Heilbrigðismál

Fréttamynd

Vilja að Ísland fari að fordæmi Bandaríkjamanna og heimili Naloxone í lausasölu

Matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað nefúðann Narcan nalaxone í lausasölu til að mæta þeirri alvarlegu ógn sem ópíóðafaraldurinn er. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum bindur vonir við að Ísland feti sömu slóð. Rauði krossinn dreifði á síðasta ári hátt í sex hundruð stykkjum af nefúðanum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

„Opin rými eru bara andstyggileg“

Leyfa þarf börnum sem bíða eftir einhverfugreiningu að njóta vafans og veita þeim þjónustu strax. Þetta segir framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna og bætir við að skólakerfið henti þessum hóp verr en áður þar sem stærri bekkir og opin rými reynast hópnum oft erfið.

Innlent
Fréttamynd

Lið fyrir lið

Í gær var skrifað undir samninga milli Sjúkratrygginga Íslands, Klíníkarinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ um framkvæmd 700 liðskiptaaðgerða á þessu ári.

Skoðun
Fréttamynd

Semja um sjö ­hundruð liða­skipta­að­gerðir

Samningar milli Sjúkratrygginga Íslands, Klíníkurinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ um framkvæmd á sjö hundruð liðskiptaaðgerðum á þessu ári. Samningarnir voru síðan staðfestir af heilbrigðisráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

„Mér finnst þetta bara ó­á­byrgt“

Kona sem fyrir þremur árum fór í blóðmælingu hjá Greenfit segir óábyrgt að starfsmenn fyrirtækisins greini fólk með forstig sjúkdóma líkt og raunin var í hennar tilfelli. Hún segir að á engum tímapunkti hafi henni verið ráðlagt að leita til læknis.

Innlent
Fréttamynd

„Maður er ekki í pólitík fyrir sjálfa sig heldur fyrir aðra“

Formaður Samfylkingarinnar hefur síðustu daga fundað með fólki á Suðurnesjunum og rætt um heilbrigðismál. Um er að ræða fyrstu fundina í fundaröð fer út um allt land. Formaðurinn segir að mikilvægt sé að heyra hvað fólkinu í landinu finnst um stærstu málaflokkana í pólitíkinni.

Innlent
Fréttamynd

Stutt við þolendur heimilisofbeldis

Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Lítur blóð­mælingar Green­fit al­var­legum augum

Formaður læknafélagsins segist lítað það alvarlegum augum að fyrirtæki sem sérhæfi sig í heilsufarsmælingum bjóði upp á blóðmælingar og segir nauðsynlegt að skýr skil séu á milli þess hvað telst heilbrigðisþjónusta og hvað ekki. Embætti landlæknis skoðar nú tilkynningar um fyrirtækið. 

Innlent
Fréttamynd

Sonurinn beðinn um að hætta í fót­boltanum

Sjö ára drengur þarf að bíða í allt að þrjú ár eftir komast að í einhverfugreiningu. Móðir hans hefur áhyggjur af því að hann fái greininguna of seint og segir að marga foreldrar í sömu sporum vera að bugast.

Innlent
Fréttamynd

Flestar greiningar in­flúensu frá ára­mótum

Vikuna 13. til 19. mars greindust fleiri inflúensutilfelli en nokkra aðra viku frá áramótum. Alls greindust 56 með inflúensu, þar af 47 með inflúensustofn B, fimm með inflúensustofn A(H3) og fjórir með stofn A(H1).

Innlent
Fréttamynd

Samvinna fyrir betra heilbrigðiskerfi

Um er að ræða tilboð í allt að 700 aðgerðir sem munu bæta lífskjör einstaklinga til muna. Þessi aðgerð er að frumkvæði Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og hefur það að markmiði að stytta biðlista fyrir liðskiptaaðgerðir.

Skoðun
Fréttamynd

Óvissustigi vegna Covid aflýst

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að aflýsa óvissustigi Almannavarna vegna heimsfaraldurs Covid-19. Frá 27. janúar 2020 hafa ýmis almannavarnastig verið í gildi en er þar um að ræða óvissu-, hættu og neyðarstig.

Innlent
Fréttamynd

Lyfjaskortur í Bandaríkjunum eykst um 30 prósent

Lyfjaskortur í Bandaríkjunum jókst um 30 prósent á síðasta ári samanborið við árið 2021. Meðalbiðtími eftir því að lyf yrðu aftur fáanleg voru átján mánuðir en lyf hafa verið ófáanleg í allt að fimmtán ár.

Erlent
Fréttamynd

Kerecis númer fimm í Evrópu á lista Financial Times

Lækningavörufyrirtækið Kerecis er eitt íslenskra fyrirtækja á nýjum FT-1000 lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem vaxa hraðast. Í flokki fyrirtækja í heilbrigðis- og lífvísindum er Kerecis í fimmta sæti en situr annars í 246. sæti listans sem telur þúsund fyrirtæki

Viðskipti innlent
Fréttamynd

1157 börn á biðlista fyrir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð

Þeim börnum sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021. Þá biðu 738 börn en þau voru 830 í september 2022. Í febrúar 2023 voru þetta 1157 börn sem öll höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Það eru því 419 fleiri börn sem bíða nú eftir greiningu borið saman við desember 2021.

Innlent
Fréttamynd

Á þriðja ár liðið frá því að barn með Downs fæddist á Ís­landi

Ekkert barn með Downs-heilkennið hefur fæðst hér á landi í á þriðja ár. Frá því að skimun var efld verulega hefur fóstrum með Downs nánast undantekningalaust verið eytt að sögn formanns Félags áhugafólks um Downs-heilkennið. Þetta sé varhugaverð þróun en fólk með Downs eigi að fá að vera hluti af samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Tvö ár að sætta sig við breytta tilveru eftir Covid

Í lok febrúar þessa árs voru þrjú ár frá fyrsta Covid-19 smitinu hér á landi. Okkur óraði ekki fyrir því sem kom í kjölfarið en það fennir fljótt yfir þann tíma sem við bjuggum við takmarkanir og sóttvarnaraðgerðir.

Lífið
Fréttamynd

Í fjögur ár með skemmt eista

Árið er 1996. Ég bý í Bandaríkjunum, er í námi og stunda knattspyrnu. Ég fæ gríðarmikið högg í punginn þegar bolta er spyrnt af öllu afli í mig úr návígi. Þetta er óhapp. Þau gerast. Sama kvöld pissa ég blóði.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­mana­leiki og ó­hamingja eykst meðal ungs fólks

Einmanaleiki hefur aukist eftir Covid og íslensk ungmenni eru óhamingjusamari en þau voru eftir hrun samkvæmt nýjum tölum frá Landlækni. Sérfræðingur í hamingju segir skort á gæðastundum og umhyggju frá foreldrum spila þar stórt hlutverk.

Innlent