Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Corbyn ekki til í vantraust strax

Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB.

Erlent
Fréttamynd

Vaxtakostnaður 700 milljónir

Vaðlaheiðargöng verða opnuð 12. janúar en vonast er til að umferð verði hleypt um göngin fyrir jól. Áætlað er að kostnaður við verkið endi í um 17 milljörðum króna. Vaxtakostnaður mun nema hundruðum milljóna króna.

Innlent
Fréttamynd

Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru

Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck.

Innlent
Fréttamynd

Dæturnar miðpunktur jólahaldsins

Ester Bergmann Halldórsdóttir setur jólaskrautið upp snemma en er jafn fljót að taka það niður aftur. Hún er ekki með mjög fastmótaðar jólahefðir og spilar jólahaldið í takt við þarfir ungra dætra.sinna.

Jól
Fréttamynd

Komast ensku liðin áfram í 16 liða úrslitin?

Það ræðst í kvöld hvort Liverpool kemst í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla en lokaumferð í A-D riðlum keppninnar verður leikin í kvöld. Riðlakeppninni lýkur svo með átta leikjum í E-H riðlum annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíðarandinn nær jafnvel í gegn í kirkjugörðunum

Hólavallakirkjugarður í Reykjavík á að baki 180 ára sögu, frá 1838. Þar hvíla háir og lágir, alþýðufólk, lista- og stjórnmálamenn 20. aldar, persónur og leikendur í fullveldis- og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.

Lífið
Fréttamynd

Heimir þjálfar katarskt lið sem á sér sögu um litla þolinmæði

Heimir Hallgrímsson klæðir sig aftur í þjálfaragallann eftir að hafa ekki starfað sem þjálfari frá því um miðjan júlí. Ólíklegt er að Heimir hafi séð fyrir sér að þjálfa á næsta áfangastað sínum þegar ferill hans hófst í Vestmannaeyjum. Hann samdi við Al Arabi til ársins 2021 en liðið er um miðja katörsku úrvalsdeildina.

Fótbolti
Fréttamynd

Landsnet í eigu þjóðar

Landsnet er eitt þeirra mikilvægu fyrirtækja sem sinna því sem okkur stjórnmálamönnum er tamt að kalla innviði; það sem þjóðin öll nýtur í gegnum samneyslu sína.

Skoðun
Fréttamynd

Hjálpum heimilislausum

Heimilislausum og utangarðsfólki hefur fjölgað um 95% á höfuðborgarsvæðinu frá 2012. Ástandið sem hefur ríkt í málefnum þeirra hefur verið skelfilegt.

Skoðun
Fréttamynd

Hver þarf óvini með þessa vini?

Ég starfa á skemmtilegasta vinnustað landsins og með mér starfar frábært fólk – fólk sem ég lít á sem fjölskyldu mína. Með þessu fólki starfa ég stærstan hluta dagsins, stærstan hluta vikunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Lausn fyrir lélega föndrara

Hrafnkell Örn Guðjónsson, eða Keli úr Agent Fresco, trommarinn sem allir þekkja og elska, sýnir á sér leyndar hliðar í nýju myndbandi fyrir UNICEf.

Lífið
Fréttamynd

Þetta reddast alls ekki

Við finnum nú þegar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, og þau áhrif munu magnast á hverju ári í fyrirsjáanlegri framtíð.

Skoðun
Fréttamynd

Hlutir sem ættu að snúa aftur á Laugaveginn

Don Cano er komið aftur og er nýja línan nú fáanleg í verslun á Laugaveginum. Margir hugsa hlýtt til Don Cano enda tók þjóðin ástfóstri við merkið á sínum tíma. Fréttablaðið tók saman nokkra góða hluti og búðir sem ættu að í endurkomu - líkt og fatamerkið.

Lífið
Fréttamynd

Allt í upplausn í Bretlandi

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit.

Erlent
Fréttamynd

Dásamlega góðir marengstoppar

Ólöf Anna Bergsdóttir er ellefu ára Vesturbæingur sem töfrar fram smákökur og annað góðgæti fyrir jólin. Hún veit fátt skemmtilegra en að koma ættingjum og vinum á óvart með með nýjum uppskriftum.

Jól
Fréttamynd

María og stöllur í erfiðum riðli með Frakklandi

Dregið var í riðlakeppnina fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í kvennaflokki um helgina en alls senda 24 lönd lið til leiks. Noregur með Selfyssinginn Maríu Þórisdóttur, dóttur Þóris Hergeirssonar, innanborðs fékk erfiðan riðil með heimaþjóðinni Frakklandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Æðis­leg jóla­terta með rjóma­osta­kremi

Unnur Anna Árnadóttir hefur mikla ástríðu fyrir bakstri og er dugleg að prófa sig áfram með nýjungar. Hún útbjó sérstaka jólatertu fyrir lesendur sem er bæði falleg og bragðgóð. Hægt er að skreyta tertuna að vild.

Jól
Fréttamynd

Chelsea tókst að temja City í höfuðborginni

Chelsea varð um helgina fyrsta liðið til að vinna Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í vetur þegar Lundúnaliðið vann 2-0 sigur á heimavelli sínum. Englandsmeistararnir voru mun sterkari aðilinn framan af og kom fyrra markið gegn gangi leiksins.

Enski boltinn