Kjaramál

Fréttamynd

Klukkan tifar í Karphúsinu

Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Styttist í verkföll

Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma.

Innlent
Fréttamynd

Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn

Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Efling semur við ríkið

Efling og hið opinbera hafa skrifað undir kjarasamninga. Það mun þó engin áhrif hafa á verkföll sem eru í gangi og eru fyrirhuguð.

Innlent
Fréttamynd

Ábyrg afstaða

Félagsmenn Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) eru með þessari ákvörðun að taka ábyrga afstöðu til samfélagsins og fresta boðuðu verkfalli. Félagsmenn LSS eru fólkið í framlínu utanspítalaþjónustu á Íslandi og oftar en ekki fyrsti snertipunktur fólks við heilbrigðisþjónustuna.

Skoðun
Fréttamynd

Verkfallsundanþágur á Landspítala og Heilsugæslu

Félagsmenn stéttarfélagsins Sameykis og Sjúkraliðafélags Íslands sem starfa á Landspítalanum og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins munu ekki taka þátt í fyrirhuguð verkfalli nú eftir helgi. Ástæðan er útbreiðsla COVID-19 kórónuveirunnar.

Fréttir
Fréttamynd

Fólk í sóttkví fær laun

Samtök atvinnulífsins munu beina þeim tilmælum til atvinnurekenda að greiða laun til þeirra einstaklinga sem sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda.

Innlent
Fréttamynd

Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum

Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á.

Innlent
Fréttamynd

Viltu auka­frí­viku(r)?

Hvað myndum við gera ef við ættum meiri tíma? Myndum við sofa lengur, hreyfa okkur meira, hitta fleira fólk, eða lesa fleiri bækur. Myndum við hanga lengur á netinu eða fara bara oftar í ræktina?

Skoðun
Fréttamynd

Öllum verða tryggð laun í sótt­kví

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun.

Innlent