Áramót

Fréttamynd

„Það versta stendur yfir ára­mótin“

Kuldakast herjar á landið og búast má við tveggja stafa frosti næstu daga. Veðurfræðingur spáir mestum kulda yfir áramótin og þykir líklegt að kuldatíðin teygi sig inn í nýja árið. 

Veður
Fréttamynd

Kór­menn fastir um allan fjörð og upp­seldum tón­leikum frestað

Kuldakast sem nú gengur yfir landið mun að öllum líkindum vara langt inn í vikuna. Þrátt fyrir það verður víða hæglætisveður á gamlárskvöld, en aðra sögu var að segja í Skagafirði í gær þar sem fresta þurfti stórtónleikum vegna færðar. Kórmenn sátu fastir um allan fjörð og því reyna menn aftur í kvöld. 

Innlent
Fréttamynd

Par­ty­land í Holta­görðum hefur allt fyrir gamlár­spartýið

Verslunin Partyland í Holtagörðum opnaði fyrir rúmi ári síðan en hún sérhæfir sig í vörum fyrir alls kyns veisluhald. Partyland er alþjóðleg keðja og er verslunin í Holtagörðum sú stærsta í Evrópu, 500 fermetrar að stærð og með mikið úrval vöruflokka. Nýlega var vefverslunin sett í loftið og þessa dagana er verslunin að fyllast af spennandi vörum fyrir gamlárspartýið.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Spáir stillu og miklu svifryki um ára­mótin

Sigurður Þ. Ragnarsson sem betur er þekktur sem Siggi stormur segir veðrið um jólin að mestu hafa gengið eftir. „Þetta var bara skítaveður,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir spár benda til þess að veðrið verði fínt um áramót. Það verði stilla á nær öllu landinu en að henni muni fylgja slæm loftgæði þegar fólk byrjar að sprengja flugelda.

Veður
Fréttamynd

Fersk fyrir­heit: máttur nýársheita og skýrra mark­miða

Janúar dregur nafn sitt af Janusi, rómverskum guði sem er gjarnan sýndur með tvö andlit: eitt sem horfir til baka til fortíðar og annað sem beinist fram á veginn til framtíðar. Þetta endurspeglar vel andrúmsloft nýs árs, þegar við lítum um öxl og drögum lærdóm af liðnum tíma um leið og við hugum að nýjum tækifærum. Fyrsti mánuður ársins er því góður vettvangur fyrir nýtt upphaf, endurnýjun og vangaveltur um þær breytingar sem við erum staðráðin í að gera.

Skoðun
Fréttamynd

Fækka áramótabrennum í Reykja­vík um fjórar

Fækka á áramótabrennum í Reykjavík úr tíu í sex. Erindi þess efnis var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær. Þær brennur sem lagt er til að verði lagðar af eru þær sem haldnar hafa verið við Rauðavatn, í Suðurfelli , Laugardal og Skerjafirði.

Innlent
Fréttamynd

Tekur and­lega vel­líðan fram yfir skoðanir annarra

Áhrifavaldurinn og dansarinn Ástrós Traustadóttir hefur lagt línurnar fyrir árið með persónulegri markmiðasetningu. Hún birti lista á samfélagsmiðli sínum þar sem andleg vellíðan og persónulegar áskoranir eru í forgrunni.

Lífið
Fréttamynd

Þjóðin er mætt í ræktina

Það er heldur betur gömul saga og ný að þjóðin ætlar sér alltaf að taka sig á í byrjun árs, koma sér í ræktina og missa nokkur kíló eftir hátíðirnar.

Lífið
Fréttamynd

Nóttin gekk vel þrátt fyrir mikla ölvun

Nýársnótt gekk vel fyrir sig, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og engin „stór mál“ rötuðu á borð lögreglu. Fjórir gistu í fangaklefum í morgun sem telst mjög lítið að morgni nýársdags. 

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta barn ársins komið í heiminn

Fyrsta barn ársins 2024, eftir því sem fréttastofa kemst næst, kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík klukkan 9:12 í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Fengu leyfi frá fjöl­skyldu Hemma Gunn

Skemmtikraftarnir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. spurðu fjölskyldu Hermanns heitins Gunnarssonar, Hemma Gunn, leyfis áður en þeir nýttu gervigreind til þess að hafa Hemma með í Áramótaskaupinu í ár.

Lífið
Fréttamynd

Ára­mótum fagnað víða um land: Brenna á Eyrar­bakka en engin í Kópa­vogi

Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti ár en þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir þetta svekkjandi. Í kvöld verða áramótabrennur tendraðar á tíu stöðum í Reykjavík. Tvær í Garðabæ, ein á Seltjarnarnesi og ein í Mosfellsbæ. Í Kópavogi og Hafnarfirði verða hins vegar engar brennur.

Innlent
Fréttamynd

„Þar dönsuðu þeir og sungu álfa­dans“

Á áramótunum er andrúmsloftið, eins og frægt er, töfrum slungið. Þegar nýja árið hefst fá hinar ýmsu vættir til heilla eða óheilla (þó flestar til óheilla) að leika lausum hala. Í dag eru áramótin kannski fyrst og fremst stór veisla með flugeldum, fínum mat, tertum og skaupsáhorfi en þau hafa ekki alltaf verið svo saklaust tilefni. Þeim hefur ekki einu sinni alltaf verið fagnað á aðfaranótt fyrsta janúar.

Lífið