Pólland

Hriktir í stoðum pólsku ríkisstjórnarinnar vegna dýraréttinda
Útlit er fyrir að samsteypustjórnin í Póllandi gæti sprungið eftir að stærsti stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hótaði því að slíta samstarfinu vegna andstöðu samstarfsflokkanna við frumvarp um réttindi dýra.

Vonar að faraldrinum verði lokið innan tveggja ára
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), segist vona að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára.

Utanríkisráðherra Póllands hættir
Jacek Czaputowicz hefur sagt af sér embætti sem utanríkisráðherra Póllands. Afsögnin kemur á sama tíma og pólsk stjórnvöld þrýsta á að taka að leiðandi hlutverk í viðbrögðum Evrópusambandsins vegna ástandsins í nágrannalandinu Hvíta-Rússlandi.

Boeing kallar MAX-vélarnar nú nýju nafni
Í yfirlýsingu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing vegna kaupa pólsks flugfélags á fjórum Max-vélum eru umræddar vélar kallaðar nýju nafni.

Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur
Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands.

Sendiherra Póllands á Íslandi mun koma áhyggjum Íslandsdeildar Evrópuráðsins áleiðis
Sendiherra Póllands mun koma áhyggjum formanns Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins vegna uppsagnar Pólverja á Istanbúlsamningnum áleiðis til þeirra sem málið varða. Formaðurinn fundaði með sendiherranum í dag.

Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla
Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla.

Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins
Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg.

Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna
Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag.

Slíta tengsl við borg sem sagðist laus við hinsegin fólk
Yfirvöld í hollensku borginni Nieuwegein, nærri Utrecht, hafa ákveðið að slíta tengslin við pólsku borgina Pulawy vegna skoðana ráðamanna þar á hinsegin fólki.

Neyðarlenti vegna miða um sprengjuefni
Vél Ryanair þurfti að lenda á Stansted flugvelli í Lundúnum eftir að miði fannst í klósetti þar sem stóð að sprengjuefni væru um borð.

Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu
Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins.

Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki
„Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“

Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi
Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi.

Naumur sigur Duda virðist vera í höfn
Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi.

Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum
Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag.

Naumur sigur Duda samkvæmt útgönguspám
Fyrstu útgönguspár pólsku forsetakosninganna benda til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, hafi nauman sigur

Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum
Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag.

Pólverjar kjósa sér forseta í dag
Pólverjar á Íslandi tóku að streyma á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík í morgun en önnur umferð forsetakosninga fer fram í Póllandi í dag. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda og mjótt er á munum í skoðanakönnunum.

Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig
Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands.

Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar
Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“.

Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu
Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra.

Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi
Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu.

Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“
Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri.

Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað
Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri.

Segir „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma
Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma.

Pólland segist hafa ráðist óvart inn í Tékkland
Pólsk stjórnvöld hafa viðurkennt að vopnaðir hermenn á þeirra vegum hafi í síðasta mánuði tekið sér stöðu innan landamæra Tékklands, og þannig „ráðist óvart“ inn í landið. Varnarmálaráðuneyti Póllands segir að um misskilning hafi verið að ræða.

Ein náma í Póllandi tengd við mikið hópsmit
Meira en tvo þriðju af þeim 1,151 nýju kórónuveirusmitum sem greint var frá í dag í Póllandi má rekja til einnar námu í Suður-Póllandi.

Slakað á takmörkunum í Evrópu
Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum.

Samkomulag um að fresta pólsku forsetakosningunum
Stjórnarflokkarnir í Póllandi hafa náð samkomulagi um að fresta forsetakosningunum sem fyrirhugaðar voru í landinu næsta sunnudag vegna faraldurs kórónuveirunnar.