Akureyri

Fréttamynd

Lærðu hjúkrun og jarðfræði en starfa bæði sem kúabændur

Þau Elsa Ösp Þorvaldsdóttir og Róbert Fanndal Jósavinsson á bænum Litla-Dunhaga eru handhafar umhverfisverðlauna Hörgársveitar í ár. Þau eiga tvö ung börn, einbeita sér að kúabúskap og eru með milli fimmtíu og sextíu mjólkandi kýr í róbótafjósi.

Lífið
Fréttamynd

Einn milljarður geti orðið að tíu

Það að engu fjármagni sé áætlað til uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem millilandaflugvallar í drögum að samgönguáætlun næstu fimm ára gengur þvert gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda. Þetta er mat framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Þúsund tonna fiskkvóti fer úr Grímsey

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að ekki sé ástæða til að aðhafast neitt vegna kaupa Ramma hf., sem vinnur rækju á Siglufirði og fisk í Þorlákshöfn, á öllu hlutafé í Sigurbirni hf., í Grímsey.

Innlent
Fréttamynd

Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið

Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist.

Innlent
Fréttamynd

Akureyri tekur á móti yfir þúsund gestum

Umfangsmesta ráðstefna sem haldin hefur verið á Akureyri og mun færa ferða­þjónustunni norðan heiða umtalsverðar tekjur á tíma sem annars er rólegur í greininni. Gert ráð fyrir að tillaga verði gerð til ráðherra norðurslóða.

Innlent
Fréttamynd

Vilja koma Hrísey á kortið

Stefnt er að því að blása til sóknar til þess að markaðssetja Hrísey sem áfangastað fyrir innlenda ferðamenn. Ný könnun sýnir að margir Íslendingar sjá ekki neina ástæðu til þess að heimsækja eyjuna.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að tengsl rofni við sölu

Akureyrarstofa safnar nú hugmyndum um notkun á Sigurhæðum, húsi Matthíasar Jochumssonar, en mikil reiði blossaði upp eftir að bæjarstjórn tilkynnti að til stæði að selja húsið.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki nagladekk

„Auðvitað togast þetta alltaf á, það er öryggismál og umhverfismál,“ segir Guðríður Erla Friðriksdóttir, sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.

Innlent
Fréttamynd

Eins og fyrir skíðakappa að komast ekki í Hlíðarfjall

Björn Jóhann Jónsson, formaður stjórnar Hestamannafélagsins Léttis, fagnar niðurstöðunni og vonast til að framkvæmdir geti hafist sem fyrst, enda sé brúarleysið fyrir hestamenn eins og ef skíðaköppunum norðan heiða yrði meinaður aðgangur að Hlíðarfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Sexí saxi með bíótónum Andreu

Andrea Gylfadóttir hefur vetursetu á Akureyri og mun láta hressilega að sér kveða um næstu helgi þegar hún mun teygja Bíóbandið út í nýjar víddir með risa sinfóníukvikmyndatónleikum í Hofi.

Menning
Fréttamynd

Slá sölu á Sigurhæðum á frest til að kanna nýjar hugmyndir

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar.

Innlent