Fögnuðu Fjöruverðlaunum í Höfða Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi, voru afhent við hátíðlega athöfn í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Menning 8. mars 2021 14:56
„Reikna nú ekki með að margir verði móðgaðir“ Hljómsveitin XIX hefur fest sig i sessi í norsku metal senunni. Hljómsveitin er skipuð tveimur Íslendingum sem koma þar fram undir listamannsnöfnunum Balthazar og Orion. Lífið 8. mars 2021 14:30
Söngvari Entombed er látinn Sænski söngvarinn Lars-Göran Petrov, betur þekktur sem L-G Petrov, er látinn, 49 ára að aldri. Hann var söngvari þungarokkssveitarinnar Entombed og síðar Entombed A.D. Lífið 8. mars 2021 11:37
Danir völdu framlag til Eurovision sem verður flutt á dönsku Dúettinn Fyr & Flamme mun flytja framlag Dana í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í vor. Dúettinn flutti lagið Øve os på hinanden í úrslitaþætti dönsku söngvakeppninnar Melodi Grand Prix í gærkvöldi sem stóð uppi sem sigurlag keppninnar en lagið hlaut 37% greiddra atkvæða. Lífið 7. mars 2021 13:52
RAX Augnablik: „Þarna var hestur og ég gaf honum smá kók“ „Manni finnst svolítið eins og maður sé að endurtaka sig. Maður þarf alltaf að vera að reyna að finna eitthvað nýtt. Manni finnst vanta eitthvað. Maður er aldrei fullkomlega sáttur við það sem maður er að gera,“ segir Rax þegar hann talar um gerð bókarinnar Fjallland. Lífið 7. mars 2021 07:01
Listamennirnir sem koma fram á Aldrei fór ég suður Þrettán tónlistarmenn og hljómsveitir munu koma fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem fram fer á Ísafirði um páskana. Í fyrra fór hátíðin fram með óhefðbundnum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins en í ár stendur til að halda hátíðina með áhorfendum í sal. Lífið 6. mars 2021 10:12
Hætt við Secret Solstice 2021 en blásið til stórtónleika Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fara átti fram í lok júní. Hefur hátíðinni verið frestað um ár eða til júní 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lifandi viðburðum, skipuleggjendum hátíðarinnar. Lífið 5. mars 2021 14:47
Bubbi og Bríet gefa út lag sem fjallar um heimilisofbeldi Í gær kom út lagið Ástrós með Bubba Morthens en hefur hann fengið með sér að þessu sinni söngkonuna Bríeti sem hjálpar svo sannarlega til við að segja söguna. Tónlist 5. mars 2021 13:31
Jarðskjálftalistinn slær í gegn á Spotify Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. Lífið 5. mars 2021 11:30
„Mín eigin fegurð byggist ekki á því hvernig heimurinn sér mig“ „Þetta verkefni, Vulnerability and strength, er ótrúlega persónulegt. Það mætti segja að þetta væri eins og ástarbréf til mín sem ég hef haldið á í mörg ár,“ segir fyrirsætan, listamaðurinn og aðgerðasinninn Ísold Halldórudóttir. Lífið 4. mars 2021 20:43
Laugalækjarskóli og Sæmundarskóli áfram í úrslit Skrekks Atriði frá Laugalækjar- og Sæmundarskóla komust áfram í úrslit Skrekks á þriðja undanúrslitakvöldi hæfileikahátíðar skólar- og frístundasviðs Reykjavíkur í kvöld. Átta skólar keppa til úrslita mánudaginn 15. mars. Menning 3. mars 2021 23:27
Eldgos með Matta Matt og Erlu Björg sjaldan verið heitara Það er óhætt að segja að skjálfti sé í landanum á meðan beðið er eftir frekari fréttum af væntanlegu eldgosi í Keili. Lífið 3. mars 2021 16:22
Bunny Wailer fallinn frá Jamaíski reggítónlistarmaðurinn Bunny Wailer, sem stofnaði sveitina The Wailers ásamt þeim Bob Marley og Peter Tosh, er látinn, 73 ára að aldri. Lífið 3. mars 2021 09:07
Bistro Boy með nýtt lag ásamt Jess McAvoy Tónlistamaðurinn Bistro Boy hefur sent frá sér lagið Shifting, fyrsta singulinn af væntanlegri plötu sem kemur út 10. mars. Albumm 2. mars 2021 14:32
Nærri 90 prósent sölu tónlistar í gegnum Spotify Söluandvirði hljóðrita frá útgefendum og dreifendum jókst um 18 prósent á milli áranna 2018 og 2019. Er það fjórða árið í röð sem söluandvirðið hækkar að raunvirði eftir nær samfelldan samdrátt frá því um aldamót. Nærri níutíu prósent allrar tónlistarsölu á árinu 2019 fór í gegnum tónlistarveituna Spotify. Viðskipti innlent 2. mars 2021 09:44
Fyrsta stiklan úr Vegferð Vegferð er sex þátta sería sem hefur göngu sína á Stöð 2 á páskadag, þann 4. apríl. Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson fara með aðalhlutverk í þáttunum. Lífið 2. mars 2021 07:00
Hætti við að syngja með Bubba af ótta um misskilning Tónlistarkonan Bríet segist hafa ætlað að fá Bubba til að syngja með sér lagið Esjan, sem var eitt vinsælasta lag síðasta árs, en hætti við af ótta við að fólk héldi að hann hefði samið lagið. Þetta segir hún í Instagram-færslu sem hún birti í síðustu viku. Tónlist 1. mars 2021 17:28
Stórfyndin upphafsræða Amy Poehler og Tinu Fey Golden Globe-verðlaunin, þar sem erlenda pressan í Hollywood verðlaunar kvikmynda- og sjónvarpsfólk, voru veitt í nótt. Lífið 1. mars 2021 15:30
Bröns Beat Dóru Júlíu dúndur byrjun á helginni Tónlist og góðum mat er listilega blandað saman á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Lífið samstarf 1. mars 2021 13:22
„Við börðumst um og reyndum að koma okkur á framfæri með allskonar leiðum“ Baldvin Z hefur gert Óróa, Vonarstræti, Lof mér að falla, Rétt 3 og margt fleira en Sindri Sindrason hitti Baldvin í Íslandi í dag á dögunum og fór yfir feril hans. Lífið 1. mars 2021 11:31
„Skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig“ „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í háhæluðum skóm fyrir utan það þegar systir mín dressaði mig upp sem dragdrottning fyrir grímuball þegar ég var svona tíu ára,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandifótboltamaður sem sló rækilega í gegn í þýska dansþættinum Let‘s Dance á föstudagskvöldið. Hann var á línunni í Brennslunni á FM957 í morgun. Lífið 1. mars 2021 10:31
The Crown sópaði til sín verðlaunum á Golden Globe Golden Globe-verðlaunin, þar sem erlenda pressan í Hollywood verðlaunar kvikmynda- og sjónvarpsfólk, voru veitt í nótt. Lífið 1. mars 2021 07:08
„Ég var kominn í óreglu og ákvað að skella mér í meðferð” Út er komin platan Tónlist til að púsla við eftir Andra Ásgrímsson. Andri hefur áður getið sér gott orð með hljómsveitunum Leaves, Náttfara, Rif og fleirum, sem gítar- og hljómborðsleikari og söngvari. Albumm 28. febrúar 2021 16:00
RAX Augnablik: „Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi“ Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. Menning 28. febrúar 2021 07:01
Rúrik tryggði sér svokallað „Wild Card“ og Twitter logar Rúrik Gíslason fótbolta- og athafnamaður sem keppir nú í þýska dansþættinum Let‘s Dance, tryggði sér svokallað „Wild card“ í þættinum í gær. Það þýðir að ekki er hægt að kjósa hann úr næsta þætti sem fram fer þann 5. mars. Rúrik er því öruggur í næstu umferð. Lífið 27. febrúar 2021 16:04
Hvar eru brýrnar á evruseðlunum? Þegar peningaseðlarnir hverfa munu fá okkar væntanlega sakna þeirra vegna fagurfræðilegra sjónarmiða. Í þau örfáu skipti sem ég dreg fram brakandi Brynjólf Sveinsson gef ég mér sjaldan tíma til að virða seðilinn sérstaklega fyrir mér og hugsa um í hvað í ósköpunum maðurinn er klæddur. Skoðun 27. febrúar 2021 09:01
Gústi B frumsýnir nýtt myndband Tónlistarmaðurinn, leikarinn og plötusnúðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, frumsýnir glænýtt lag ásamt tónlistarmyndbandi á Vísi í kvöld. Lífið 26. febrúar 2021 21:00
Dans og báns úr MH á toppi PartyZone listans Nýr PartyZone hlaðvarpsþáttur er kominn á „öldur netvakans“. Fyrsti PartyZone listi ársins, topp 30 fyrir febrúarmánuð, er kynntur og spilaður í þættinum. Árið fer af stað með látum samkvæmt þáttastjórnendum og má finna frábæra nýja tónlist úr heimi danstónlistarinnar í þættinum. Sem fyrr byggir listinn á vali plötusnúðanna og á „nokkuð ígrunduðu grúski þáttarstjórnenda.“ Tónlist 26. febrúar 2021 17:11
Föstudagsplaylisti DJ Kötlu Katla Ásgeirsdóttir þekkir einna best vísindin á bak við það að glæða dansgólf Reykjavíkur lífi. Beiðnin um að setja saman föstudagslagalista varð til þess að hún keypti Spotify áskrift, sem sonur hennar hafði suðað um í tvö ár. Eftir viku af ósætti við leitarvélina og lagaúrvalið féll dómurinn; „Spotify er alveg mestu vonbrigði ársins 2021 hingað til.“ Tónlist 26. febrúar 2021 16:05
Upplifir sig sem frumgerð eða sérvitring Royal Gísalson sendi fyrir skömmu frá sér lagið Prototype en nú er komið út virkilega glæsilegt myndband við lagið. Það er enginn annar en pródúserinn Bomarz sem vinnur lagið með Royal og er útkoman sturluð. Albumm 26. febrúar 2021 15:01