Vinnumarkaður

Fréttamynd

Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

43 sagt upp hjá Íslandspósti

43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Göngum yfir brúna

Þegar það kemur að mótun og innleiðingu stefnu eitt er að byggja brúna, og annað að fara yfir hana.

Skoðun
Fréttamynd

Fótsporin okkar

Fótsporið okkar er heitt umræðuefni, sem sýnir okkur að tungumálið dansar í takt við viðhorfin.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðaþjónustan fordæmi brot á vinnumarkaði

Samtök ferðaþjónustunnar segjast fordæma brotastarfsemi innan greinarinnar. Um helmingur launakrafna sem verkalýðsfélögin gera fyrir hönd félagsmanna eru vegna brota í ferðaþjónustu samkvæmt nýrri skýrslu.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdir Bandaríkjahers skapa yfir 300 ársstörf 

Fyrirhugaðar framkvæmdir Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins, sem áætla að verja samtals um fjórtán milljörðum króna til uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi á næstu árum, munu skapa rúmlega þrjú hundruð ársstörf á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur og meira þegar horft er til afleiddra starfa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brúin yfir gjána

Stefnumótun finnst flestum ánægjuleg athöfn, þeim sem þátt taka í slíku ferli. Horft er til framtíðar, bjartsýnisgleraugun sett upp og spennandi framtíðarsýn skilgreind þar sem áherslan er á tækifærin og möguleikana.

Skoðun
Fréttamynd

Milljónir króna hafðar af erlendu verkafólki

Samhliða hröðum vexti í íslensku efnahagslífi á undanförnum árum bendir rannsókn ASÍ, sem byggir á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga, til þess að jaðarsetning og brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nóg að umbera hinsegin starfsfólk

Richard Taylor, varaforseti mannauðsdeildar Nasdaq kauphallarinnar, verður aðalræðumaður á viðburði Hinsegin daga í Þjóðminjasafninu. Hann segir mikilvægt fyrir fyrirtæki að gera vinnustaðinn aðlaðandi fyrir hinsegin fólk.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnutekjur hækkuðu

Árið 2018 voru heildartekjur einstaklinga á Íslandi um 6,6 milljónir króna að meðaltali eða að jafnaði um 553 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stofnanir og stórfyrirtæki laða til sín færa kokka

Opinberar stofnanir og stórfyrirtæki eru í auknum mæli að ráða til sín færustu kokka landsins. Eftirsótt er að komast í þessar stöður vegna þægilegs vinnutíma og góðra launa. Bitnar það á hótelum og stórum veitingastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnulausum fækkaði í júní

Fjöldi atvinnulausra var 1,5 prósentustigum minni í júní en í maí samkvæmt árstíðarleiðréttum tölum Hagstofunnar. 6.800 manns eða 3,3 prósent, voru atvinnulausir í júní, þar af eru 1.900 einstaklingar á aldrinum 16- 24 ára.

Innlent
Fréttamynd

Fékk aðstoð og fór úr kulnun í kraft

Ung kona sem fékk alvarleg einkenni kulnunar í lífi og starfi segir að það hafi í raun gefið sér tækifæri til að snúa við blaðinu og breyta um lífsstíl. Alltof algengt sé að fólk ætli sér alltof mikið og brenni síðan út.

Innlent
Fréttamynd

Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: "Það er rosalegt álag á okkar fólki“

Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður.

Innlent