Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Inn­flutt skautun í boði Við­reisnar

Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi.

Skoðun
Fréttamynd

„Við skulum ekki endur­taka gömlu mis­tökin“

Jón Gnarr segir „útlendingavandann“ minna um margt á gamla „unglingavandann“. Hvort tveggja byggist á fordómum og ranghugmyndum frekar en staðreyndum. Ekki eigi að kenna ákveðnum hópum um úrræðaleysi stjórnvalda og endurtaka þannig gömul mistök.

Innlent
Fréttamynd

Ung­linga­vanda­málið

Þegar ég var að vaxa úr grasi þá var mikið gert úr unglingavandamálinu svokallaða en það var allur hinn margvíslegi vandi sem fylgdi unglingum. Fjölmiðlar, í góðu samstarfi við lögregluna og áhyggjufulla eldri borgara kepptust um að gera sem mest úr þessum umfangsmikla vanda.

Skoðun
Fréttamynd

Sigurður hafi fært Fram­sókn fjær Bjarna og Sig­mundi

Stjórnmálafræðiprófessor telur eldræðu formanns Framsóknarflokksins vera að einhverju leyti til að fjarlægja flokkinn stefnu Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Framsókn geri sig líklega til að mynda ríkisstjórn af miðjunni til vinstri. 

Innlent
Fréttamynd

„Tvær undir­skriftir sem vantaði“

Forsvarsmenn Lýðræðisflokksins og Ábyrgrar framtíðar segja stjórnmálasamtökin vera búin að lagfæra framboð sín í komandi Alþingiskosningum eftir að hafa fengið aðfinnslur frá Landskjörstjórn. Sósíalistaflokkurinn fékk líka aðfinnslur en skrifstofustjóri flokksins segir þær tilkomnar vegna tæknilegra örðugleika.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert sem gefi til kynna að Fram­sókn standi fyrir mann­úð

Formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk segir Framsóknarflokkinn hafa innleitt mannfjandsamlegustu stefnu í málefnum flóttafólks frá seinni heimsstyrjöld. Ekkert við framferði flokksins síðustu ár gefi til kynna að hann standi fyrir mannúð þrátt fyrir orð formannsins um annað.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir um­boði þjóðarinnar til breytinga

Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016.

Innlent
Fréttamynd

Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eld­ræðu um út­lendinga

Líflegar og hvassar umræður sköpuðust um útlendingamál í fyrstu kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna fyrir komandi alþingiskosningar á RÚV í kvöld. Sigmundur Davíð spyr hvort við eigum að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu. Sigurði Inga var heitt í hamsi þegar hann spurði hvort kosningabaráttan ætti að snúast um svokölluð útlendingamál, og sagði að umræðan ætti að snúast um staðreyndir en ekki vera ofan í drullupotti. Hann segir suma stjórnmálamenn hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlenda auðkýfinga sem kaupa upp jarðir.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Ben orðinn tvö­faldur afi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er orðinn afi í annað sinn. Margrét Bjarnadóttir elsta dóttir Bjarna og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson eignuðust dóttur á þriðjudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun

Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli.

Innlent
Fréttamynd

Veljum stöðug­leika og fyrirsjáanleika

Flestir íbúar landsins hafa komið illa út úr verðbólgu og hávaxtatímabili síðustu ára, þar sem efnahagslegur stöðugleiki og fyrirsjáanleiki í fjármálum er nánast enginn. Þessi óstöðugleiki kemur að sjálfsögðu verst niður á fjölskyldufólki og tekjulágum.

Skoðun
Fréttamynd

Á að skipta máli hverra manna þú ert?

Á Íslandi í dag skiptir mestu máli hverra manna þú ert þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta kemur fram í nýlegu minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers virði er líf kvenna?

Í gær rak á fjörur mínar fréttir af tveimur harmsögum úr íslenskum samtíma, atvikum sem urðu að ákærumálum sem rötuðu fyrir dómsstóla. Í öðru þeirra var maður stunginn tvisvar með hnífi með þeim afleiðingum að hann lést. Í hinu málinu var maður stunginn tvisvar með hnífi og lifði af. Í báðum málunum var dæmt.

Skoðun
Fréttamynd

Verk­lausi milljóna­kennarinn

Opinber umfjöllun um kennarastarfið einkennist þessa dagana mest af sleggjudómum og fáfræði. Svo virðist sem stjórnmálamenn telji það sér til tekna að tala niður störf kennara og fólkið sem gegnir þeim. Verklaust fólk sem gerir kröfu um milljón krónur á mánuði!

Skoðun
Fréttamynd

Að mæta á­standinu

Hvatarnir fyrir því að ég hef nú boðið fram krafta mína fyrir þessar kosningar eru ekki ósvipaðar og þegar ég barðist í Icesave deilunni með InDefence hópnum á árunum 2009-2013. Stjórnmálin eru á krossgötum og það eru viðbrögðin við því ástandi sem hér ríkir sem skipta öllu máli fyrir framhaldið.

Skoðun
Fréttamynd

Þrælar bankanna, lykil­tölur

Við búum við efnahagsstjórn sem mælir velgengni samfélagsins á stöðu og styrk bankanna. Þetta hefur margoft komið fram í málflutningi Seðlabankastjóra og fjármálaráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Þriðji orku­pakkinn: Al­manna­hags­munir á kross­götum

Niðurstöðurnar úr samþykkt þriðja orkupakkans í ágúst 2019 eru nú loks komnar fram og sýna áætlaða hækkun meðalverðs í heildsölu úr 5.284 krónur í 10.990 krónur. Hér að neðan eru helstu markmið pakkans og áhrif þeirra á íslenskan markað, ásamt gagnrýni á framvindu mála.

Skoðun
Fréttamynd

Að­gerðir í húsnæðis­málum strax!

Staðan á húsnæðismarkaði hér á landi er slæm. Framboð og eftirspurn fara ekki saman og fyrir vikið hefur fasteigna- og leiguverð rokið upp úr öllu valdi. Það er því ljóst að grípa þarf til aðgerða strax. Frá árinu 2013 hefur fjölskyldum fjölgað tvöfalt meira en íbúðum sem veldur ójafnvægi á fasteigna- og leiguverði.

Skoðun
Fréttamynd

Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum

Vigdís Häsler, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um hana sem „þá svörtu“ hafa haft gífurleg áhrif á sig. Hún muni aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum.

Innlent
Fréttamynd

Þess vegna talar ChatGPT ís­lensku

Ég er fullviss um að tæknin muni á næstu árum færa okkur lausnir við ýmsum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag í dag. Ísland hefur staðið sterkt á ýmsum sviðum tækniþróunar og þar hefur þróun í máltækni staðið upp úr.

Skoðun