Mannréttindaráðherra hunsar lög Einar Steingrímsson skrifar 4. apríl 2012 05:00 Haustið 2009 flúði Mohammed Lo, tvítugur maður, frá Máritaníu. Þar hafði hann verið þræll frá blautu barnsbeini, enda sonur þræla og þar með „réttmæt“ eign húsbóndans sem hafði þrælkað foreldrana alla ævi þeirra. Það var skömmu eftir lát móður sinnar sem Mohammed flúði, en faðirinn lést fáum árum áður; hvorugt naut nokkurn tíma læknisþjónustu. Fyrir utan systur sína, sem samtímis flúði til Senegal, þekkti Mohammed ekkert fólk nema nokkra samþræla sína. Mohammed dvaldi fáa mánuði á Spáni en fór síðan til Noregs. Þaðan kom hann til Íslands og sótti um hæli sem flóttamaður í desember 2010. Því var synjað, og Útlendingastofnun úrskurðaði að hann skyldi sendur aftur til Noregs. Staðreyndirnar eru þessar: Þrælahald er algengt í Máritaníu og ekki er efast um frásögn Mohammeds. Fólk sem hneppt hefur verið í þrældóm á rétt á hæli og ekki má senda það aftur til heimalandsins. Útlendingastofnun (UTL) fékk bréf frá Interpol í Noregi þar sem sagt var að ef Mohammed yrði snúið aftur til Noregs yrði hann sendur þaðan til Máritaníu. Samkvæmt nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu má Ísland því ekki senda Mohammed til baka til Noregs. Samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasáttmálum á Mohammed því rétt á hæli á Íslandi. Þrátt fyrir þetta ætlaði UTL að senda Mohammed tilbaka, og stofnunin hafði ekki meiri áhuga á máli hans en svo að hún notaði túlk sem ekki skildi eina málið sem Mohammed getur tjáð sig á. Farið var fram á að innanríkisráðherra frestaði brottvísun Mohammeds þar til ráðuneytið hefði lokið meðferð kæru vegna ákvörðunar UTL. Því var synjað og hefur Mohammed síðan verið í felum á Íslandi, þar sem hann hefur eignast talsvert af vinum og kunningjum. Málið hefur nú verið hjá ráðherra frá því í júlí. Af einhverjum ástæðum hefur ráðherra ekki viljað gera það sem honum ber, né að skikka UTL til að fylgja lögum. Útlendingastofnun er löngu þekkt fyrir lögleysur og óvönduð vinnubrögð. Margir héldu þegar Ögmundur Jónasson varð ráðherra mannréttindamála að hann myndi a.m.k. ekki taka þátt í að brjóta á augljósum rétti flóttamanna sem eiga yfir höfði sér pyntingar og ævilangan þrældóm. Annað virðist komið á daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Haustið 2009 flúði Mohammed Lo, tvítugur maður, frá Máritaníu. Þar hafði hann verið þræll frá blautu barnsbeini, enda sonur þræla og þar með „réttmæt“ eign húsbóndans sem hafði þrælkað foreldrana alla ævi þeirra. Það var skömmu eftir lát móður sinnar sem Mohammed flúði, en faðirinn lést fáum árum áður; hvorugt naut nokkurn tíma læknisþjónustu. Fyrir utan systur sína, sem samtímis flúði til Senegal, þekkti Mohammed ekkert fólk nema nokkra samþræla sína. Mohammed dvaldi fáa mánuði á Spáni en fór síðan til Noregs. Þaðan kom hann til Íslands og sótti um hæli sem flóttamaður í desember 2010. Því var synjað, og Útlendingastofnun úrskurðaði að hann skyldi sendur aftur til Noregs. Staðreyndirnar eru þessar: Þrælahald er algengt í Máritaníu og ekki er efast um frásögn Mohammeds. Fólk sem hneppt hefur verið í þrældóm á rétt á hæli og ekki má senda það aftur til heimalandsins. Útlendingastofnun (UTL) fékk bréf frá Interpol í Noregi þar sem sagt var að ef Mohammed yrði snúið aftur til Noregs yrði hann sendur þaðan til Máritaníu. Samkvæmt nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu má Ísland því ekki senda Mohammed til baka til Noregs. Samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasáttmálum á Mohammed því rétt á hæli á Íslandi. Þrátt fyrir þetta ætlaði UTL að senda Mohammed tilbaka, og stofnunin hafði ekki meiri áhuga á máli hans en svo að hún notaði túlk sem ekki skildi eina málið sem Mohammed getur tjáð sig á. Farið var fram á að innanríkisráðherra frestaði brottvísun Mohammeds þar til ráðuneytið hefði lokið meðferð kæru vegna ákvörðunar UTL. Því var synjað og hefur Mohammed síðan verið í felum á Íslandi, þar sem hann hefur eignast talsvert af vinum og kunningjum. Málið hefur nú verið hjá ráðherra frá því í júlí. Af einhverjum ástæðum hefur ráðherra ekki viljað gera það sem honum ber, né að skikka UTL til að fylgja lögum. Útlendingastofnun er löngu þekkt fyrir lögleysur og óvönduð vinnubrögð. Margir héldu þegar Ögmundur Jónasson varð ráðherra mannréttindamála að hann myndi a.m.k. ekki taka þátt í að brjóta á augljósum rétti flóttamanna sem eiga yfir höfði sér pyntingar og ævilangan þrældóm. Annað virðist komið á daginn.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun