Ábyrgð lífeyrissjóða Kristján þór júlíusson skrifar 2. mars 2010 06:00 Kristján Þór Júlíusson skrifar um lífeyrissjóði. Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er ein forsenda endurreisnar atvinnulífsins. Þar þarf að leggja áherslu á að bjarga sem mestum verðmætum, samfélaginu til heilla. Þjóðin er enn í sárum eftir efnahagshrunið og reiðin í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og svokölluðum útrásarvíkingum, er skiljanleg. Við megum hins vegar ekki láta reiðina hamla endurreisnarstarfinu. Nú þurfa lífeyrissjóðir að taka á málum skuldunauta sinna. Þar er tekist á um álitamál um hvort sjóðsstjórnirnar eigi að fallast á nauðasamninga eða hvort keyra eigi viðkomandi fyrirtæki í þrot. Gríðarlegar fjárhæðir eru í húfi og glíma lífeyrissjóðanna stendur um hvort og hvernig eigi að endurheimta fjármuni við skuldameðferð fyrirtækja. Miklu skiptir fyrir hagsmuni sjóðfélaga hvaða leiðir eru valdar. Stjórnum sjóðanna ber fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni sjóðsfélaga. Eru þeir reiðubúnir til þess að sæta skerðingu réttinda sinna ef önnur sjónarmið en viðskiptalegir hagsmunir eiga að ráða ákvörðunum lífeyrissjóðsins? Fyrsta stóra málið sem snýr að lífeyrissjóðunum varðar fjárhagslega endurskipulagningu Bakkavarar, þar sem stjórnendum er gefinn kostur á því að eignast 25% hlut í fyrirtækinu. Fram hefur komið að skuldir fyrirtækisins nemi 62,5 milljörðum. Þetta eru miklir fjármunir og lífeyrissjóðirnir eru meðal stærstu kröfuhafa. Hvort er mikilvægara fyrir lífeyrissjóðina að vinna með öðrum kröfuhöfum að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja eða keyra fyrirtækin í þrot og tapa þannig tugum milljarða króna sem leiðir til verulegrar skerðingar á lífeyrisgreiðslum, e.t.v. til langs tíma? Rökin verða að vera reiðinni yfirsterkari. Lífeyrissjóðirnir þurfa að standa vörð um hagsmuni sjóðsfélaga og tryggja þeim óskertar lífeyrisgreiðslur í framtíðinni, jafnvel þótt kaldur raunveruleikinn sé að þeir verði að vinna með mönnum sem eiga ef til vill ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta þjóðarinnar. Hlutverk lánveitenda hlýtur að vera að tryggja fjárhagslega hagsmuni sína og þeim ber siðferðisleg skylda til þess, þótt ákvarðanir kunni að vekja óánægju. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson skrifar um lífeyrissjóði. Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er ein forsenda endurreisnar atvinnulífsins. Þar þarf að leggja áherslu á að bjarga sem mestum verðmætum, samfélaginu til heilla. Þjóðin er enn í sárum eftir efnahagshrunið og reiðin í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og svokölluðum útrásarvíkingum, er skiljanleg. Við megum hins vegar ekki láta reiðina hamla endurreisnarstarfinu. Nú þurfa lífeyrissjóðir að taka á málum skuldunauta sinna. Þar er tekist á um álitamál um hvort sjóðsstjórnirnar eigi að fallast á nauðasamninga eða hvort keyra eigi viðkomandi fyrirtæki í þrot. Gríðarlegar fjárhæðir eru í húfi og glíma lífeyrissjóðanna stendur um hvort og hvernig eigi að endurheimta fjármuni við skuldameðferð fyrirtækja. Miklu skiptir fyrir hagsmuni sjóðfélaga hvaða leiðir eru valdar. Stjórnum sjóðanna ber fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni sjóðsfélaga. Eru þeir reiðubúnir til þess að sæta skerðingu réttinda sinna ef önnur sjónarmið en viðskiptalegir hagsmunir eiga að ráða ákvörðunum lífeyrissjóðsins? Fyrsta stóra málið sem snýr að lífeyrissjóðunum varðar fjárhagslega endurskipulagningu Bakkavarar, þar sem stjórnendum er gefinn kostur á því að eignast 25% hlut í fyrirtækinu. Fram hefur komið að skuldir fyrirtækisins nemi 62,5 milljörðum. Þetta eru miklir fjármunir og lífeyrissjóðirnir eru meðal stærstu kröfuhafa. Hvort er mikilvægara fyrir lífeyrissjóðina að vinna með öðrum kröfuhöfum að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja eða keyra fyrirtækin í þrot og tapa þannig tugum milljarða króna sem leiðir til verulegrar skerðingar á lífeyrisgreiðslum, e.t.v. til langs tíma? Rökin verða að vera reiðinni yfirsterkari. Lífeyrissjóðirnir þurfa að standa vörð um hagsmuni sjóðsfélaga og tryggja þeim óskertar lífeyrisgreiðslur í framtíðinni, jafnvel þótt kaldur raunveruleikinn sé að þeir verði að vinna með mönnum sem eiga ef til vill ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta þjóðarinnar. Hlutverk lánveitenda hlýtur að vera að tryggja fjárhagslega hagsmuni sína og þeim ber siðferðisleg skylda til þess, þótt ákvarðanir kunni að vekja óánægju. Höfundur er alþingismaður.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun