Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Óhóf­leg eyðsla Rauðu djöflanna undan­farin ár að koma í bakið á þeim

Það hefur mikið gengið á hjá Manchester United. Nú hafa forráðamenn liðsins staðfest að eyðsla liðsins undanfarin tímabil hafi farið úr öllu valdi og félagið þurfi því að gera ýmsar ráðstafanir til að lenda ekki í svörtu bókinni þegar kemur að fjárhagsregluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Endi liðið í svörtu bókinni gætu stig verið dregin af því.

Enski boltinn


Fréttamynd

Loks vann Totten­ham

Tottenham Hotspur er í góðum málum í Evrópudeild karla í knattspyrnu eftir 3-2 útisigur á Hoffenheim. Gestirnir frá Lundúnum höfðu ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum í Evrópu en lönduðu mikilvægum þremur stigum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Bruno til bjargar

Bruno Fernandes kom Manchester United til bjargar þegar það virtist sem liðið væri að fara gera 1-1 jafntefli við Rangers í Evrópudeildinni. Þökk sé marki fyrirliðans tókst Rauðu djöflunum að landa þremur stigum, lokatölur 2-1 á Old Trafford.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut

Toppurinn og botninn mættust í Bónus-deild karla mættust í Garðabænum í kvöld þegar Stjarnan tók á móti Haukum. Hlutskipti liðanna í deildinni ólíkt en Stjarnan tapaði þó í síðustu umferð gegn ÍR meðan Haukar lögðu Tindastól og því ómögulegt að bókfæra sigur hjá toppliðinu hér í kvöld fyrirfram.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þeir voru pott­þétt að spara“

„Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb.

Handbolti
Fréttamynd

Gunn­laugur í besta sæti Ís­lendings

Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að rita nýja kafla í íslenska golfsögu, etir að hafa fyrstur íslenskra kylfinga verið valinn í úrvalslið Evrópu fyrir Bonallack-bikarinn sem fram fór í þessum mánuði.

Golf
Fréttamynd

Á­fall fyrir Noreg: Sagosen meiddur

Noregur hélt möguleikum sínum á að komast í átta liða úrslit HM á lífi með sigri á Spáni, 25-24, í gær. Norðmenn gátu þó ekki leyft sér að gleðjast mikið eftir sigurinn því þeirra besti maður meiddist í leiknum gegn Spánverjum.

Handbolti
Fréttamynd

Hrósuðu Viggó í há­stert: „Hann er svo verð­mætur“

Þeir Einar Jónsson og Bjarni Fritzson ræddu mikilvægi Viggós Kristjánssonar fyrir íslenska handboltalandsliðið í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Þeir segja að hann sé góður á báðum endum vallarins og passi vel inn í leikstíl íslenska liðsins.

Handbolti
Fréttamynd

Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook

Ítalir hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en þeir hafa komið á óvart á heimsmeistaramótinu og eiga möguleika á að komast í átta liða úrslit. Það er ekki síst markverðinum Domenico Ebner að þakka.

Handbolti