Fótbolti

Udinese stuðnings­menn í fimm ára bann fyrir kynþáttaníð

Fjórir stuðningsmenn Udinese voru dæmdir í fimm ára bann frá leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni eftir að hafa beitt Mike Maignan, markvörð AC Milan, kynþáttaníði í leik liðanna á sunnudag. Udinese var gert að spila næsta heimaleik fyrir lokuðum dyrum vegna málsins. 

Fótbolti

Fíla­beins­ströndin komst á­fram eftir allt saman

Malí, Suður-Afríka, Namibía, Marokkó og Kongó urðu síðust til að tryggja sig áfram í 16-liða úrslit Afríkumótsins í fótbolta. Alls fóru fjórir leikir fram í dag en aðeins eitt mark var skorað. Úrslit dagsins leiddu það í ljós að Fílabeinsströndin komst einnig áfram en þeir ráku þjálfara liðsins fyrr í dag vegna slæms árangurs á mótinu. 

Fótbolti

Fyrrum eig­andi Tottenham játaði innherjaviðskipti og fjár­svik

Joe Lewis játaði fyrir dómstólum í New York dag að hann væri sekur um innherjaviðskipti og fjársvik við verðbréfaviðskipti. Fjölskylda hans á meirihluta í enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham Hotspur í gegnum fyrirtækið ENIC. Brotin áttu sér stað áður en Joe Lewis seldi sinn hlut í félaginu árið 2022. 

Enski boltinn

Til­finninga­þrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu

Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn.

Fótbolti

Egypta­land á­fram eftir mikla dramatík

Egyptaland er komið áfram í útsláttarkeppni Afríkukeppninnar í knattspyrnu eftir gríðarlega dramatík í lokaumferðinni. Egyptar, sem voru án Mohamed Salah, gerðu jafntefli í öllum þremur leikjum sínum. Þá eru gestgjafar Fílabeinsstrandarinnar einnig úr leik.

Fótbolti

Atlético upp í Meistara­deildar­sæti

Atlético Madríd vann nauman útisigur á Granada í eina leik spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, La Liga, í kvöld. Sigurinn lyftir Atlético upp í Meistaradeildarsæti á meðan Granada er að berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni.

Fótbolti