Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Sam­fylkingin er með plan um að lög­festa leik­skóla­stigið

Ísland hefur alla burði til að búa til eitt besta leikskólakerfi sem þekkist á heimsvísu. Við vitum hins vegar að stærsta áskorunin okkar er í dag sú að tryggja hnökralausa samfellu þegar kemur að dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur – sem í daglegu tali kallast brúun umönnunarbilsins.

Skoðun
Fréttamynd

27-faldur hagnaður!?

Það vakti mikla athygli í fyrra þegar fréttir bárust af því að sýslumaður hafi selt á nauðungaruppboði einbýlishús í Reykjanesbæ fyrir aðeins þrjár milljónir króna. Um var að ræða hús með fasteignamat upp á 57 milljónir.

Skoðun
Fréttamynd

„Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“

„Ég hef séð þessi skrif sem birtust á bloggsíðu Þórðar Snæs og viðurkenni að það er ótrúlega erfitt fyrir mig sem konu að lesa þennan texta. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skrif Þórðar Snæs Júlíussonar, sem er í framboði fyrir flokkinn, sem birtust á bloggsíðu á fyrsta áratugi þessarar aldar.

Innlent
Fréttamynd

„Nei, Ás­laug Arna“

„Nei, Áslaug Arna, ég fór ekki beint inn í umhverfisráðuneytið til að sinna mínum eigin hagsmunum, fjölskyldu minnar eða vina, heldur til að vinna að almannahagsmunum með því að efla náttúruvernd í landinu.“ 

Innlent
Fréttamynd

Setjum söguna í sam­hengi við nú­tímann

Reykjavíkur leiðtogavísitalan er mælikvarði á hvernig samfélagið lítur á konur og karla með tilliti til hæfis þeirra til forystu, og kannar hversu vel samfélaginu líður almennt um kvenkyns forystu. 

Skoðun
Fréttamynd

„Berum ekki á­byrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“

„Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytinu til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd.“

Innlent
Fréttamynd

Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leyni­legri upp­töku

Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að kanna mál sem snýr að leyniupptökum huldumanns á samtali sínu við Gunnar Bergmann, son Jóns Gunnarssonar, þingmanns og aðstoðarmanns forsætis- og matvælaráðherra. Lögregla hefur rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Til­efni til að kanna hvort ráð­herra hafi farið á svig við siða­reglur

Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar.

Innlent
Fréttamynd

Kjóstu rétt á Vísi

Nú má nálgast kosningaprófið Kjóstu rétt á Vísi en fulltrúar allra flokka hafa svarað spurningum og gefst lesendum kostur á að máta sín svör við svör frambjóðenda.

Innlent
Fréttamynd

Veg­ferð í þágu barna skilar árangri

Þegar við hófum sameiginlega vegferð í þágu barna á Íslandi, var markmiðið skýrt: Að tryggja öllum börnum og fjölskyldum þeirra þann stuðning og þjónustu sem aðstæður þeirra kalla á. Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024, sem birtar voru í gær, sýna svart á hvítu að þessi vegferð er þegar að skila árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðará­tak í sölu á kló­sett­pappír

Öflugt íþrótta og æskulýðsstarf byggir á félagslegu réttlæti og jöfnuði. Markmiðið er að öll börn fái að njóta þeirra jákvæðu áhrifa sem fylgja þátttöku í íþróttum og æskulýðsstarfi, þar sem þau fá tækifæri til að þroskast í öruggu umhverfi, óháð hæfni, uppruna, kyni eða fötlun, hvort sem þau stefna á afreksíþróttir eða ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Femín­istar ævareiðir út í Þórð Snæ

Í tilefni kosninga hafa verið dregin fram gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrum ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, sem lýsa unggæðingslegum og óviðurkvæmilegum viðhorfum í garð kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Þú mátt vera afi (og ég má vera amma)

Maðurinn minn er breskur en elskar íslenskar hefðir. Eitt af því sem hann heillast af eru eftirnöfnin -dóttir, -son og -bur. Hann vill halda í bresku hefð og láta ættarnafnið sitt ganga niður til barna okkar og stakk hann upp á því að börnin okkar bæru ættarnafnið hans en væru einnig Heiðubörn.

Skoðun
Fréttamynd

Greiðar sam­göngur í Norðvesturkjördæmi

Samgöngumál í Norðvesturkjördæmi hafa lengi verið hitamál, þar sem bágborið ástand vega hefur bæði áhrif á lífsgæði íbúa og á efnahagslegan uppgang. Eitt dæmi af mörgum má taka af vegakerfinu á Vestfjörðum sem hefur ekki fylgt eftir þróun í atvinnulífi og þjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Stóð ekki á svörum um vand­ræða­legasta augna­blikið

Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins segir það vera alvöru verkefni að fara tvisvar sinnum í framboð á einu ári. Hann er eini leiðtogi stjórnmálaflokkanna sem hefur mætt áður í Af vængjum fram og tók áskoruninni um að borða bara sterkustu sósuna.

Lífið
Fréttamynd

Betri stjórn­völd, ekki meiri stjórn­völd

Við eldhúsborðið sitja foreldrarnir og bogra yfir reikningum mánaðarins. Börnin eru loksins sofnuð en það er þessi tími mánaðarins og afslöppunin verður að bíða. Reiknivélin er opin á símanum og útreikningarnir krotaðir á umslag frá tryggingafélaginu sem nú má alls ekki lenda í ruslinu. Staðan lítur ekki vel út.

Skoðun
Fréttamynd

Lentu í dular­fullum síma­truflunum í Bratislava fyrir fimm árum

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Íslands­deild­ar NATO-þings­ins, segir sig og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, hafa lent í undarlegum símatruflunum þegar þau voru á fundi NATO-þingsins í Bratislava í Slóvakíu.

Innlent