Friðrik kann að koma okkur í vont skap Njarðvík og Grindavík mætast þriðja sinni í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta í kvöld. Leikurinn fer fram í Njarðvík og verður sýndur beint á Sýn klukkan 20. Friðrik Stefánsson fyrirliði Njarðvíkur sagðist í samtali við Víkurfréttir eiga von á hörkuleik í kvöld. Körfubolti 29. mars 2007 17:09
Dramatískur sigur Snæfells á KR Snæfell vann í kvöld dramatískan sigur á KR 85-83 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta. KR-ingar voru betri aðilinn frá öðrum leikhluta og voru með pálman í höndunum í lokin. Það var hinsvegar Daninn Martin Thuesen sem stal senunni og tryggði heimamönnum sigurinn með langskoti þegar um þrjár sekúndur lifðu leiks. Körfubolti 27. mars 2007 21:39
Stjarnan mætir Val Stjarnan lagði Breiðablik 96-87 í Smáranum í kvöld og tryggði sér þar með réttinn til að leika við Val um laust sæti í Iceland Express deild karla í körfubolta. Stjarnan vann einvígið 2-1 og unnust allir leikirnir á útivelli. Þór vann 1. deildina og fer beint upp í úrvalsdeild. Körfubolti 27. mars 2007 21:34
KR-ingar yfir eftir þrjá leikhluta KR hefur yfir 66-59 eftir þrjá leikhluta í öðrum leik sínum við Snæfell í Stykkishólmi. Gestirnir hafa verið sterkari aðilinn í leiknum eftir afleitan fyrsta leikhluta og stefnir í mikla spennu á lokasprettinum. Körfubolti 27. mars 2007 21:16
Jafnt í hálfleik í Stykkishólmi Staðan í leik Snæfells og KR í Stykkishólmi er jöfn 41-41 þegar flautað hefur verið til leikhlés í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Snæfell hafði yfir 21-11 eftir fyrsta leikhluta, en gestirnir tóku 10-0 rispu í upphafi þess næsta og hafa verið betri aðilinn síðan. Körfubolti 27. mars 2007 20:40
Snæfell yfir eftir fyrsta leikhluta Snæfell hefur yfir 21-11 gegn KR þegar fyrsta leikhluta er lokið í annari viðureign liðanna í Stykkishólmi. KR hefur yfir 1-0 í einvíginu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Körfubolti 27. mars 2007 20:18
Snæfell - KR í beinni á Sýn í kvöld Snæfell og KR mætast í kvöld öðru sinni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. KR vann fyrsta leikinn naumlega á heimavelli eftir æsilegar lokamínútur. Þá verða einnig á dagskrá tveir leikir í undanúrslitum kvenna þar sem Keflavík tekur á móti Grindavík og Haukar mæta ÍS. Staðan í báðum rimmum er 1-1, en kvennaleikirnir hefjast klukkan 19:15. Körfubolti 27. mars 2007 16:50
Grindavík jafnaði metin gegn Njarðvík Grindavík náði að jafna metin gegn Njarðvík í rimmu liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla með því að sigra, 88-81, í viðureign liðanna í kvöld. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum en Njarðvíkingar komust býsna nálægt því að jafna metin í síðari hálfleik en minnstur varð munurinn þrjú stig. Körfubolti 26. mars 2007 21:30
Grindvíkingar að niðurlægja Íslandsmeistarana Grindavík hefur haldið Íslandsmeisturum Njarðvíkur í 26 stigum í fyrri hálfleik í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Á sama tíma hafa Grindvíkingar skorað 56 stig og hafa því 30 stiga forystu í hálfleik. Hreint ótrúlegar tölur í Grindavík, en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Körfubolti 26. mars 2007 20:33
KR marði sigur í fyrsta leik KR-ingar báru sigurorð af Snæfellingum, 82-79, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn reyndist frábær skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en í blálokin. Í kvennaflokki jafnaði ÍS metin í rimmunni gegn Haukum í undanúrslitum með góðum 84-74 sigri. Staðan þar er nú 1-1. Körfubolti 25. mars 2007 20:59
Öruggt hjá Njarðvík gegn Grindavík Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu öruggan sigur á Grindvíkingum í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld, en leikið var í Njarðvík. Njarðvík leiddi nánast allan leikinn og vann að lokum með 18 stiga mun, 96-78, og er þar með komið með 1-0 forystu í einvígi liðanna. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki fer í úrslit. Körfubolti 24. mars 2007 19:41
Valur biðst afsökunar á ummælum sínum Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum í viðtali við Arnar Björnsson á Sýn í gærkvöld. Þar lýsti Valur yfir óánægju sinni með störf dómara og lét í það skína að hallaði á lið utan af landi í dómgæslu. Félag körfuknattleiksdómara hefur leitað sér aðstoðar lögfræðinga og íhugar að kæra Val. Körfubolti 21. mars 2007 19:41
Grindavík - Njarðvík í beinni á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn mun halda áfram að gera úrslitakeppninni í Iceland Express deild karla góð skil og næsta beina útsending stöðvarinnar verður annar leikur Grindavíkur og Njarðvíkur í undanúrslitunum mánudaginn 26. mars. Allir leikir í keppninni þar eftir verða sýndir beint. Körfubolti 21. mars 2007 14:49
Friðrik Ragnars: Ég var orðinn skíthræddur Friðrik Ragnarsson sagði sína menn í Grindavík hafa spilað sinn besta bolta í vetur í fyrri hálfleiknum gegn Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Hann sagðist gríðarlega stoltur af strákunum og hlakkar til að mæta sínum gömlu félögum í Njarðvík í undanúrslitunum. Körfubolti 20. mars 2007 22:38
Benedikt Guðmunds: Eigum enn eftir að springa út Benedikt Guðmundsson þjálfari var mjög sáttur við leik sinna manna í KR í kvöld eftir frækinn sigur liðsins á ÍR. Varnarleikur liðsins í síðari hálfleik gerði þar útslagið og Benedikt á von á öðru jöfnu einvígi gegn Snæfelli í undanúrslitunum. Körfubolti 20. mars 2007 22:25
Valur Ingimundarson íhugar að hætta Valur Ingimundarson þjálfari Skallagríms reiknar ekki með að þjálfa lið Skallagríms á næsta keppnistímabili í Iceland Express deildinni. Valur var súr í bragði í samtali við Arnar Björnsson á Sýn eftir tap hans manna fyrir Grindavík í kvöld og sagði dómara hafa leikið lið sitt illa. Körfubolti 20. mars 2007 22:00
Frábær sigur hjá Grindavík Grindvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum með frábærum sigri á Skallagrími í Borgarnesi 97-81 í oddaleik. Grindvíkingar komu gríðarlega einbeittir til leiks og þó heimamenn hafi komist inn í leikinn í síðari hálfleik og náð að komast yfir, sýndu gestirnir mikla seiglu og tryggðu sér sigur. Körfubolti 20. mars 2007 21:47
KR í undanúrslit - Patterson með þrennu KR-ingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta með sigri á ÍR í oddaleik 91-78. Gestirnir úr Breiðholtinu höfðu yfir í hálfleik, en heimamenn skelltu í lás í vörninni í þeim síðari og völtuðu yfir gestina, eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 25-5. Körfubolti 20. mars 2007 21:22
Grindvíkingar grimmir í fyrri hálfleik Grindvíkingar mættu mjög grimmir til leiks í viðureign sinni gegn Skallagrímsmönnum í Borgarnesi og hafa yfir í hálfleik 50-38. Heimamenn náðu aðeins að laga stöðuna fyrir lok hálfleiksins eftir að hafa lent meira en 20 stigum undir. Darrell Flake hefur haldið Skallagrími á floti í fyrri hálfleik og er kominn með 22 stig, en Jonathan Griffin var líka frábær í liði Grindavíkur. Körfubolti 20. mars 2007 20:53
ÍR yfir í vesturbænum ÍR hefur 43-39 gegn KR í hálfleik í oddaleik liðanna um sæti í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Grindvíkingar byrja betur í leiknum gegn Skallagrími í Borgarnesi og komust í 16-6 snemma leiks. Körfubolti 20. mars 2007 20:10
Sjöundi oddaleikurinn hjá Axeli Kárasyni Körfuboltamaðurinn Axel Kárason ætti að þekkja það vel að spila upp oddaleiki í úrslitakeppninni. Hann hefur tekið þátt í sex oddaleikjum frá árinu 2001, fimm með Tindastóli og einum með Skallagrími. Axel hefur unnið fjóra af þessum sex leikjum, en hann verður í sviðsljósinu með Skallagrími gegn Grindavík í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld klukkan 20 í beinni á Sýn. Körfubolti 20. mars 2007 18:50
Byrjar Skarphéðinn í kvöld? KR-ingar hafa unnið alla sjö leiki sína í Iceland Express deildinni í ár þar sem Skarphéðinn Ingason hefur verið í byrjunarliðinu. Skarphéðinn byrjaði sex leiki í deildarkeppninni og var í byrjunarliðinu í Seljaskóla á laugardaginn þegar KR-ingar tryggðu sér oddaleik í kvöld. Körfubolti 20. mars 2007 18:03
Skallagrímur - Grindavík í beinni á Sýn Í kvöld verður ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta. KR tekur þá á móti ÍR í DHL-höllinni klukkan 19:15 og Skallagrímur á móti Grindavík í Fjósinu í Borgarnesi, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn klukkan 20. Þetta eru oddaleikir liðanna um sæti í undanúrslitum, þar sem Snæfell og Njarðvík hafa þegar tryggt sér sæti. Körfubolti 20. mars 2007 15:17
Njarðvík í undanúrslit Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í körfubolta með öruggum útisigri á Hamar/Selfoss 86-60. Skallagrímur og Grindavík mætast í oddaleik í Borgarnesi eftir helgi eftir að Skallagrímur vann sigur í öðrum leik liðanna í Grindavík í kvöld 87-80. Körfubolti 18. mars 2007 21:02
Spennandi leikir í körfunni í kvöld Tveir leikir fara fram í úrslitakeppninni í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þar sem Grindvíkingar og Njarðvíkingar geta tryggt sér farseðilinn í undanúrslit með sigri. Njarðvíkingar sækja Hamar/Selfoss heim eftir sigur í fyrsta leik á heimavelli og þá freist Grindvíkingar þess að slá Skallagrím úr keppni á heimavelli eftir góðan útisigur í rafmögnuðum leik í Borgarnesi í fyrrakvöld. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15. Körfubolti 18. mars 2007 17:20
Snæfell komið í undanúrslit Snæfell varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslitin í úrslitakeppninni í Iceland Express deildinni þegar liðið lagði Keflvíkinga 103-89 í Keflavík. Snæfell vann báða leiki liðanna og mætir sigurvegaranum úr einvígi KR og ÍR. Í því einvígi unnu KR-ingar öruggan 87-78 sigur á ÍR á útivelli í dag og knúðu þar fram oddaleik. Körfubolti 17. mars 2007 17:43
KR-ingar grimmir í Seljaskóla KR-ingar mæta mjög grimmir til leiks í öðrum leiknum gegn ÍR í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar, en vesturbæingar hafa yfir 44-28 í hálfleik og skoraði ÍR aðeins 6 körfur utan af velli allan hálfleikinn. Þá hefur Snæfell yfir 50-46 gegn Keflavík í leik liðanna í Keflavík sem sýndur er beint á Sýn. Körfubolti 17. mars 2007 16:46
Grindvíkingar höfðu sigur í Fjósinu Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Skallagrím í Borgarnesi í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í kvöld. Staðan var jöfn 94-94 eftir venjulegan leiktíma, en gestirnir höfðu betur í framlengingu og höfðu 112-105 sigur í æsilegum leik. Liðin mætast á ný í Grindavík um helgina og þar geta heimamenn tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins. Körfubolti 16. mars 2007 21:05
Framlengt í Fjósinu Leikur Skallagríms og Grindavíkur í Fjósinu í Borgarnesi ætlar að verða sögulegur. Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma 94-94 og því þarf að framlengja. Þetta er fyrsti leikur liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 16. mars 2007 20:46
Grindvíkingar yfir í hálfleik Grindavík hefur yfir 59-54 gegn Skallagrími þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar. Leikurinn fer fram í Borgarnesi og hefur verið mjög fjörugur. Heimamenn náðu mest um 10 stiga forskoti í fyrri hálfleiknum, en gestirnir eru í miklu stuði. Páll Axel Vilbergsson er kominn með 16 stig hjá Grindavík og nafni hans Kristinsson 15 stig og hefur hitt úr öllum 7 skotum sínum. Körfubolti 16. mars 2007 20:04