Meistaradeild Evrópu í handbolta karla

Fréttamynd

Viktor Gísli lokaði á Aron og fé­laga

Franska handknattleiksfélagið Nantes gerði sér lítið fyrir og lagði Álaborg í Álaborg þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með Nantes á meðan Aron Pálmarsson spilar með Álaborg og Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

Handbolti
Fréttamynd

Veszprem ennþá efstir í Meistaradeildinni

Bjarki Már Elísson og samherjar hans í Telekom Veszprem unnu í kvöld sinn fimmta sigur í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik þegar þeir lögðu Orlen Wisla Plock frá Póllandi að velli.

Handbolti
Fréttamynd

Viktor varði vel í stórsigri gegn Kiel

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti flottan leik fyrir franska félagið Nantes er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn þýska stórliðinu Kiel í Meistaradeild Evrópu í kvöld, 38-30.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar og Gísli fóru á kostum í jafntefli gegn Bjarka og félögum

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu samtals 15 mörk er Magdeburg gerði jafntefli gegn Bjarka Má Elíssyni og félögum hans í Telekom Veszprem í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 35-35. Þá var Haukur Þrastarson í liði Kielce sem vann þriggja marka sigur gegn Celje Lasko, 30-33.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi og Gísli Þor­geir fóru á kostum

Íslendingliðin Magdeburg og Álaborg unnu sína leiki í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fóru mikinn hjá Magdeburg á meðan Aron Pálmarsson var heldur rólegri í sigri Álaborgar.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingaslagur í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar

Evrópska handknattleikssambandið EHF birti í dag leikjaniðurröðun riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Nokkrar áhugaverðar viðureignir munu eiga sér stað strax í fyrstu umferð, þar á meðal Íslendingaslagur Lomza Industria Kielce og HBC Nantes.

Handbolti
Fréttamynd

Haukur mætir Barcelona í úrslitum

Barcelona vann nokkuð sannfærandi 34-30 sigur þegar liðið atti kappi við Kiel í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla í Lanxess-höllinni í Köln í dag.

Handbolti