:00
Markvörður KÍ Klaksvíkur var hættur í fótbolta og vann sem rafvirki Öllum að óvörum sló KÍ frá Klaksvík Svíþjóðarmeistara Häcken úr leik í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Fótbolti 3. ágúst 2023 14:01
Orri Steinn tók markamet af Rúnari Má Orri Steinn Óskarsson varð í gærkvöldi fyrsti íslenski leikmaðurinn sem nær að skora þrennu í Evrópuleik á móti íslensku liði. Fótbolti 3. ágúst 2023 13:01
Sjáðu þrennuna: Þjálfari Orra aldrei haft betri slúttara Þó að Jacob Neestrup, FH-ingurinn fyrrverandi sem nú þjálfar FC Kaupmannahöfn, hafi verið afar gagnrýninn á sitt lið eftir leikinn við Breiðablik í gærkvöld þá hrósaði hann Orra Steini Óskarssyni í hástert. Fótbolti 3. ágúst 2023 10:31
Færeyjar á undan Íslandi að tryggja sér lið í Evrópukeppni Það ríkir þjóðhátíðarstemning í Færeyjum eftir tímamótasigur KÍ frá Klaksvík í einvíginu við Svíþjóðarmeistara Häcken í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Fótbolti 3. ágúst 2023 07:59
„Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. Fótbolti 3. ágúst 2023 07:31
KÍ Klaksvík áfram eftir að hafa unnið Häcken í vítaspyrnukeppni KÍ Klaksvík tryggði sér farseðilinn í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir sigur í vítaspyrnukeppni. Klaksvík mætir Molde í næstu umferð. Sport 2. ágúst 2023 20:05
Oliver: Væri ekkert eðlilega gaman að heyra Parken þagna Oliver Sigurjónsson og félagar í Breiðabliki vita að þeir þurfa algjöran stórleik til að slá út FC Kaupmannahöfn út úr Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 2. ágúst 2023 14:16
Klæmint um tímann hjá Blikum: Upp og niður en á góðum stað núna Færeyski framherjinn Klæmint Andrason Olsen hefur upplifað margt á sínu fyrsta tímabili með Breiðabliki, allt frá því að komast ekki í leikmannahópinn í það að tryggja liðinu sigur á lokasekúndunum. Fótbolti 2. ágúst 2023 12:31
Telja 740 fermetra lykil að sigri Valgeirs og félaga Færeysku meistararnir í KÍ frá Klaksvík freista þess að halda sögulegu Evrópuævintýri sínu áfram með sigri gegn Svíþjóðarmeisturum Häcken í dag, í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 2. ágúst 2023 09:30
Ótrúleg dramatík í uppbótartíma í Ljubljana Ótrúlegar senur áttu sér stað í Ljúblíana í gær í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Matevž Vidovšek var hetja heimamanna þegar hann varði vítaspyrnu þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Fótbolti 2. ágúst 2023 07:02
Panathinaikos áfram í Meistaradeildinni Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Panathinaikos tryggðu sig áfram í næstu umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Dnipro-1. Fótbolti 1. ágúst 2023 19:28
Útileikir Breiðabliks og KA sýndir beint á Stöð 2 Sport Næstu útileikir Breiðabliks og KA í Evrópukeppnum verða sýndir á Stöð 2 Sport. Fótbolti 27. júlí 2023 15:01
Valgeir Lunddal fékk gult spjald í markalausu jafntefli gegn Klaksvík Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar í Häcken fóru til Færeyjar og mættu Klaksvík í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Sport 26. júlí 2023 20:45
Sjáðu mörkin og mistök Antons Ara í tapi gegn FCK í Meistaradeildinni Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar gerðu í gær góða ferð á Kópavogsvöll og unnu þeir tveggja marka sigur á heimamönnum í Breiðabliki er liðin mættust í fyrri leik sínum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 26. júlí 2023 14:17
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti