Reykjavík

Fréttamynd

Hafa lækkað há­marks­hraða á þessum götum borgarinnar

Fyrsti áfangi hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að koma til framkvæmda um þessar mundir. Hafa starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða á nokkrum götum í borginni og taka merkingarnar gildi jafnóðum og þær koma upp.

Innlent
Fréttamynd

Öll verstu mis­tök ársins

Mis­tök geta verið alls­konar; al­var­leg, kald­hæðnis­leg, grát­leg og jafn­vel fyndin! En það góða við mis­tök er að allir lenda í þeim ein­hvern tíma á lífs­leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Borgin þurfi að fara í megrun

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var af borgarstjórn í gærkvöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár

Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu.

Innlent
Fréttamynd

Stal fimm lítra vín­flösku með um 60 þúsund króna þjór­fé starfs­fólks

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið föt fyrir 150 þúsund krónur úr verslun 66° norður, og vínflösku í eigu starfsmanna veitingastaðarins Lebowski bar á Laugavegi sem innihélt þjórfé að andvirði um sextíu þúsund króna. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fjölda annarra brota.

Innlent
Fréttamynd

Dýrasta vara Góða hirðisins frá upp­hafi er slitinn stóll

Danskur hönnunar­stóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upp­hafi. Ger­semin barst nytja­vöru­markaðnum ó­vænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrar­stjóri hennar ráð fyrir að eig­andi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mæltu bólu­setningum á Austur­velli

Tugir manna voru samankomin á Austurvelli á sjöunda tímanum í kvöld til að mótmæla bólusetningarstefnu stjórnvalda. Beindust mótmælin einna helst gegn bólusetningum barna við Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Há­dramatísk rósa­af­hending Bachelor fór fram í Hörpu

Harpa, tónlistar- og menningarhús Reykjavíkur, er í stóru hlutverki í væntanlegri þáttaröð af raunveruleikaþættinum The Bachelor, ef marka má stiklu sem frumsýnd var í dag. Þá lítur einnig út fyrir að piparsveinninn hafi farið með keppendur á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon.

Lífið
Fréttamynd

Miklu­brautar­stokkur og ný­byggingar við götuna. Hvað finnst þér?

Reykjavíkurborg kallar nú eftir viðbrögðum og athugasemdum við stór skipulagsverkefni sem eru í gangi í borginni. Samráð skiptir okkur miklu máli og við erum sífellt að leita leiða til að fá fram sjónarmið sem flestra. Við viljum mæta þörfum íbúa, í því felst meðal annars að sjá fyrir framtíðarþarfir og hvernig þær verða leystar.

Skoðun
Fréttamynd

Markmiðið að grípa sem flesta og koma til móts við Landspítala

Ný Covid deild verður opnuð á hjúkrunarheimilinu Eir síðar í dag. Deildin getur tekið á móti allt að tíu öldruðum einstaklingum sem eru með væg einkenni. Framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar segir að um sé að ræða nauðsynlegt úrræði sem muni meðal annars létta undir með Landspítala.

Innlent
Fréttamynd

Hjúkrunardeild fyrir eldri Covid-19 sjúklinga opnuð á Eir

Í dag verður opnuð á hjúkrunarheimilinu Eir sérstök hjúkrunareining fyrir covid-sjúklinga. Deildin er einkum hugsuð sem sérstakt úrræði fyrir íbúa á hjúkrunarheimilum sem veikjast af völdum Covid-19 og þurfa á sólarhringsumönnun að halda og einnig aldraða sem geta ekki haldið einangrun heima og þurfa umönnun.

Innlent