Jólagjöfin í ár? Endurheimt votlendis Halldór Reynisson skrifar 3. desember 2015 07:00 Loftslagsmálin eru „stærsta siðferðismál samtímans“ að sögn Frans páfa. Við Íslendingar höfum verið frekar seinir til í umhverfismálum og ef allir jarðarbúar stigju jafnt þungt til jarðar og við, þá þyrfti heilar sjö Jarðir. Til er einföld leið til að bæta stöðu okkar í loftslagsmálum; að moka ofan í einhverja af þeim rúmlega 30 þúsund kílómetrum af skurðum sem grafnir voru í mýrlendi landsins. Sem sagt; að endurheimta votlendið, a.m.k. hluta þess. Í seinna stríði hófu Íslendingar að ræsa fram mýrar til að rækta tún og efla landbúnað og framleiðslan stórjókst. En við fórum hressilega fram úr okkur sjálfum í þarflausum dugnaði. Enda vissu menn ekki betur í þann tíð en að þessi skurðgröftur heyrði til framfara. Alls er talið að um 4.000 ferkílómetrar lands hafi verið ræstir fram. Af þessu landi eru 15-17 af hundraði nýtt til landbúnaðar. Afgangurinn? Dælir út koldíoxíði sem eykur á loftslagsvandann. Það ætti því að vera auðvelt fyrir Íslendinga að stíga léttar til jarðar í loftslagsmálum með því einfaldlega að moka ofan í eitthvað af öllum þessum skurðum. Ávinningurinn af því að moka ofan í kílómetra langan skurð eru 25 hektarar votlendis. Og hver hektari votlendis bindur álíka mikið koldíoxíð og tíu jepplingar losa út í andrúmsloftið á ári. Það kann að þvælast fyrir að mest af framræstu landi er í einkaeign. Væri ráð að fólk og fyrirtæki gætu tekið landspildur í „fóstur“? Fengið að leggja til fjármuni sem þarf til að endurheimta votlendið? Væri ekki hægt að hugsa upp svipað fyrirkomulag og með bændaskógana þannig að bændur sjálfir hefðu hag af því að endurheimta votlendið sem þeir nýta ekki til landbúnaðar? Getur það orðið jólagjöfin í ár að gefa Íslandi eitthvað af votlendi til baka? Ég veit fyrir víst að lóan og spóinn mundu fagna, enda eru mýrarnar kjörlendi þeirra, en þessir fuglar eru vorboðar í sveitum landsins og í þjóðarsálinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru „stærsta siðferðismál samtímans“ að sögn Frans páfa. Við Íslendingar höfum verið frekar seinir til í umhverfismálum og ef allir jarðarbúar stigju jafnt þungt til jarðar og við, þá þyrfti heilar sjö Jarðir. Til er einföld leið til að bæta stöðu okkar í loftslagsmálum; að moka ofan í einhverja af þeim rúmlega 30 þúsund kílómetrum af skurðum sem grafnir voru í mýrlendi landsins. Sem sagt; að endurheimta votlendið, a.m.k. hluta þess. Í seinna stríði hófu Íslendingar að ræsa fram mýrar til að rækta tún og efla landbúnað og framleiðslan stórjókst. En við fórum hressilega fram úr okkur sjálfum í þarflausum dugnaði. Enda vissu menn ekki betur í þann tíð en að þessi skurðgröftur heyrði til framfara. Alls er talið að um 4.000 ferkílómetrar lands hafi verið ræstir fram. Af þessu landi eru 15-17 af hundraði nýtt til landbúnaðar. Afgangurinn? Dælir út koldíoxíði sem eykur á loftslagsvandann. Það ætti því að vera auðvelt fyrir Íslendinga að stíga léttar til jarðar í loftslagsmálum með því einfaldlega að moka ofan í eitthvað af öllum þessum skurðum. Ávinningurinn af því að moka ofan í kílómetra langan skurð eru 25 hektarar votlendis. Og hver hektari votlendis bindur álíka mikið koldíoxíð og tíu jepplingar losa út í andrúmsloftið á ári. Það kann að þvælast fyrir að mest af framræstu landi er í einkaeign. Væri ráð að fólk og fyrirtæki gætu tekið landspildur í „fóstur“? Fengið að leggja til fjármuni sem þarf til að endurheimta votlendið? Væri ekki hægt að hugsa upp svipað fyrirkomulag og með bændaskógana þannig að bændur sjálfir hefðu hag af því að endurheimta votlendið sem þeir nýta ekki til landbúnaðar? Getur það orðið jólagjöfin í ár að gefa Íslandi eitthvað af votlendi til baka? Ég veit fyrir víst að lóan og spóinn mundu fagna, enda eru mýrarnar kjörlendi þeirra, en þessir fuglar eru vorboðar í sveitum landsins og í þjóðarsálinni.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun