Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Jón Dagur um Ronaldo: „Hann ýtti mér eitt­hvað“

„Við vorum helvíti þéttir. Auðvitað fengu þeir einhverja sénsa í endann en frammistaðan, sérstaklega varnarleikurinn, er eitthvað sem við getum byggt á,“ sagði Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður Íslands, eftir 2-0 tapið gegn Portúgal í lokaleik undankeppni EM í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þurfum að halda í það sem við erum góðir í“

„Mér fannst þetta mjög fínt, vörðumst vel og vorum þéttir,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson, varnarmaður Íslands, um 2-0 tap liðsins gegn Portúgal ytra í lokaleik undankeppni EM 2024. Þrátt fyrir tap sagði Guðlaugur Victor að það væru nokkrir ljósir punktar í frammistöðu kvöldsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ein­kunnir Ís­lands gegn Portúgal: Hákon Rafn fram­úr­skarandi þrátt fyrir mis­tök í markinu

Ísland tapaði síðasta leik sínum í undankeppni EM 2024 gegn Portúgal ytra, 2-0. Heilt yfir átti íslenska liðið fínan leik og spilaði mun betur en í síðasta leik gegn Slóvakíu. Tveir menn enduðu jafnir með hæstu einkunn, Hákon Rafn og Arnór Sigurðsson. Báðir áttu þeir frábæran leik, en lækkuðu aðeins í einkunn eftir mistök sem leiddu að marki. 

Fótbolti
Fréttamynd

Bruno sér hættuna við lið Ís­lands sem hefur að engu að keppa

Bruno Fernandes, leik­maður Manchester United og portúgalska lands­liðsins, segist eiga von á erfiðum leik við Ís­land líkt og hann og liðs­fé­lagar hans upp­lifðu í Reykja­vík fyrr á árinu. Leikurinn verði góð próf­raun fyrir Portúgal sem hefur unnið alla sína leik í undan­keppni EM til þessa.

Fótbolti
Fréttamynd

„Tæki­­færi fyrir okkur að sanna að við getum gert góða hluti saman“

Åge Hareide, lands­liðs­þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta segir loka­leik liðsins í undan­keppni EM 2024 í kvöld, gegn topp­liði Portúgal á úti­velli, vera kjörið tæki­færi fyrir leik­menn liðsins til þess að sanna að þeir geti gert góða hluti saman. Ís­land mætir til leiks með þungt tap fyrir Slóvakíu á bakinu og enga mögu­leika á að komast upp úr riðlinum. Sigur Portúgal í kvöld mun sjá til þess að liðið vinnur riðilinn með fullt hús stiga.

Fótbolti
Fréttamynd

Tók Ís­land skref aftur á bak? | „Þá vonandi tökum við tvö fram á við"

Jóhann Berg Guð­munds­son, fyrir­liði ís­lenska lands­liðsins í fót­bolta segist vona að liðið taki tvö skref fram á við gegn Portúgal eftir svekkjandi frammi­stöðu og þungt tap gegn Slóvakíu, í undan­keppni EM á dögunum, sem túlkað var sem skref aftur á bak fyrir liðið. Það sé undir öllum leik­mönnum liðsins komið að sýna að þeir séu betri en það sem þeir sýndu í Slóvakíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Kári Árna: Mér fannst við taka skref aftur á bak

Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður, var gagnrýnin á spilamennsku íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í 4-2 tapi á móti Slóvakíu í undankeppni EM í gær og þá sérstaklega hvernig íslenska liðið setti upp pressuna.

Fótbolti
Fréttamynd

Åge Hareide: Svartur fimmtu­dagur fyrir Ís­land

Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ósáttur við það hvernig leikurinn fór, hvernig frammistaðan var og talaði um svartan dag fyrir liðið sitt. Ísland steinlá fyrir Slóvökum 4-2 en það verður að horfa til þess að íslenska liðið átti í fullu tréi við það slóvaska á Laugardalsvelli fyrr á þessu ári.

Fótbolti
Fréttamynd

„Upp­skriftin í okkar leikjum í þessum riðli“

Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum hundsvekktur eftir frammistöðu Íslands í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu í Bratislava í kvöld. Tapið þýðir að von Íslands um að komast upp úr J-riðli er endanlega úr sögunni, en Slóvakar fögnuðu EM-sæti.

Fótbolti